„Viele Leute haben gestorben hier“ Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2019 15:20 Kristinn vissi ekki fyrr en miðaldra karl reif sig skyndilega úr fötunum og gerði sig líklegan til að henda sér í öldurótið. Svo virðist sem Kristni R. Ólafssyni, útvarpsmanni og Spánarvini, hafi með naumindum tekist að forða Þjóðverja frá því að stinga sér til sunds í Reynisfjöru. Kristinn telur víst að hann hafi forðað manninum frá bráðum bana. „Í gær forðaði ég eflaust þýskum ferðamanni frá því að drekkja sjálfum sér í briminu við Reynisfjöru. Miðaldra karlinn reif sig skyndilega úr fötunum og stóð allt í einu á sundskýlunni. Hljóp síðan í sjó fram og átti eftir nokkur skref þegar ég stökk til og skipaði honum með bendingum og óðum að koma sér hið bráðasta á þurrt aftur. „You wanna drown your self! Get out of the water!“ Kristinn R. Ólafsson, sem ekki síst er þekktur fyrir vinsæla útvarpspistla sína frá Spáni í gegnum tíðina, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú fyrir skemmstu. Og kann að segja frá atvikinu. „Ég hafði staðið og fylgst með hópi Spánverja sem ég hef verið með í hringferð - að þeir færu sér ekki að voða. Þetta og rauður stakkur minn gerðu mig svolítið strandvarðarlega. Þjóðverjinn hefur eflaust talið mig yfirvald á staðnum og hlýddi mér umyrðalaust.“ Það fylgir sögunni að Kristinn hafi gleymt að taka mynd af Þjóðverjanum á skýlunni. En hann spurði hvaðan maðurinn væri og ítrekaði við hann hversu hættulegt athæfi hans hefði verið. „Skil ekki hvernig einhver menntaskólaþýska, úr dýpstu hugarfylgsnum hrökk uppúr mér: „Viele Leute haben gestorben hier“.“ Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Spáð er allt að sex til sjö metra háum öldum í Reynisfjöru og nágrenni á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að vara við sjóganginum og mögulega loka fjörunum fyrir umferð. 31. ágúst 2018 15:09 Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru síðdegis í dag. 22. júní 2019 17:38 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Svo virðist sem Kristni R. Ólafssyni, útvarpsmanni og Spánarvini, hafi með naumindum tekist að forða Þjóðverja frá því að stinga sér til sunds í Reynisfjöru. Kristinn telur víst að hann hafi forðað manninum frá bráðum bana. „Í gær forðaði ég eflaust þýskum ferðamanni frá því að drekkja sjálfum sér í briminu við Reynisfjöru. Miðaldra karlinn reif sig skyndilega úr fötunum og stóð allt í einu á sundskýlunni. Hljóp síðan í sjó fram og átti eftir nokkur skref þegar ég stökk til og skipaði honum með bendingum og óðum að koma sér hið bráðasta á þurrt aftur. „You wanna drown your self! Get out of the water!“ Kristinn R. Ólafsson, sem ekki síst er þekktur fyrir vinsæla útvarpspistla sína frá Spáni í gegnum tíðina, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú fyrir skemmstu. Og kann að segja frá atvikinu. „Ég hafði staðið og fylgst með hópi Spánverja sem ég hef verið með í hringferð - að þeir færu sér ekki að voða. Þetta og rauður stakkur minn gerðu mig svolítið strandvarðarlega. Þjóðverjinn hefur eflaust talið mig yfirvald á staðnum og hlýddi mér umyrðalaust.“ Það fylgir sögunni að Kristinn hafi gleymt að taka mynd af Þjóðverjanum á skýlunni. En hann spurði hvaðan maðurinn væri og ítrekaði við hann hversu hættulegt athæfi hans hefði verið. „Skil ekki hvernig einhver menntaskólaþýska, úr dýpstu hugarfylgsnum hrökk uppúr mér: „Viele Leute haben gestorben hier“.“
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Spáð er allt að sex til sjö metra háum öldum í Reynisfjöru og nágrenni á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að vara við sjóganginum og mögulega loka fjörunum fyrir umferð. 31. ágúst 2018 15:09 Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru síðdegis í dag. 22. júní 2019 17:38 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Varað við óvenjuháum öldum í Reynisfjöru Spáð er allt að sex til sjö metra háum öldum í Reynisfjöru og nágrenni á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að vara við sjóganginum og mögulega loka fjörunum fyrir umferð. 31. ágúst 2018 15:09
Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru Ferðamaður féll í klettum við Reynisfjöru síðdegis í dag. 22. júní 2019 17:38
Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00