Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 10:42 Frá Nuuk á Grænlandi. Vísir/Getty Fréttum af áhuga Donalds Trump Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hefur verið tekið með vantrú og háði í Danmörku. Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, telur að aprílgabb á röngum árstíma hljóti að vera á ferðinni. Wall Street Journal sagði frá því í gær að Trump hefði ítrekað spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á að kaupa Grænland. Auðlindir eyjunnar og hernaðarlegt mikilvægi virðist hafa verið það sem kveikti áhuga forsetans. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að sumir ráðgjafanna hafi aðeins hlegið að hugmyndinni en aðrir hafi tekið hana mun alvarlegar. Grænland er sjálfstjórnarsvæði innan Danmerkur með eigin landstjórn. Danir fara þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir Grænlendinga. „Við erum opin fyrir viðskiptum en við erum ekki til sölu,“ segir Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra Grænlands. Sumir danskir stjórnmálamenn virtust taka fréttunum undran. „Þetta hlýtur að vera aprílgabb. Algerlega á röngum árstíma,“ tísti Rasmussen um fréttirnar af áhuga Trump.It must be an April Fool's Day joke ... but totally out of sesson! https://t.co/ev5DDVZc5f— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) August 15, 2019 „Ef hann er í raun og veru að íhuga þetta þá er það lokasönnun þess að hann hafi gengið af göflunum. Sú hugmynd af Danmörk seldi 50.000 borgara til Bandaríkjanna er algerlega fáránleg,“ segir Søren Espersen, talsmaður Þjóðarflokksins í utanríkismálum. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, eru sögð ætla að tjá sig um fréttirnar síðar í dag. „Ég er viss um að meirihlutinn á Grænlandi telur að það sé betra að vera í sambandi við Danmörku en Bandaríkin til lengri tíma litið,“ segir Aaja Chemnitz Larsen, þingmaður grænlenska flokksins Inuit Ataqatigiit á danska þjóðþinginu. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Fréttum af áhuga Donalds Trump Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hefur verið tekið með vantrú og háði í Danmörku. Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, telur að aprílgabb á röngum árstíma hljóti að vera á ferðinni. Wall Street Journal sagði frá því í gær að Trump hefði ítrekað spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á að kaupa Grænland. Auðlindir eyjunnar og hernaðarlegt mikilvægi virðist hafa verið það sem kveikti áhuga forsetans. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að sumir ráðgjafanna hafi aðeins hlegið að hugmyndinni en aðrir hafi tekið hana mun alvarlegar. Grænland er sjálfstjórnarsvæði innan Danmerkur með eigin landstjórn. Danir fara þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir Grænlendinga. „Við erum opin fyrir viðskiptum en við erum ekki til sölu,“ segir Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra Grænlands. Sumir danskir stjórnmálamenn virtust taka fréttunum undran. „Þetta hlýtur að vera aprílgabb. Algerlega á röngum árstíma,“ tísti Rasmussen um fréttirnar af áhuga Trump.It must be an April Fool's Day joke ... but totally out of sesson! https://t.co/ev5DDVZc5f— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) August 15, 2019 „Ef hann er í raun og veru að íhuga þetta þá er það lokasönnun þess að hann hafi gengið af göflunum. Sú hugmynd af Danmörk seldi 50.000 borgara til Bandaríkjanna er algerlega fáránleg,“ segir Søren Espersen, talsmaður Þjóðarflokksins í utanríkismálum. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, eru sögð ætla að tjá sig um fréttirnar síðar í dag. „Ég er viss um að meirihlutinn á Grænlandi telur að það sé betra að vera í sambandi við Danmörku en Bandaríkin til lengri tíma litið,“ segir Aaja Chemnitz Larsen, þingmaður grænlenska flokksins Inuit Ataqatigiit á danska þjóðþinginu.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31
Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00