Lagið ber heitið Brjóta heilann og var tónlistarmyndband við lagið frumsýnt á miðvikudag sem hluti af upphitun Landsbankans fyrir Iceland Airwaves. Kristni til halds og trausts voru tónlistarmennirnir Auður og Magnús Jóhann Ragnarsson sem komu einnig að gerð lagsins.
Í samtali við Vísi segir Kristinn að von sé á fleiri lögum frá honum í sumar, í það minnsta tvö til þrjú. Hann er á meðal þeirra sem koma fram á Airwaves í nóvember næstkomandi og líkt og áður hefur komið fram var tónlistarmyndband við lagið gefið út sem hluti af upphitun fyrir hátíðina.
Þá geta Instagram-notendur glaðst yfir því að í tilefni lagsins var gerður filter í samstarfi við Pétur Eggerz Pétursson og geta því fleiri prófað að brjóta heilann á meðan þeir hlusta á lagið.
