Hvar eru hjúkrunarfræðingarnir? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 31. júlí 2019 07:00 Nú þegar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar 100 ára afmæli er tímabært að líta um öxl og horfa fram á við. Þegar ég fæddist fyrir rúmri hálfri öld var móðir mín, sveitastúlka að norðan, í vanda því ekki var fæðingarorlof eins og nú tíðkast, en hún þurfti til vinnu. Þá var gott að eiga móðursystur að sem gat hjálpað til en hjúkrunarkonan Rósa Guðmundsdóttir sem var hætt störfum vildi gæta mín, þar duttum við báðar í lukkupottinn. Rósa var fædd á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal 1899 og flutti suður til Reykjavíkur og fékk vinnu á Landspítalanum. Hana langaði að læra hjúkrun en það var bara hægt erlendis svo hún fór að ráðum lækna spítalans og beið þar til Hjúkrunarskóli Íslands var stofnaður og útskrifaðist með fyrsta árgangi þaðan. Hún var einstæð og barnlaus en framsýn og fannst gaman að annast mig sem barn og við urðum mestu mátar. Hún keypti saumavél til að sauma dúkkuföt úr sínum gömlu kjólum, handa mér, hún kenndi mér að hjóla en ég efast um að hún hafi kunnað það sjálf. Við ferðuðumst með strætó og tókum skiptimiða til að skoða hverfi borgarinnar þar sem helstu byggingar voru skoðaðar og styttur bæjarins kynntar fyrir mér. Við fórum í messu í Hallgrímskirkju á sunnudögum og tókum leigubíl í Grasagarðinn. Þegar ég var á unglingsaldri var farið í hringferð um landið sem var ógleymanleg. Alltaf var hún stolt af sinni menntun og starfi sínu sem hjúkrunarkona. Hún lagði mikla áherslu á hollt mataræði og hreyfingu, útvarpsleikfimin og passíusálmalestur í Ríkisútvarpinu var ómissandi í hennar dagskrá. Þegar ég sjálf flutti suður til að nema læknisfræði vildi hún að ég skildi mikilvægi hjúkrunar og samstarf þessara mikilvægu stétta heilbrigðiskerfisins. Hún hvatti mig til dáða við krefjandi nám á sama tíma og hún útskýrði fyrir mér að fræði okkar væru stöðugt að breytast og að ristillinn væri spegill sálarinnar. Að horfa á heilbrigði mannsins sem endalausa áskorun þar sem forvarnir skipta öllu. Að skilja og bera virðingu fyrir endalokum lífsins sem bíða okkar allra og mikilvægi hjúkrunar á þeim enda ævinnar er ekki síður göfugt verkefni. Þegar hjúkrunarfræðingur var orðið hennar starfsheiti fussaði hún og sveiaði og sló sér á lær en á hennar hurð og legsteini stendur: Rósa Guðmundsdóttir hjúkrunarkona. Því er það mikilvægt nú á þessum tímamótum þar sem saga Félags hjúkrunarfræðinga er rifjuð upp á Árbæjarsafni að horfa einnig fram á við. Á hugann leita margar spurningar sem ég finn að hún frænka mín spyr einnig: Hvers vegna er það svo að fimmti hver hjúkrunarfræðingur er farinn í önnur störf fimm árum eftir útskrift? Það hlýtur að vera eitthvað að fyrst svo stór hluti háskólamenntaðrar stéttar velur sér annan starfsvettvang eftir langt og dýrt nám. Getur verið að þetta unga fólk hafi valið nám í stað þess að velja starf ? Getur verið að við séum ekki að hlúa nógu vel að jafn mikilvægri stétt og hjúkrunarfræðingar eru? Góður hjúkrunarfræðingur þarf að vilja snerta fólk og hlusta á fólk þar sem það er. Hvers vegna hafa svo margar af mínum bestu samstarfskonum ákveðið að fara af gólfinu og vinna við verkefnastjórnun og gæðamál? Vinna dagvinnu við skrifborðið en hætta að sinna sjúklingum? Verðum við ekki að bregðast við þessum atvinnuflótta heillar stéttar? Því er þriðji hver flugþjónn með menntun hjúkrunarfræðings en í flugi er líka unnið um nætur og á rauðum dögum? Hvers vegna fáum við ekki fólk til vinnu á nýjum hjúkrunarheimilum, og hvers vegna þurfum við endalaust að loka rúmum á háskólasjúkrahúsinu því ekki næst að manna vaktirnar hjúkrunarfræðingum? Það eru samkeppnispróf í hjúkrunarfræði en samt skilar þetta fólk sér ekki til vinnu að námi loknu. Er í lagi að eiga yfir höfði sér dómsmál þegar þú ert að gera þitt allra besta í vinnu þar sem vantar alltaf á vaktina? Gæti verið að álagið sé of mikið og launin of lág? Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur nú komið því í gegn að fimmta árið í námi kennara sé launað, og þá hefur aðsókn í námið aukist til muna. En þurfum við fimm ára háskólanám til að kenna börnum okkar að lesa og skrifa? Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur nú gefið út heilbrigðisstefnu sem er gott og gilt þó mjög margt vanti í það plagg. En við skulum ekki gleyma því að það verður ekkert heilbrigðiskerfi á Íslandi án hjúkrunarfræðinga og lækna. Við verðum að gera betur og hlúa að jafn mikilvægri stétt og hjúkrunarfræðingar eru. Til hamingju með aldarafmælið, kæru hjúkrunarfræðingar, án ykkar getum við ekki eflt íslenskt heilbrigðiskerfi. Þorum að eiga þetta samtal og leysa þennan vanda saman. Höfundur er formaður læknaráðs Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar 100 ára afmæli er tímabært að líta um öxl og horfa fram á við. Þegar ég fæddist fyrir rúmri hálfri öld var móðir mín, sveitastúlka að norðan, í vanda því ekki var fæðingarorlof eins og nú tíðkast, en hún þurfti til vinnu. Þá var gott að eiga móðursystur að sem gat hjálpað til en hjúkrunarkonan Rósa Guðmundsdóttir sem var hætt störfum vildi gæta mín, þar duttum við báðar í lukkupottinn. Rósa var fædd á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal 1899 og flutti suður til Reykjavíkur og fékk vinnu á Landspítalanum. Hana langaði að læra hjúkrun en það var bara hægt erlendis svo hún fór að ráðum lækna spítalans og beið þar til Hjúkrunarskóli Íslands var stofnaður og útskrifaðist með fyrsta árgangi þaðan. Hún var einstæð og barnlaus en framsýn og fannst gaman að annast mig sem barn og við urðum mestu mátar. Hún keypti saumavél til að sauma dúkkuföt úr sínum gömlu kjólum, handa mér, hún kenndi mér að hjóla en ég efast um að hún hafi kunnað það sjálf. Við ferðuðumst með strætó og tókum skiptimiða til að skoða hverfi borgarinnar þar sem helstu byggingar voru skoðaðar og styttur bæjarins kynntar fyrir mér. Við fórum í messu í Hallgrímskirkju á sunnudögum og tókum leigubíl í Grasagarðinn. Þegar ég var á unglingsaldri var farið í hringferð um landið sem var ógleymanleg. Alltaf var hún stolt af sinni menntun og starfi sínu sem hjúkrunarkona. Hún lagði mikla áherslu á hollt mataræði og hreyfingu, útvarpsleikfimin og passíusálmalestur í Ríkisútvarpinu var ómissandi í hennar dagskrá. Þegar ég sjálf flutti suður til að nema læknisfræði vildi hún að ég skildi mikilvægi hjúkrunar og samstarf þessara mikilvægu stétta heilbrigðiskerfisins. Hún hvatti mig til dáða við krefjandi nám á sama tíma og hún útskýrði fyrir mér að fræði okkar væru stöðugt að breytast og að ristillinn væri spegill sálarinnar. Að horfa á heilbrigði mannsins sem endalausa áskorun þar sem forvarnir skipta öllu. Að skilja og bera virðingu fyrir endalokum lífsins sem bíða okkar allra og mikilvægi hjúkrunar á þeim enda ævinnar er ekki síður göfugt verkefni. Þegar hjúkrunarfræðingur var orðið hennar starfsheiti fussaði hún og sveiaði og sló sér á lær en á hennar hurð og legsteini stendur: Rósa Guðmundsdóttir hjúkrunarkona. Því er það mikilvægt nú á þessum tímamótum þar sem saga Félags hjúkrunarfræðinga er rifjuð upp á Árbæjarsafni að horfa einnig fram á við. Á hugann leita margar spurningar sem ég finn að hún frænka mín spyr einnig: Hvers vegna er það svo að fimmti hver hjúkrunarfræðingur er farinn í önnur störf fimm árum eftir útskrift? Það hlýtur að vera eitthvað að fyrst svo stór hluti háskólamenntaðrar stéttar velur sér annan starfsvettvang eftir langt og dýrt nám. Getur verið að þetta unga fólk hafi valið nám í stað þess að velja starf ? Getur verið að við séum ekki að hlúa nógu vel að jafn mikilvægri stétt og hjúkrunarfræðingar eru? Góður hjúkrunarfræðingur þarf að vilja snerta fólk og hlusta á fólk þar sem það er. Hvers vegna hafa svo margar af mínum bestu samstarfskonum ákveðið að fara af gólfinu og vinna við verkefnastjórnun og gæðamál? Vinna dagvinnu við skrifborðið en hætta að sinna sjúklingum? Verðum við ekki að bregðast við þessum atvinnuflótta heillar stéttar? Því er þriðji hver flugþjónn með menntun hjúkrunarfræðings en í flugi er líka unnið um nætur og á rauðum dögum? Hvers vegna fáum við ekki fólk til vinnu á nýjum hjúkrunarheimilum, og hvers vegna þurfum við endalaust að loka rúmum á háskólasjúkrahúsinu því ekki næst að manna vaktirnar hjúkrunarfræðingum? Það eru samkeppnispróf í hjúkrunarfræði en samt skilar þetta fólk sér ekki til vinnu að námi loknu. Er í lagi að eiga yfir höfði sér dómsmál þegar þú ert að gera þitt allra besta í vinnu þar sem vantar alltaf á vaktina? Gæti verið að álagið sé of mikið og launin of lág? Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur nú komið því í gegn að fimmta árið í námi kennara sé launað, og þá hefur aðsókn í námið aukist til muna. En þurfum við fimm ára háskólanám til að kenna börnum okkar að lesa og skrifa? Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur nú gefið út heilbrigðisstefnu sem er gott og gilt þó mjög margt vanti í það plagg. En við skulum ekki gleyma því að það verður ekkert heilbrigðiskerfi á Íslandi án hjúkrunarfræðinga og lækna. Við verðum að gera betur og hlúa að jafn mikilvægri stétt og hjúkrunarfræðingar eru. Til hamingju með aldarafmælið, kæru hjúkrunarfræðingar, án ykkar getum við ekki eflt íslenskt heilbrigðiskerfi. Þorum að eiga þetta samtal og leysa þennan vanda saman. Höfundur er formaður læknaráðs Landspítala.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun