Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 21:08 Kam McLeod og Bryer Schmegelsky eru grunaðir um að hafa myrt ungt par á ferðalagi. RCMP Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á föstudag fannst húsbíll æskuvinanna Kam McLeod, 19 ára, og Bryer Schmegelsky, 18 ára, brunninn til kaldra kola við sama veg og lík parsins. Lögregla segir að sést hafi til McLeod og Schmegelsky keyra út ú héraðinu og eru nú grunaðir um að hafa myrt parið. Áður voru þeir taldir týndir og hafði lögreglan ýjað að því að þeir gætu verið fórnarlömb sama morðingja og parið varð fyrir. Enn annað lík fannst nærri brenndum húsbíl ungu mannanna en ekki hefur tekist að bera kennsl á það.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðannaÍ tilkynningu frá kanadísku lögreglunni (RCMP) á fimmtudag stóð: „Vegna nýjustu hræringa í málinu eru Kam og Bryer ekki taldir týndir. RCMP grunar að Kam McLeod og Bryer Sccmegelsky séu gerendur í morðunum á Lucas Fowler og Chynnu Deese og í grunsamlegu dauðsfalli Dease vatns mannsins.“ Ástralinn Lucas Fowler, 23 ára, og ameríkaninn Chynna Deese, 24 ára, voru á tveggja vikna löngu ferðalagi um Kanada en Fowler hafði verið að vinna þar.Parið fannst látið eftir að hafa verið skotið til bana við Alaska þjóðvegin 20 km. Suður af Liard hverunum sem er vinsæll ferðamannastaður. Lögreglan telur að þau hafi verið myrt aðfaranótt 14. júlí. Bíllinn þeirra fannst skammt frá líkunum og sögðu vitni við fréttamiðla fyrr í vikunni að parið hafi sést við vegkantinn eftir að bíllinn hafði bilað. Ekkert hefur heyrst til McLeod og Schmegelsky frá því í síðustu viku þegar þeir voru á leið til Yukon svæðisins vegna vinnu og hafa þeir ekki haft samband við fjölskyldur sínar síðan þá. Lögregla segir að þeir hafi sést keyra gráan Toyota Rav 4 af árgerð 2011 í gegn um norðurhluta Saskatchewan. Lögreglan veit ekki hver áfangastaður þeirra sé og hefur varað almenning við því að þeir séu „taldir hættulegir“ og ekki eigi að nálgast þá. Líkið sem fannst skammt frá húsbíl McLeod og Scmegelsky var brunnið og hefur enn ekki verið borið kennsl á það en talið er að það sé maður á sextugs- eða sjötugsaldri. „Það er óvíst að svo stöddu hvernig látni maðurinn gæti verið tengdur bílbrunanum eða mönnunum tveimur sem er saknað,“ sagði talsmaður lögreglu í tilkynningu.#NorthernRockies #NorthDistrict #DeaseLake - Police request the public's assistance in locating the suspects connected to Northern BC investigations https://t.co/p7Q9ouTsSN pic.twitter.com/K9dcN5scKL— BCRCMP (@BCRCMP) July 23, 2019 Kanada Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á föstudag fannst húsbíll æskuvinanna Kam McLeod, 19 ára, og Bryer Schmegelsky, 18 ára, brunninn til kaldra kola við sama veg og lík parsins. Lögregla segir að sést hafi til McLeod og Schmegelsky keyra út ú héraðinu og eru nú grunaðir um að hafa myrt parið. Áður voru þeir taldir týndir og hafði lögreglan ýjað að því að þeir gætu verið fórnarlömb sama morðingja og parið varð fyrir. Enn annað lík fannst nærri brenndum húsbíl ungu mannanna en ekki hefur tekist að bera kennsl á það.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðannaÍ tilkynningu frá kanadísku lögreglunni (RCMP) á fimmtudag stóð: „Vegna nýjustu hræringa í málinu eru Kam og Bryer ekki taldir týndir. RCMP grunar að Kam McLeod og Bryer Sccmegelsky séu gerendur í morðunum á Lucas Fowler og Chynnu Deese og í grunsamlegu dauðsfalli Dease vatns mannsins.“ Ástralinn Lucas Fowler, 23 ára, og ameríkaninn Chynna Deese, 24 ára, voru á tveggja vikna löngu ferðalagi um Kanada en Fowler hafði verið að vinna þar.Parið fannst látið eftir að hafa verið skotið til bana við Alaska þjóðvegin 20 km. Suður af Liard hverunum sem er vinsæll ferðamannastaður. Lögreglan telur að þau hafi verið myrt aðfaranótt 14. júlí. Bíllinn þeirra fannst skammt frá líkunum og sögðu vitni við fréttamiðla fyrr í vikunni að parið hafi sést við vegkantinn eftir að bíllinn hafði bilað. Ekkert hefur heyrst til McLeod og Schmegelsky frá því í síðustu viku þegar þeir voru á leið til Yukon svæðisins vegna vinnu og hafa þeir ekki haft samband við fjölskyldur sínar síðan þá. Lögregla segir að þeir hafi sést keyra gráan Toyota Rav 4 af árgerð 2011 í gegn um norðurhluta Saskatchewan. Lögreglan veit ekki hver áfangastaður þeirra sé og hefur varað almenning við því að þeir séu „taldir hættulegir“ og ekki eigi að nálgast þá. Líkið sem fannst skammt frá húsbíl McLeod og Scmegelsky var brunnið og hefur enn ekki verið borið kennsl á það en talið er að það sé maður á sextugs- eða sjötugsaldri. „Það er óvíst að svo stöddu hvernig látni maðurinn gæti verið tengdur bílbrunanum eða mönnunum tveimur sem er saknað,“ sagði talsmaður lögreglu í tilkynningu.#NorthernRockies #NorthDistrict #DeaseLake - Police request the public's assistance in locating the suspects connected to Northern BC investigations https://t.co/p7Q9ouTsSN pic.twitter.com/K9dcN5scKL— BCRCMP (@BCRCMP) July 23, 2019
Kanada Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira