Móðir kennir umdeildu sjónvarpsatriði um sjálfsvíg dóttur sinnar Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2019 11:09 Ástralska leikkonan Katherine Langford fer með hlutverk unglingsstúlkunnar Hönnuh Baker, aðalpersónu þáttanna 13 Reasons Why. Netflix Joyce Deithorn, móðir nítján ára stúlku sem svipti sig lífi sumarið 2017, segir lokaatriði fyrstu seríu sjónvarpsþáttanna 13 Reasons Why hafa orðið til þess að dóttir sín tók þessa afdrifaríku ákvörðun. Mæðgurnar byrjuðu að horfa á þættina saman en hún hafi fljótlega séð að þættirnir hefðu slæm áhrif á dóttur sína. Netflix tilkynnti nú á dögunum að atriðið umdeilda yrði fjarlægt úr þáttunum en það sýnir eina aðalpersónu þáttanna, Hönnuh Baker, svipta sig lífi. Atriðið var harðlega gagnrýnt af mörgum og voru þættirnir sagðir upphefja sjálfsvíg sem lausn við vanlíðan.Sjá einnig: Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Emily Bragg var 19 ára gömul þegar þær mæðgur byrjuðu að horfa á þættina árið 2017. Emily hafði verið að glíma við geðhvarfasýki og aðra geðræna kvilla en hélt áfram að horfa á þættina þrátt fyrir aðvörunarorð móður sinnar. Nokkrum vikum eftir að hún horfði á lokaþáttinn framdi hún sjálfsvíg á sama hátt og aðalpersóna þáttanna. „Ég trúi því innilega að [þátturinn] hafi verið það síðasta sem þurfti til að ýta henni yfir brúnina,“ sagði móðir hennar í samtali við Buzzfeed. Hún segist enn glíma við áfallastreituröskun eftir að hafa komið að dóttur sinni.Fagaðilar höfðu varað við atriðinu Líkt og áður sagði fjalla þættirnir um hina ungu Hönnuh Baker sem fremur sjálfsvíg og skilur eftir sig kassa af upptökum sem eru stílaðar á bekkjarfélaga hennar. Þar gerir hún upp ástæður þess að hún tók ákvörðunina og vöruðu margir við því að þetta fengi ungt fólk til þess að halda að sjálfsvíg væri einhvers konar hefndaraðgerð. Atriðið var harðlega gagnrýnt, bæði af áhorfendum og fagaðilum, og var kallað eftir því að það yrði tekið út á sínum tíma. Joyce segir ákvörðun streymisveitunnar að fjarlægja atriðið vera skýra staðfestingu á því að þeir viðurkenni mistök. Hins vegar sé þetta of lítið og alltof seint. „Ég hugsaði með mér, hversu mikið ætla þeir að gangast við því að þeir beri ábyrgð á fleiri sjálfsvígum?“ Framleiðandi þáttanna svaraði fyrir atriðið þegar þættirnir voru frumsýndir og sagði sína tilfinningu vera þá að það væri mikilvægt að ungt fólk sæi að það sem þau væru að upplifa væri ekki einsdæmi. Þau væru ekki ein í því að líða illa. Einn handritshöfunda þáttanna steig einnig fram og sagði þættina vera tækifæri til þess að afsanna þær mýtur að sjálfsvíg væru friðsæl endalok og sýna áhorfendum hvernig þau litu í raun og veru út. „Þetta eyðilagði fjölskyldu mína og við erum enn að púsla lífi okkar saman. Þau höfðu heyrt frá læknum sem höfðu heyrt af hættunum og voru varaðir við áður en þættirnir voru sýndir, hvers vegna myndu þeira sýna þetta?“ spyr Joyce.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlæga atriði úr unglinga-dramaþáttunum 13 Reasons Why, tveimur árum eftir að þættirnir rötuðu fyrst inn á Netflix. 16. júlí 2019 14:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Joyce Deithorn, móðir nítján ára stúlku sem svipti sig lífi sumarið 2017, segir lokaatriði fyrstu seríu sjónvarpsþáttanna 13 Reasons Why hafa orðið til þess að dóttir sín tók þessa afdrifaríku ákvörðun. Mæðgurnar byrjuðu að horfa á þættina saman en hún hafi fljótlega séð að þættirnir hefðu slæm áhrif á dóttur sína. Netflix tilkynnti nú á dögunum að atriðið umdeilda yrði fjarlægt úr þáttunum en það sýnir eina aðalpersónu þáttanna, Hönnuh Baker, svipta sig lífi. Atriðið var harðlega gagnrýnt af mörgum og voru þættirnir sagðir upphefja sjálfsvíg sem lausn við vanlíðan.Sjá einnig: Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Emily Bragg var 19 ára gömul þegar þær mæðgur byrjuðu að horfa á þættina árið 2017. Emily hafði verið að glíma við geðhvarfasýki og aðra geðræna kvilla en hélt áfram að horfa á þættina þrátt fyrir aðvörunarorð móður sinnar. Nokkrum vikum eftir að hún horfði á lokaþáttinn framdi hún sjálfsvíg á sama hátt og aðalpersóna þáttanna. „Ég trúi því innilega að [þátturinn] hafi verið það síðasta sem þurfti til að ýta henni yfir brúnina,“ sagði móðir hennar í samtali við Buzzfeed. Hún segist enn glíma við áfallastreituröskun eftir að hafa komið að dóttur sinni.Fagaðilar höfðu varað við atriðinu Líkt og áður sagði fjalla þættirnir um hina ungu Hönnuh Baker sem fremur sjálfsvíg og skilur eftir sig kassa af upptökum sem eru stílaðar á bekkjarfélaga hennar. Þar gerir hún upp ástæður þess að hún tók ákvörðunina og vöruðu margir við því að þetta fengi ungt fólk til þess að halda að sjálfsvíg væri einhvers konar hefndaraðgerð. Atriðið var harðlega gagnrýnt, bæði af áhorfendum og fagaðilum, og var kallað eftir því að það yrði tekið út á sínum tíma. Joyce segir ákvörðun streymisveitunnar að fjarlægja atriðið vera skýra staðfestingu á því að þeir viðurkenni mistök. Hins vegar sé þetta of lítið og alltof seint. „Ég hugsaði með mér, hversu mikið ætla þeir að gangast við því að þeir beri ábyrgð á fleiri sjálfsvígum?“ Framleiðandi þáttanna svaraði fyrir atriðið þegar þættirnir voru frumsýndir og sagði sína tilfinningu vera þá að það væri mikilvægt að ungt fólk sæi að það sem þau væru að upplifa væri ekki einsdæmi. Þau væru ekki ein í því að líða illa. Einn handritshöfunda þáttanna steig einnig fram og sagði þættina vera tækifæri til þess að afsanna þær mýtur að sjálfsvíg væru friðsæl endalok og sýna áhorfendum hvernig þau litu í raun og veru út. „Þetta eyðilagði fjölskyldu mína og við erum enn að púsla lífi okkar saman. Þau höfðu heyrt frá læknum sem höfðu heyrt af hættunum og voru varaðir við áður en þættirnir voru sýndir, hvers vegna myndu þeira sýna þetta?“ spyr Joyce.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlæga atriði úr unglinga-dramaþáttunum 13 Reasons Why, tveimur árum eftir að þættirnir rötuðu fyrst inn á Netflix. 16. júlí 2019 14:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42
Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlæga atriði úr unglinga-dramaþáttunum 13 Reasons Why, tveimur árum eftir að þættirnir rötuðu fyrst inn á Netflix. 16. júlí 2019 14:30