Vill sjá Icelandair gefa flugfarþegum afslátt sem ferðast með leiguflugvélum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2019 20:00 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem keypti flug með Icelandair en fékk ekki þjónustuna sem greitt var fyrir. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið afar leiðinlegt en það sprettur af vanda sem skapaðist þegar kyrrsettar voru Boeing 737 MAX vélar flugfélagsins og taka þurfti í notkun leiguvélar.Markaðssetning Icelandair hefur löngum verið á þennan veg sem sést í myndbandinu hér að ofan. Flugfélagið gefur sig út fyrir að vera flugfélag þæginda þar sem nægt fótapláss er til staðar og afþreying á borð við sjónvarp í öllum vélum. Eins og staðan er núna er raunin ekki sú í öllum flugferðum á vegum félagsins en í kjölfar kyrrsetningar Boeing MAX vélanna þurfti Icelandair að taka í notkun leiguflugvélar. „Það sem við þurftum að taka ákvörðun um var hvort við ætluðum bara einfaldlega að fella niður flugin og endurgreiða þeim farþegum sem höfðu keypt sér flug, eða eins og við auðvitað viljum, standa við skuldbindingar okkar og koma farþegum á leiðarenda,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Ljóst er að leiguvélarnar bjóða ekki upp á þægindin sem markaðssetning félagsins gengur út á en Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar ábendingar frá neytendum sem keypt hafa flug á fullu verði en ekki fengið þægindin sem greitt var fyrir, þar sem sama verð er rukkað fyrir flugferð með flugvélum Icelandair og ferðum með leiguflugvél. „Alla vega miðað við markaðssetningu Icelandair þá hafa þeir verið að staðsetja sig á þægindaskalanum. Þegar þú kemur svo um borð í einhver flug þá ertu alls ekki að fá það sem auglýst er,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að geta ekki uppfyllt væntingar allra viðskiptavina og það er bara engin spurning um það. Við myndum vilja vera að afhenda vöruna nákvæmlega eins og hefur verði hingað til, en þetta er staðan og þetta er í rauninni það allra besta sem við getum gert,“ sagði Birna Ósk.Birna Ósk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Ég myndi vilja sjá Icelandair koma til móts við flugfarþega sína og þegar þeir ná ekki að veita þá þjónustu sem þeir lofa með auglýsingum sínum eða öðru slíku, að þeir veiti þá afslátt eða komi til móts við farþegana á einhvern annan hátt,“ sagði Breki. Þó hefur verið reynt að bregðast við vandanum með því t.d. að setja dreifikerfi í leiguflugvélarnar sem farþegar geti notað í eigin snjalltækjum. Þá segir Birna að ekki hafi verið rætt um að bjóða farþegum leiguflugvéla lægra verð. „Við höfum ekki farið út í að ræða það. Nú erum við bara að ganga út frá þessu grundvallaratriði að við ætlum að koma öllum á leiðarenda og hver einasti dagur fer í að uppfylla það loforð,“ sagði Birna Ósk. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem keypti flug með Icelandair en fékk ekki þjónustuna sem greitt var fyrir. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið afar leiðinlegt en það sprettur af vanda sem skapaðist þegar kyrrsettar voru Boeing 737 MAX vélar flugfélagsins og taka þurfti í notkun leiguvélar.Markaðssetning Icelandair hefur löngum verið á þennan veg sem sést í myndbandinu hér að ofan. Flugfélagið gefur sig út fyrir að vera flugfélag þæginda þar sem nægt fótapláss er til staðar og afþreying á borð við sjónvarp í öllum vélum. Eins og staðan er núna er raunin ekki sú í öllum flugferðum á vegum félagsins en í kjölfar kyrrsetningar Boeing MAX vélanna þurfti Icelandair að taka í notkun leiguflugvélar. „Það sem við þurftum að taka ákvörðun um var hvort við ætluðum bara einfaldlega að fella niður flugin og endurgreiða þeim farþegum sem höfðu keypt sér flug, eða eins og við auðvitað viljum, standa við skuldbindingar okkar og koma farþegum á leiðarenda,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Ljóst er að leiguvélarnar bjóða ekki upp á þægindin sem markaðssetning félagsins gengur út á en Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar ábendingar frá neytendum sem keypt hafa flug á fullu verði en ekki fengið þægindin sem greitt var fyrir, þar sem sama verð er rukkað fyrir flugferð með flugvélum Icelandair og ferðum með leiguflugvél. „Alla vega miðað við markaðssetningu Icelandair þá hafa þeir verið að staðsetja sig á þægindaskalanum. Þegar þú kemur svo um borð í einhver flug þá ertu alls ekki að fá það sem auglýst er,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að geta ekki uppfyllt væntingar allra viðskiptavina og það er bara engin spurning um það. Við myndum vilja vera að afhenda vöruna nákvæmlega eins og hefur verði hingað til, en þetta er staðan og þetta er í rauninni það allra besta sem við getum gert,“ sagði Birna Ósk.Birna Ósk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Ég myndi vilja sjá Icelandair koma til móts við flugfarþega sína og þegar þeir ná ekki að veita þá þjónustu sem þeir lofa með auglýsingum sínum eða öðru slíku, að þeir veiti þá afslátt eða komi til móts við farþegana á einhvern annan hátt,“ sagði Breki. Þó hefur verið reynt að bregðast við vandanum með því t.d. að setja dreifikerfi í leiguflugvélarnar sem farþegar geti notað í eigin snjalltækjum. Þá segir Birna að ekki hafi verið rætt um að bjóða farþegum leiguflugvéla lægra verð. „Við höfum ekki farið út í að ræða það. Nú erum við bara að ganga út frá þessu grundvallaratriði að við ætlum að koma öllum á leiðarenda og hver einasti dagur fer í að uppfylla það loforð,“ sagði Birna Ósk.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent