Jákvæð áhrif Hvalárvirkjunar Hafdís Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2019 07:00 Hvalárvirkjun er lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfisins á Vestfjörðum. Þetta er ekki mín skoðun byggð á tilfinningum, heldur grjóthörð staðreynd fengin úr nýlegri skýrslu Landsnets, Tengipunktur við Ísafjarðardjúp og tenging Hvalár. Hér ríkir tjáningarfrelsi, sem betur fer og því hafa margir tjáð sig um Hvalárvirkjun. En í lok dags eru það staðreyndir í málinu sem ég kýs að taka mark á. Af umræðunni að dæma skipta þær suma engu máli sem gerir það að verkum að erfitt er að ræða málið af einhverri skynsemi.Er rammaáætlun ónýt? Hvalárvirkjun er í rammaáætlun. Hún komst í gegnum það nálarauga sem rammaáætlun er og hefur þurft að fara í gegnum ótrúlegustu hindranir. Ítrekað. Svo oft að verkefnið kemst varla áfram. Við erum því á krossgötum. Annaðhvort fær verkefnið að komast af stað eða viðurkenna verður að rammaáætlun er ónýt. Gleymum því ekki að rammaáætlun var mikill sigur fyrir umhverfið og átti að vera verkfæri til að greiða úr ágreiningi um hvað skyldi nýta og hvað vernda. Í staðinn hefur hún þau áhrif að ekkert gerist. Hvert skref er ítrekað kært af sömu aðilunum. Virkjun Hvalár á að fá að hefjast sem allra fyrst, annars verður ríkið að viðurkenna gagnsleysi rammaáætlunar og skerast í leikinn. Lausn á orkuskorti Það hefur verið karpað um það í fjölmiðlum sl. daga hvort yfirvofandi sé orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Stjórnendur Landsnets og RARIK hafa haldið því fram. Hver er lausnin? Skynsamleg nýting orkuauðlinda okkar. Það er á hreinu að orkuleysið, afhendingaröryggið og tíðar rafmagnstruflanir hafa hindrað eflingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Rafmagnstruflanirnar hafa kostað fyrirtækin á svæðinu háar upphæðir því þær valda skemmdum á tækjabúnaði og vinnutapi. Hvalárvirkjun er eina raunhæfa lausnin á þessu vandamáli. Það er staðreynd. Andstæðingar umhverfisvænnar orkuframleiðslu með Hvalárvirkjun halda því fram að orkan úr Hvalá muni ekkert nýtast Vestfirðingum. Þetta heyrum við Vestfirðingar oft og er þessi yfirlætislega fullyrðing orðin ansi þreytt, enda ósönn. Í skýrslu Landsnets um tengingu Hvalár kemur það skýrt fram að Hvalárvirkjun mun hafa jákvæð áhrif á afhendingaröryggið um alla Vestfirði. Hefur til að mynda fyrirhuguð Kalkþörungaverksmiðja í Súðavík undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að átta megavöttum af raforku af Vesturverki. Staðreyndirnar gerast ekki skýrari eða sannari. Tækifæri fyrir Árneshrepp Á meðan ekkert gerist í virkjunarmálum er sveitarfélagið Árneshreppur að berjast fyrir tilverurétti sínum. Þar stefnir í að heilsársbúseta muni líða undir lok ef ekki verður farið í einhverjar aðgerðir. Það er sárt að hugsa til þess. Fólkið sem vaknar og sofnar í Árneshreppi allt árið um kring, ræktar þar land og búfénað, er fólkið sem þekkir sveitarfélagið sitt allra best. Þetta eru sérfræðingarnir í málum Árneshrepps. Það veit að Hvalárvirkjun er ekki að fara bjarga hreppnum, en veit líka að hún er hluti af lausninni. Hún er tækifæri fyrir Árneshrepp sem íbúar ætla að nýta til að efla svæðið. Þess vegna hefur sveitarstjórnarfólkið veitt virkjuninni brautargengi. Þó íbúar Árneshrepps séu fáir þá hljóta þeir að vera með öflugustu einstaklingum á landinu. Hverjir aðrir myndu standa teinréttir og klárir í næstu orrustu eftir aðfarir sl. árs? Tekist á við tilraun virkjunarandstæðinga til yfirtöku sveitarstjórnarkosninga, verið úthúðuð fyrir að veita framkvæmdaleyfi og staðið í opinberu orðaskaki við andstæðinga Hvalárvirkjunar sem virðast hafa úr meiri mannafla og peningum að spila en sveitarfélagið Árneshreppur. Íbúar Árneshrepps, eins og íbúar Vestfjarða, hafa margoft þurft að heyra frá virkjunarandstæðingum að Hvalárvirkjun muni ekkert gera fyrir íbúa Vestfjarða. Þetta hefur nú loksins verið hrakið þar sem staðreyndin er önnur. Hvalárvirkjun mun hafa jákvæð áhrif á afhendingaröryggi rafmagns um alla Vestfirði og stórefla atvinnulíf á svæðinu.Höfundur er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Ísafjarðarbær Orkumál Mest lesið Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Hvalárvirkjun er lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfisins á Vestfjörðum. Þetta er ekki mín skoðun byggð á tilfinningum, heldur grjóthörð staðreynd fengin úr nýlegri skýrslu Landsnets, Tengipunktur við Ísafjarðardjúp og tenging Hvalár. Hér ríkir tjáningarfrelsi, sem betur fer og því hafa margir tjáð sig um Hvalárvirkjun. En í lok dags eru það staðreyndir í málinu sem ég kýs að taka mark á. Af umræðunni að dæma skipta þær suma engu máli sem gerir það að verkum að erfitt er að ræða málið af einhverri skynsemi.Er rammaáætlun ónýt? Hvalárvirkjun er í rammaáætlun. Hún komst í gegnum það nálarauga sem rammaáætlun er og hefur þurft að fara í gegnum ótrúlegustu hindranir. Ítrekað. Svo oft að verkefnið kemst varla áfram. Við erum því á krossgötum. Annaðhvort fær verkefnið að komast af stað eða viðurkenna verður að rammaáætlun er ónýt. Gleymum því ekki að rammaáætlun var mikill sigur fyrir umhverfið og átti að vera verkfæri til að greiða úr ágreiningi um hvað skyldi nýta og hvað vernda. Í staðinn hefur hún þau áhrif að ekkert gerist. Hvert skref er ítrekað kært af sömu aðilunum. Virkjun Hvalár á að fá að hefjast sem allra fyrst, annars verður ríkið að viðurkenna gagnsleysi rammaáætlunar og skerast í leikinn. Lausn á orkuskorti Það hefur verið karpað um það í fjölmiðlum sl. daga hvort yfirvofandi sé orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Stjórnendur Landsnets og RARIK hafa haldið því fram. Hver er lausnin? Skynsamleg nýting orkuauðlinda okkar. Það er á hreinu að orkuleysið, afhendingaröryggið og tíðar rafmagnstruflanir hafa hindrað eflingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Rafmagnstruflanirnar hafa kostað fyrirtækin á svæðinu háar upphæðir því þær valda skemmdum á tækjabúnaði og vinnutapi. Hvalárvirkjun er eina raunhæfa lausnin á þessu vandamáli. Það er staðreynd. Andstæðingar umhverfisvænnar orkuframleiðslu með Hvalárvirkjun halda því fram að orkan úr Hvalá muni ekkert nýtast Vestfirðingum. Þetta heyrum við Vestfirðingar oft og er þessi yfirlætislega fullyrðing orðin ansi þreytt, enda ósönn. Í skýrslu Landsnets um tengingu Hvalár kemur það skýrt fram að Hvalárvirkjun mun hafa jákvæð áhrif á afhendingaröryggið um alla Vestfirði. Hefur til að mynda fyrirhuguð Kalkþörungaverksmiðja í Súðavík undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að átta megavöttum af raforku af Vesturverki. Staðreyndirnar gerast ekki skýrari eða sannari. Tækifæri fyrir Árneshrepp Á meðan ekkert gerist í virkjunarmálum er sveitarfélagið Árneshreppur að berjast fyrir tilverurétti sínum. Þar stefnir í að heilsársbúseta muni líða undir lok ef ekki verður farið í einhverjar aðgerðir. Það er sárt að hugsa til þess. Fólkið sem vaknar og sofnar í Árneshreppi allt árið um kring, ræktar þar land og búfénað, er fólkið sem þekkir sveitarfélagið sitt allra best. Þetta eru sérfræðingarnir í málum Árneshrepps. Það veit að Hvalárvirkjun er ekki að fara bjarga hreppnum, en veit líka að hún er hluti af lausninni. Hún er tækifæri fyrir Árneshrepp sem íbúar ætla að nýta til að efla svæðið. Þess vegna hefur sveitarstjórnarfólkið veitt virkjuninni brautargengi. Þó íbúar Árneshrepps séu fáir þá hljóta þeir að vera með öflugustu einstaklingum á landinu. Hverjir aðrir myndu standa teinréttir og klárir í næstu orrustu eftir aðfarir sl. árs? Tekist á við tilraun virkjunarandstæðinga til yfirtöku sveitarstjórnarkosninga, verið úthúðuð fyrir að veita framkvæmdaleyfi og staðið í opinberu orðaskaki við andstæðinga Hvalárvirkjunar sem virðast hafa úr meiri mannafla og peningum að spila en sveitarfélagið Árneshreppur. Íbúar Árneshrepps, eins og íbúar Vestfjarða, hafa margoft þurft að heyra frá virkjunarandstæðingum að Hvalárvirkjun muni ekkert gera fyrir íbúa Vestfjarða. Þetta hefur nú loksins verið hrakið þar sem staðreyndin er önnur. Hvalárvirkjun mun hafa jákvæð áhrif á afhendingaröryggi rafmagns um alla Vestfirði og stórefla atvinnulíf á svæðinu.Höfundur er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun