Mistök Hörður Ægisson skrifar 24. maí 2019 07:00 Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta og valdamesta stofnun landsins. Næsti seðlabankastjóri, sem verður skipaður síðar á þessu ári, mun meðal annars fá það krefjandi verkefni að leiða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins þannig að til verður ein öflug þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Sextán manns sækjast eftir starfinu og fyrr í þessum mánuði tilkynnti forsætisráðuneytið um skipan þriggja manna hæfisnefndar sem hefur það hlutverk að meta hæfi umsækjenda. Þótt hæfismatið sé aðeins leiðbeinandi en ekki ráðgefandi má öllum vera ljóst að forsætisráðherra, sem hefur skipunarvaldið, verður ekki stætt á að skipa aðra umsækjendur í embættið en þá sem nefndin mun meta hæfasta. Hæfisnefndin hefur því í reynd ríka aðkomu að vali á næsta seðlabankastjóra landsins. Um þetta er engin ástæða til að deila. Nú háttar svo til að formaður hæfisnefndarinnar, Sigríður Benediktsdóttir, er jafnframt bankaráðsmaður í Landsbankanum. Tveir umsækjendur um embætti seðlabankastjóra, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í vikunni, hafa séð ástæðu til að kvarta yfir meintu vanhæfi Sigríðar vegna setu í bankaráðinu á sama tíma og hún leiðir nefndina. Enginn efast almennt um hæfi Sigríðar, sem er hagfræðingur við Yale-háskóla og starfaði um nokkurra ára skeið sem framkvæmdastjóri í Seðlabankanum. Um það snýst hins vegar ekki málið. Landsbankinn er stærsti viðskiptavinur Seðlabankans og á því verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum bankans. Það hlýtur því að skjóta skökku við að bankaráðsmaður hjá Landsbankanum, sem er hlutafélag með sjálfstæða stjórn og í samkeppni við aðrar fjármálastofnanir, hafi umtalsverða aðkomu að því að ákveða hver verði næsti seðlabankastjóri. Við sameiningu Seðlabankans og FME, sem ætti að óbreyttu að verða að veruleika um næstkomandi áramót, verður það seðlabankastjóri sem mun bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Með öðrum orðum er sú staða því núna uppi að bankaráðsmaður í Landsbankanum mun ákveða hverjir komi til greina til að hafa eftirlit með bankanum. Þetta gengur augljóslega ekki upp. Sigríður hefur meðal annars vísað til þess að hún hafi fengið „grænt ljós“ frá bankastjóra Landsbankans áður en hún tók að sér nefndarstarfið. Hér hlýtur að gæta einhvers misskilnings enda getur sú skýring tæpast staðist. Bankastjórinn hefur ekkert boðvald yfir bankaráðsmönnum Landsbankans. Það er hann sem heyrir undir bankaráðið en ekki öfugt. Staðfest er að Sigríður ráðfærði sig ekki við formann bankaráðsins áður en hún samþykkti að taka við formennsku hæfisnefndarinnar enda þótt slíkt sé ávallt gert í málum af þessu tagi. Hér hafa orðið mistök við skipan nefndarinnar, bæði af hálfu forsætisráðuneytisins og eins Sigríðar þegar hún samþykkti að taka að sér starfið, sem hljóta að verða leiðrétt sem fyrst. Ákveði formaður hæfisnefndarinnar ekki sjálfur að eiga frumkvæðið og stíga til hliðar hlýtur forsætisráðherra að taka af skarið. Það blasir við öllum að óbreytt staða er ekki í boði sé á annað borð áhugi á því að vanda til verka við val á yfirmanni einnar mikilvægustu stofnunar landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Seðlabankinn Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta og valdamesta stofnun landsins. Næsti seðlabankastjóri, sem verður skipaður síðar á þessu ári, mun meðal annars fá það krefjandi verkefni að leiða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins þannig að til verður ein öflug þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Sextán manns sækjast eftir starfinu og fyrr í þessum mánuði tilkynnti forsætisráðuneytið um skipan þriggja manna hæfisnefndar sem hefur það hlutverk að meta hæfi umsækjenda. Þótt hæfismatið sé aðeins leiðbeinandi en ekki ráðgefandi má öllum vera ljóst að forsætisráðherra, sem hefur skipunarvaldið, verður ekki stætt á að skipa aðra umsækjendur í embættið en þá sem nefndin mun meta hæfasta. Hæfisnefndin hefur því í reynd ríka aðkomu að vali á næsta seðlabankastjóra landsins. Um þetta er engin ástæða til að deila. Nú háttar svo til að formaður hæfisnefndarinnar, Sigríður Benediktsdóttir, er jafnframt bankaráðsmaður í Landsbankanum. Tveir umsækjendur um embætti seðlabankastjóra, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í vikunni, hafa séð ástæðu til að kvarta yfir meintu vanhæfi Sigríðar vegna setu í bankaráðinu á sama tíma og hún leiðir nefndina. Enginn efast almennt um hæfi Sigríðar, sem er hagfræðingur við Yale-háskóla og starfaði um nokkurra ára skeið sem framkvæmdastjóri í Seðlabankanum. Um það snýst hins vegar ekki málið. Landsbankinn er stærsti viðskiptavinur Seðlabankans og á því verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum bankans. Það hlýtur því að skjóta skökku við að bankaráðsmaður hjá Landsbankanum, sem er hlutafélag með sjálfstæða stjórn og í samkeppni við aðrar fjármálastofnanir, hafi umtalsverða aðkomu að því að ákveða hver verði næsti seðlabankastjóri. Við sameiningu Seðlabankans og FME, sem ætti að óbreyttu að verða að veruleika um næstkomandi áramót, verður það seðlabankastjóri sem mun bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Með öðrum orðum er sú staða því núna uppi að bankaráðsmaður í Landsbankanum mun ákveða hverjir komi til greina til að hafa eftirlit með bankanum. Þetta gengur augljóslega ekki upp. Sigríður hefur meðal annars vísað til þess að hún hafi fengið „grænt ljós“ frá bankastjóra Landsbankans áður en hún tók að sér nefndarstarfið. Hér hlýtur að gæta einhvers misskilnings enda getur sú skýring tæpast staðist. Bankastjórinn hefur ekkert boðvald yfir bankaráðsmönnum Landsbankans. Það er hann sem heyrir undir bankaráðið en ekki öfugt. Staðfest er að Sigríður ráðfærði sig ekki við formann bankaráðsins áður en hún samþykkti að taka við formennsku hæfisnefndarinnar enda þótt slíkt sé ávallt gert í málum af þessu tagi. Hér hafa orðið mistök við skipan nefndarinnar, bæði af hálfu forsætisráðuneytisins og eins Sigríðar þegar hún samþykkti að taka að sér starfið, sem hljóta að verða leiðrétt sem fyrst. Ákveði formaður hæfisnefndarinnar ekki sjálfur að eiga frumkvæðið og stíga til hliðar hlýtur forsætisráðherra að taka af skarið. Það blasir við öllum að óbreytt staða er ekki í boði sé á annað borð áhugi á því að vanda til verka við val á yfirmanni einnar mikilvægustu stofnunar landsins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun