Samruni Advania og Wise úr sögunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2019 13:56 Ægir Már Þórisson er forstjóri Advania. Advania hefur hætt við áður tilkynnt kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum vegna afstöðu Samkeppniseftirlitsins til kaupanna. Ekkert verður af samruna fyrirtækjanna tveggja að því er segir í tilkynningu frá Advania. Fram kom í Markaðnum í september að kaupverðið næmi 800 milljónum króna. Áttu nokkrir stjórnendur hjá Wise rétt á bónusgreiðslum upp á samanlagt 20 milljónum króna þegar kaupin gengju í gegn. Ekkert verður af þeim. Advania tilkynnti í september um kaupin á Wise. Samkomulag um kaupin hafði náðst við eiganda Wise, AKVA Group í Noregi. „Ætlunin var að sameina Advania og Wise og styrkja stöðu þeirra í síharðnandi alþjóðlegri samkeppni um viðskiptahugbúnað. Kaupin voru hins vegar háð samþykki Samkeppniseftirlitsins,“ segir í tilkynningu frá Advania. Advania lítur svo á að bæði fyrirtækin starfi á alþjóðlegum markaði enda þjónusti þau viðskiptavini í nokkrum löndum. Á upplýsingatæknimarkaði hafi landamæri þurrkast út. Neytendur velji sér þjónustu eftir verði og gæðum en ekki staðsetningu þjónustufyrirtækja. „Samkeppniseftirlitið telur hins vegar að samkeppnisumhverfi Advania og Wise einskorðist við Ísland. Að auki væru hér sérstakir undirmarkaðir með þjónustu og ráðgjöf á sviði fjárhagskerfa. Samkeppniseftirlitið taldi að samruninn leiddi til þess að staða Advania yrði of sterk á markaði með tiltekna tegund fjárhagskerfa sem einkum eru ætluð meðalstórum fyrirtækjum. Frummat Samkeppniseftirlitsins var á þá leið að stofnunin þyrfti að íhlutast um samrunann.“ Forsvarsmenn Advania segja mikið hafa borið á milli hugmynda Advania og Samkeppniseftirlitsins. Tillögur Advania að sátt ekki borið árangur og því hafi Advania ekki annan kost í stöðunni en að draga til baka umsókn um sameiningu fyrirtækjanna. „Okkur þykir afar leitt að þurfa að hætta við kaupin á Wise. Með sameiningu fyrirtækjanna hefði orðið til öflug eining með burði til að sækja fram í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Það kom okkur á óvart að Samkeppniseftirlitið skilgreini nú upplýsingatæknimarkaðinn svona þröngt en fyrri úrskurðir eftirlitsins bentu til annars. Það blasir við að upplýsingatæknin virðir engin landamæri. Við gerðum okkar ítrasta til að koma til móts við sjónarmið Samkeppniseftirlitsins og vorum tilbúin til að ganga mjög langt í sáttaumleitunum. Við hörmum niðurstöðuna,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.Að neðan má sjá tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu í heild sinni. „Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu haft til rannsóknar fyrirhuguð kaup Advania hf. á Wise lausnum ehf. Advania er fyrirtæki sem starfar á breiðu sviði upplýsingatækni og er jafnframt eitt stærsta fyrirtækið á sviði fjárhags-, viðskipta- og bókhaldskerfa á Íslandi. Wise er upplýsingatæknifyrirtæki sem starfar einkum á sviði þróunar, sölu og þjónustu við fjárhagskerfið Microsoft Dynamics NAV. Frummat Samkeppniseftirlitsins benti m.a. til þess að eftir samrunann hefði hið sameinaða fyrirtæki verið með um og yfir helmingshlutdeild á markaði fyrir þróun, sölu og þjónustu við fjárhagskerfi á Íslandi og að samrunaaðilar væru nánir keppinautar. Vegna þess tilkynnti Samkeppniseftirlitið samrunaaðilum í byrjun þessa mánaðar það frummat sitt að grípa þyrfti til íhlutunar vegna skaðlegra áhrifa samrunans á samkeppni. Nú í dag hafa samrunaaðilar tekið formlega ákvörðun um að draga tilkynningu sína vegna samrunans til baka. Með því er rannsókn eftirlitsins á viðskiptunum lokið. Samkeppniseftirlitinu barst fullbúin samrunatilkynning um kaup Advania á Wise þann 13. febrúar 2019. Við meðferð málsins aflaði Samkeppniseftirlitið sjónarmiða frá markaðsaðilum og nánari upplýsinga frá samrunaaðilum, framkvæmdi athugun á meðal markaðsaðila og könnun á meðal viðskiptavina samrunaaðila. Bentu niðurstöður rannsóknarinnar til þess að starfsemi fyrirtækjanna skaraðist einkum á sviði þróunar, sölu og þjónustu svokallaðra fjárhagskerfa sem í daglegu tali eru oftast nefnd bókhaldskerfi. Bentu niðurstöðurnar jafnframt sterklega til þess að landfræðilegur markaður málsins væri Ísland, m.a. vegna eðlis þjónustunnar og krafna viðskiptavina. Þá bentu samtímagögn sem aflað var frá samrunaaðilum til sömu niðurstöðu. Samkeppniseftirlitið aflaði upplýsinga um markaðshlutdeild fyrirtækja sem selja fjárhagskerfi á Íslandi. Þær tölur gáfu til kynna að sameinað fyrirtæki hefði haft umtalsverða yfirburði umfram keppinauta sína eða um og yfir helmingshlutdeild eftir því við hvaða markaðsskilgreiningu væri miðað. Þá hefði samþjöppun á mörkuðum málsins einnig aukist umtalsvert vegna samrunans og umfram þau viðmiðunarmörk sem litið er til við samrunaeftirlit. Var það jafnframt frummat Samkeppniseftirlitsins að samrunaaðilar hafi verið nánir keppinautar hvors annars hingað til. Þannig veita þeir sambærilega þjónustu, t.a.m. selja þeir báðir fjárhagskerfið Microsoft Dynamics NAV, og tilfærsluhlutföll viðskiptavina á milli þeirra eru há. Þannig lítur stór hluti viðskiptavina samrunaaðila á hitt fyrirtækið sem sinn næsta kost við val á fjárhagskerfi. Samtímagögn sem aflað var frá samrunaaðilum studdu jafnframt þetta frummat. Loks var það frummat Samkeppniseftirlitsins að Wise hafi verið mikilvægur keppinautur á sviði sölu fjárhagskerfa og að við samrunann hefði það samkeppnislega aðhald sem fyrirtækið hefur veitt Advania og öðrum keppinautum horfið. Líkt og áður segir kynnti Samkeppniseftirlitið samrunaaðilum þetta frummat í upphafi mánaðarins, n.t.t. með andmælaskjali, dags. 4. júní 2019. Undir lok rannsóknar málsins óskuðu samrunaaðilar eftir viðræðum um skilyrði sem unnt væri að setja samrunanum til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif hans á samkeppni. Var um að ræða hegðunarskilyrði sem að frummati Samkeppniseftirlitsins nægðu ekki til þess að koma í veg fyrir skaðleg áhrif samrunans.“ Markaðir Samkeppnismál Tækni Tengdar fréttir Advania kaupir Wise Hugbúnaðarfyrirtækið Advania hefur fest kaup á fyrirtækinu Wise, þar þar sem starfa um 80 sérfræðingar í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu. 6. september 2018 13:58 Advania frestar skráningu á markað Hlutafjáraukning hjá Advania leiddi til þess að fjárhagsleg markmið náðust sem stefnt var að með skráningu. 7. september 2018 07:00 Margrét nýr forstöðumaður mannauðslausna hjá Advania Margrét Gunnlaugsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns mannauðslausna Advania. 25. september 2018 10:09 Advania keypti Wise fyrir 800 milljónir króna Advania mun greiða Akva 799 milljónir króna í reiðufé. 26. september 2018 06:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Advania hefur hætt við áður tilkynnt kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum vegna afstöðu Samkeppniseftirlitsins til kaupanna. Ekkert verður af samruna fyrirtækjanna tveggja að því er segir í tilkynningu frá Advania. Fram kom í Markaðnum í september að kaupverðið næmi 800 milljónum króna. Áttu nokkrir stjórnendur hjá Wise rétt á bónusgreiðslum upp á samanlagt 20 milljónum króna þegar kaupin gengju í gegn. Ekkert verður af þeim. Advania tilkynnti í september um kaupin á Wise. Samkomulag um kaupin hafði náðst við eiganda Wise, AKVA Group í Noregi. „Ætlunin var að sameina Advania og Wise og styrkja stöðu þeirra í síharðnandi alþjóðlegri samkeppni um viðskiptahugbúnað. Kaupin voru hins vegar háð samþykki Samkeppniseftirlitsins,“ segir í tilkynningu frá Advania. Advania lítur svo á að bæði fyrirtækin starfi á alþjóðlegum markaði enda þjónusti þau viðskiptavini í nokkrum löndum. Á upplýsingatæknimarkaði hafi landamæri þurrkast út. Neytendur velji sér þjónustu eftir verði og gæðum en ekki staðsetningu þjónustufyrirtækja. „Samkeppniseftirlitið telur hins vegar að samkeppnisumhverfi Advania og Wise einskorðist við Ísland. Að auki væru hér sérstakir undirmarkaðir með þjónustu og ráðgjöf á sviði fjárhagskerfa. Samkeppniseftirlitið taldi að samruninn leiddi til þess að staða Advania yrði of sterk á markaði með tiltekna tegund fjárhagskerfa sem einkum eru ætluð meðalstórum fyrirtækjum. Frummat Samkeppniseftirlitsins var á þá leið að stofnunin þyrfti að íhlutast um samrunann.“ Forsvarsmenn Advania segja mikið hafa borið á milli hugmynda Advania og Samkeppniseftirlitsins. Tillögur Advania að sátt ekki borið árangur og því hafi Advania ekki annan kost í stöðunni en að draga til baka umsókn um sameiningu fyrirtækjanna. „Okkur þykir afar leitt að þurfa að hætta við kaupin á Wise. Með sameiningu fyrirtækjanna hefði orðið til öflug eining með burði til að sækja fram í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Það kom okkur á óvart að Samkeppniseftirlitið skilgreini nú upplýsingatæknimarkaðinn svona þröngt en fyrri úrskurðir eftirlitsins bentu til annars. Það blasir við að upplýsingatæknin virðir engin landamæri. Við gerðum okkar ítrasta til að koma til móts við sjónarmið Samkeppniseftirlitsins og vorum tilbúin til að ganga mjög langt í sáttaumleitunum. Við hörmum niðurstöðuna,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.Að neðan má sjá tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu í heild sinni. „Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu haft til rannsóknar fyrirhuguð kaup Advania hf. á Wise lausnum ehf. Advania er fyrirtæki sem starfar á breiðu sviði upplýsingatækni og er jafnframt eitt stærsta fyrirtækið á sviði fjárhags-, viðskipta- og bókhaldskerfa á Íslandi. Wise er upplýsingatæknifyrirtæki sem starfar einkum á sviði þróunar, sölu og þjónustu við fjárhagskerfið Microsoft Dynamics NAV. Frummat Samkeppniseftirlitsins benti m.a. til þess að eftir samrunann hefði hið sameinaða fyrirtæki verið með um og yfir helmingshlutdeild á markaði fyrir þróun, sölu og þjónustu við fjárhagskerfi á Íslandi og að samrunaaðilar væru nánir keppinautar. Vegna þess tilkynnti Samkeppniseftirlitið samrunaaðilum í byrjun þessa mánaðar það frummat sitt að grípa þyrfti til íhlutunar vegna skaðlegra áhrifa samrunans á samkeppni. Nú í dag hafa samrunaaðilar tekið formlega ákvörðun um að draga tilkynningu sína vegna samrunans til baka. Með því er rannsókn eftirlitsins á viðskiptunum lokið. Samkeppniseftirlitinu barst fullbúin samrunatilkynning um kaup Advania á Wise þann 13. febrúar 2019. Við meðferð málsins aflaði Samkeppniseftirlitið sjónarmiða frá markaðsaðilum og nánari upplýsinga frá samrunaaðilum, framkvæmdi athugun á meðal markaðsaðila og könnun á meðal viðskiptavina samrunaaðila. Bentu niðurstöður rannsóknarinnar til þess að starfsemi fyrirtækjanna skaraðist einkum á sviði þróunar, sölu og þjónustu svokallaðra fjárhagskerfa sem í daglegu tali eru oftast nefnd bókhaldskerfi. Bentu niðurstöðurnar jafnframt sterklega til þess að landfræðilegur markaður málsins væri Ísland, m.a. vegna eðlis þjónustunnar og krafna viðskiptavina. Þá bentu samtímagögn sem aflað var frá samrunaaðilum til sömu niðurstöðu. Samkeppniseftirlitið aflaði upplýsinga um markaðshlutdeild fyrirtækja sem selja fjárhagskerfi á Íslandi. Þær tölur gáfu til kynna að sameinað fyrirtæki hefði haft umtalsverða yfirburði umfram keppinauta sína eða um og yfir helmingshlutdeild eftir því við hvaða markaðsskilgreiningu væri miðað. Þá hefði samþjöppun á mörkuðum málsins einnig aukist umtalsvert vegna samrunans og umfram þau viðmiðunarmörk sem litið er til við samrunaeftirlit. Var það jafnframt frummat Samkeppniseftirlitsins að samrunaaðilar hafi verið nánir keppinautar hvors annars hingað til. Þannig veita þeir sambærilega þjónustu, t.a.m. selja þeir báðir fjárhagskerfið Microsoft Dynamics NAV, og tilfærsluhlutföll viðskiptavina á milli þeirra eru há. Þannig lítur stór hluti viðskiptavina samrunaaðila á hitt fyrirtækið sem sinn næsta kost við val á fjárhagskerfi. Samtímagögn sem aflað var frá samrunaaðilum studdu jafnframt þetta frummat. Loks var það frummat Samkeppniseftirlitsins að Wise hafi verið mikilvægur keppinautur á sviði sölu fjárhagskerfa og að við samrunann hefði það samkeppnislega aðhald sem fyrirtækið hefur veitt Advania og öðrum keppinautum horfið. Líkt og áður segir kynnti Samkeppniseftirlitið samrunaaðilum þetta frummat í upphafi mánaðarins, n.t.t. með andmælaskjali, dags. 4. júní 2019. Undir lok rannsóknar málsins óskuðu samrunaaðilar eftir viðræðum um skilyrði sem unnt væri að setja samrunanum til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif hans á samkeppni. Var um að ræða hegðunarskilyrði sem að frummati Samkeppniseftirlitsins nægðu ekki til þess að koma í veg fyrir skaðleg áhrif samrunans.“
Markaðir Samkeppnismál Tækni Tengdar fréttir Advania kaupir Wise Hugbúnaðarfyrirtækið Advania hefur fest kaup á fyrirtækinu Wise, þar þar sem starfa um 80 sérfræðingar í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu. 6. september 2018 13:58 Advania frestar skráningu á markað Hlutafjáraukning hjá Advania leiddi til þess að fjárhagsleg markmið náðust sem stefnt var að með skráningu. 7. september 2018 07:00 Margrét nýr forstöðumaður mannauðslausna hjá Advania Margrét Gunnlaugsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns mannauðslausna Advania. 25. september 2018 10:09 Advania keypti Wise fyrir 800 milljónir króna Advania mun greiða Akva 799 milljónir króna í reiðufé. 26. september 2018 06:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Advania kaupir Wise Hugbúnaðarfyrirtækið Advania hefur fest kaup á fyrirtækinu Wise, þar þar sem starfa um 80 sérfræðingar í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu. 6. september 2018 13:58
Advania frestar skráningu á markað Hlutafjáraukning hjá Advania leiddi til þess að fjárhagsleg markmið náðust sem stefnt var að með skráningu. 7. september 2018 07:00
Margrét nýr forstöðumaður mannauðslausna hjá Advania Margrét Gunnlaugsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns mannauðslausna Advania. 25. september 2018 10:09
Advania keypti Wise fyrir 800 milljónir króna Advania mun greiða Akva 799 milljónir króna í reiðufé. 26. september 2018 06:00