Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2019 22:51 Anna Huld Óskarsdóttir, hótelstjóri á Hótel Kötlu á Höfðabrekku, austan Víkur. Stöð 2/Einar Árnason. Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr syðstu sveit landsins. Eftir fall Wow-air spáðu margir jafnvel hruni í ferðaþjónustunni. Menn eru ekki að skynja slíkt í Mýrdalshreppi, sveitinni þar sem Dyrhólaey og ströndin við Reynisdranga draga að ferðamenn. Einn rótgrónasti gististaður sveitarinnar er austan Víkur, á Höfðabrekku, sem nú heitir Hótel Katla. Þar segist hótelstjórinn Anna Huld Óskarsdóttir ekki sjá neinn samdrátt. „Miðað við síðasta sumar þá erum við bara með mjög svipaða eða sambærilega bókunarstöðu, jafnvel ívið betri yfir hásumarið. Og til dæmis febrúar og mars núna voru algerlega frábærir,“ segir Anna Huld.Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, hótelstjórar á Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal er með flest gistiherbergi í hreppnum. Eigendurnir Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon bera sig vel. „Við finnum aðeins svona slaka. Það er ekki neitt slæmt en það er aðeins minna,“ segir Steinþór. -Er það eitthvað til að hafa áhyggjur af? „Nei, nei, ekki í bili,“ svarar Steinþór. „Ég hef engar áhyggjur,“ svarar Margrét. Framboð á gistirými hefur aukist verulega í Vík og nágrenni. „Þó að það hafi bæst við til dæmis hér á svæðinu bara frá því í júlí í fyrra yfir tvöhundruð uppbúin rúm, í framboði fyrir ferðamenn, þá erum við samt að sjá sama fjölda,“ segir Anna Huld.Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir framan við Veitingahúsið Suður-Vík í Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Matsölustöðum hefur einnig fjölgað á svæðinu. Systkinin Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir eiga Veitingahúsið Suður-Vík. „Þetta var ekkert frábært vor en það lítur vel út í sumar,“ segir Þorgerður. „Það hökti eitthvað þegar Wow fór, það var klárt mál. En.., nei, þetta lítur vel út sko,“ segir Óðinn. Þegar spurt er hvort hátt verðlag fæli ferðamenn frá segir Anna Huld að það hafi sennilega leitt til þess að í fyrrasumar sáust færri Mið-Evrópubúar. „En þeir eru að koma aftur. Af því að Þjóðverjar til dæmis, það er bara mjög rík hefð fyrir því að Þjóðverjar heimsæki Ísland. Þjóðverjar eru almennt mjög hrifnir af Íslandi. Og þeir eru að koma núna í auknum mæli aftur til okkar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fyrirtæki úti á landi bjartsýnni Fyrirtæki á landsbyggðinni eru almennt bjartsýnni en fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2019 11:10 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30. maí 2019 16:59 Ferðaþjónustan þarf að leita hagræðingarkosta vegna fækkunar ferðamanna Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. 8. júní 2019 11:14 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr syðstu sveit landsins. Eftir fall Wow-air spáðu margir jafnvel hruni í ferðaþjónustunni. Menn eru ekki að skynja slíkt í Mýrdalshreppi, sveitinni þar sem Dyrhólaey og ströndin við Reynisdranga draga að ferðamenn. Einn rótgrónasti gististaður sveitarinnar er austan Víkur, á Höfðabrekku, sem nú heitir Hótel Katla. Þar segist hótelstjórinn Anna Huld Óskarsdóttir ekki sjá neinn samdrátt. „Miðað við síðasta sumar þá erum við bara með mjög svipaða eða sambærilega bókunarstöðu, jafnvel ívið betri yfir hásumarið. Og til dæmis febrúar og mars núna voru algerlega frábærir,“ segir Anna Huld.Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, hótelstjórar á Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal er með flest gistiherbergi í hreppnum. Eigendurnir Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon bera sig vel. „Við finnum aðeins svona slaka. Það er ekki neitt slæmt en það er aðeins minna,“ segir Steinþór. -Er það eitthvað til að hafa áhyggjur af? „Nei, nei, ekki í bili,“ svarar Steinþór. „Ég hef engar áhyggjur,“ svarar Margrét. Framboð á gistirými hefur aukist verulega í Vík og nágrenni. „Þó að það hafi bæst við til dæmis hér á svæðinu bara frá því í júlí í fyrra yfir tvöhundruð uppbúin rúm, í framboði fyrir ferðamenn, þá erum við samt að sjá sama fjölda,“ segir Anna Huld.Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir framan við Veitingahúsið Suður-Vík í Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Matsölustöðum hefur einnig fjölgað á svæðinu. Systkinin Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir eiga Veitingahúsið Suður-Vík. „Þetta var ekkert frábært vor en það lítur vel út í sumar,“ segir Þorgerður. „Það hökti eitthvað þegar Wow fór, það var klárt mál. En.., nei, þetta lítur vel út sko,“ segir Óðinn. Þegar spurt er hvort hátt verðlag fæli ferðamenn frá segir Anna Huld að það hafi sennilega leitt til þess að í fyrrasumar sáust færri Mið-Evrópubúar. „En þeir eru að koma aftur. Af því að Þjóðverjar til dæmis, það er bara mjög rík hefð fyrir því að Þjóðverjar heimsæki Ísland. Þjóðverjar eru almennt mjög hrifnir af Íslandi. Og þeir eru að koma núna í auknum mæli aftur til okkar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fyrirtæki úti á landi bjartsýnni Fyrirtæki á landsbyggðinni eru almennt bjartsýnni en fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2019 11:10 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30. maí 2019 16:59 Ferðaþjónustan þarf að leita hagræðingarkosta vegna fækkunar ferðamanna Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. 8. júní 2019 11:14 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Fyrirtæki úti á landi bjartsýnni Fyrirtæki á landsbyggðinni eru almennt bjartsýnni en fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2019 11:10
Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45
Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30. maí 2019 16:59
Ferðaþjónustan þarf að leita hagræðingarkosta vegna fækkunar ferðamanna Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. 8. júní 2019 11:14