Kaupfélag Skagfirðinga keypti lambahryggi af Fjallalambi til að bregðast við skorti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júlí 2019 19:00 Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á tveimur tonnum af lambahryggjum frá Fjallalambi urðu til þess að landbúnaðarráðherra vill láta endurmeta hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum tímabundið. Samtök verslunar og þjónustu hyggjast kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins. Í síðustu viku lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta á lambahryggjum - til að bregðast við skorti á hryggjum. Málsmeðferð nefndarinnar var lokið síðasta föstudag og stóð til að ráðherra myndi opna á innflutning. Samkvæmt búvörulögum þarf að liggja fyrir skortur hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning. Samkvæmt heimildum fréttastofu var skortur hjá tveimur framleiðendum, Norðlenska og Kaupfélagi Skagfirðinga.Í dag sendi ráðuneytið frá sér tilkynningu um að landbúnaðarráðherra, hefði óskað eftir því að ráðgjafanefndin endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá framleiðendum. Upplýsingarnar kunni að hafa áhrif á það hvort lagaheimild sé enn til staðar fyrir afnáminu. Þessar nýju upplýsingar eru þær að ekki er lengur skortur á lambahryggjum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, félagið hafi keypt tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi. „Um miðjan júli er staðan þannig að við eigum nóg af öllu nema þessum hefðbundnu hryggjavörum, nema þessum átta rifja hrygg eða þessum hefðbundna lambahrygg, þar sem við erum búin að skera hann í þessar steikur,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga. Það hafi verið gert í undirbúningi fyrir sumarvertíðina. „Í millitíðinni kaupum við hryggi frá öðrum sláturleyfishafa. Þannig að þegar við erum næst spurðir þá gefum við það náttúrulega upp að við eigum þessa hryggi sem við vorum búnir að kaupa frá öðrum,“ segir Ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu sendi Kaupfélag Skagfirðinga upplýsingarnar þó inn að eigin frumkvæði. Hvorki ráðgjafanefndin né ráðuneytið hafi óskað eftir upplýsingum enda málsmeðferð nefndarinnar lokið. „Það bendir margt til þess að afurðastöðvarnar hafi farið að leika einhvern leik og farið að eiga viðskipti hvor við aðra til þess að geta sýnt fram á það að það væri ekki skortur,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Það standist engan veginn. Síðan í mars hafi samtökin ítrekað fengið upplýsingar um skort á lambahryggjum. Það skjóti skökku við að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu séu búin að hafna viðskiptum við stærstu matvöruverslanir í landinu á grundvelli þess að ekki séu til nægar birgðir af vörunni. Allt í einu sé staðan önnur. „Núna allt í einu þegar það blasir við sá raunveruleiki að það eigi að fara flytja vöruna inn þá allt í einu eru til nægar birgðir. Það hlýtur að gefa Samkeppnisyfirvöldum tilefni til að skoða málið til hlítar,“ segir Andrés. Samtökin ætli að kvarta til Samkeppniseftirlitsins á næstu dögum. Ágúst segir að ummæli um að afurðastöðvarnar brjóti Samkeppnislög sorgleg. „Þetta á náttúrulega bara ekki við nokkur rök að styðjast og eru náttúrulega bara alvarlegar ásakanir“ Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skagafjörður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á tveimur tonnum af lambahryggjum frá Fjallalambi urðu til þess að landbúnaðarráðherra vill láta endurmeta hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum tímabundið. Samtök verslunar og þjónustu hyggjast kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins. Í síðustu viku lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta á lambahryggjum - til að bregðast við skorti á hryggjum. Málsmeðferð nefndarinnar var lokið síðasta föstudag og stóð til að ráðherra myndi opna á innflutning. Samkvæmt búvörulögum þarf að liggja fyrir skortur hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning. Samkvæmt heimildum fréttastofu var skortur hjá tveimur framleiðendum, Norðlenska og Kaupfélagi Skagfirðinga.Í dag sendi ráðuneytið frá sér tilkynningu um að landbúnaðarráðherra, hefði óskað eftir því að ráðgjafanefndin endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá framleiðendum. Upplýsingarnar kunni að hafa áhrif á það hvort lagaheimild sé enn til staðar fyrir afnáminu. Þessar nýju upplýsingar eru þær að ekki er lengur skortur á lambahryggjum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, félagið hafi keypt tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi. „Um miðjan júli er staðan þannig að við eigum nóg af öllu nema þessum hefðbundnu hryggjavörum, nema þessum átta rifja hrygg eða þessum hefðbundna lambahrygg, þar sem við erum búin að skera hann í þessar steikur,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga. Það hafi verið gert í undirbúningi fyrir sumarvertíðina. „Í millitíðinni kaupum við hryggi frá öðrum sláturleyfishafa. Þannig að þegar við erum næst spurðir þá gefum við það náttúrulega upp að við eigum þessa hryggi sem við vorum búnir að kaupa frá öðrum,“ segir Ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu sendi Kaupfélag Skagfirðinga upplýsingarnar þó inn að eigin frumkvæði. Hvorki ráðgjafanefndin né ráðuneytið hafi óskað eftir upplýsingum enda málsmeðferð nefndarinnar lokið. „Það bendir margt til þess að afurðastöðvarnar hafi farið að leika einhvern leik og farið að eiga viðskipti hvor við aðra til þess að geta sýnt fram á það að það væri ekki skortur,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Það standist engan veginn. Síðan í mars hafi samtökin ítrekað fengið upplýsingar um skort á lambahryggjum. Það skjóti skökku við að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu séu búin að hafna viðskiptum við stærstu matvöruverslanir í landinu á grundvelli þess að ekki séu til nægar birgðir af vörunni. Allt í einu sé staðan önnur. „Núna allt í einu þegar það blasir við sá raunveruleiki að það eigi að fara flytja vöruna inn þá allt í einu eru til nægar birgðir. Það hlýtur að gefa Samkeppnisyfirvöldum tilefni til að skoða málið til hlítar,“ segir Andrés. Samtökin ætli að kvarta til Samkeppniseftirlitsins á næstu dögum. Ágúst segir að ummæli um að afurðastöðvarnar brjóti Samkeppnislög sorgleg. „Þetta á náttúrulega bara ekki við nokkur rök að styðjast og eru náttúrulega bara alvarlegar ásakanir“
Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skagafjörður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira