Feðginin frá El Salvador sem drukknuðu í ánni Río Grande á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna í síðustu viku voru jarðsungin í dag. Fréttastofa CNN greinir frá þessu.
Mynd af föðurnum og dóttur hans þar sem þau liggja í ánni hefur vakið mikla athygli og farið víða um heim.
Um 200 ættingjar og vinir fylgdu þeim til grafar í La Bermeja kirkjugarðinum í suðurhluta eyjunnar San Salvador.
Óscar Alberto Martínez Ramírez og dóttir hans Valeria fundust látin í Río Grande, sem Mexíkóar kalla Río Bravo, fyrir viku síðan. Valeria var 23 mánaða gömul og faðir hennar 25 ára. Þau höfðu ætlað að komast til Bandaríkjanna.
Mynd sem blaðaljósmyndarinn Julia Le Duc tók sýndi föður og dóttur fljótandi með andlitið ofan í gruggugri ánni umkringd rusli, stúlkan með höfuðið innan undir bol föður síns. Þau ætluðu sér að sækja um hæli í Bandaríkjunum.
Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu

Tengdar fréttir

Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð
Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti.

Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande
Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi.

Öldungadeildin felldi frumvarp um mannúðaraðstoð á landamærunum
Öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði gegn því að ráðstafa 4,5 milljörðum Bandaríkjadala í mannúðaraðstoð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.