Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 29. ágúst 2019 20:24 Airbus-breiðþota Air Greenland á flugvellinum í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður. Bombardier-vél Flugfélags Íslands sést fyrir framan. Þetta er eini flugvöllur Grænlands í dag sem tekur við þotum í áætlunarflugi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, þetta sé bara byrjunin en Grænlendingar áforma jafnframt gerð átta annarra flugvalla. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þar sem Grænland er án vegakerfis og óraunhæft að byggja það upp telja grænlensk stjórnvöld flugvallagerðina vera mikilvægustu innviðauppbyggingu landsins.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Staða innviðanna núna er ekki allt of góð. Með þessu erum við að hugsa um framtíðina,“ segir Kim Kielsen um flugvallaverkefnið í viðtali við Stöð 2. Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er sá eini á Grænlandi fyrir stórar farþegaþotur en hann hefur þann stóra ókost að vera fjarri þéttbýlisstöðum. Með samningum við dönsk stjórnvöld í fyrrahaust tryggði Kim fjármögnun nýrra millilandaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, sem Grænlendingar telja lykilinn að aukinni ferðaþjónustu og fiskútflutningi með flugi.Flugvöllurinn í Nuuk eftir stækkun, samkvæmt teikningu. Flugbrautin fer úr 950 metrum upp í 2.200 metra.Grafík/Kalaalit Airports.„Við viljum gjarnan að fleiri ferðamenn komi til okkar. Við viljum fá fleiri tækifæri til að selja fisk til umheimsins með hraðari hætti. Og við viljum gjarnan að það verði auðveldara fyrir okkur að komast á milli hinna ýmsu búsvæða á Grænlandi,“ segir Kim. Gerð 2.200 metra flugbrauta í Nuuk og Ilulissat verða í fyrsta áfanga og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í haust og fljótlega hefst jafnframt gerð nýs innanlandsvallar í Qaqortoq.Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Ef grannt er skoðað sést að Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.„Þetta verða ekki síðustu flugvellir sem verða byggðir á Grænlandi. Við erum einnig að skoða byggingu nokkurra smærri flugvalla.“ Grænlendingar stefna þannig að gerð átta annarra innanlandsvalla, eða alls ellefu flugvalla, vítt og breytt um landið. Auk vallanna þriggja er verið að skoða flugvallagerð í Tasiilaq og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, í Nanortalik og Narsaq á Suður-Grænlandi, og loks gerð fjögurra valla á svæðinu í kringum Diskó-flóa á vesturströndinni; í Kangaatsiaq, Qasigiannguit, Qeqertarsuaq og Uummannaq.Í fyrsta áfanga verður gerð flugvalla í Ilulissat, Nuuk og Qaqortoq, sem merktir eru með bláum lit. Jafnframt er verið að skoða gerð átta annarra flugvalla á stöðum sem merktir eru með rauðum lit.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Kim Kielsen er bjartsýnn á framtíð Grænlands. „Hún er björt og það hefur hún alltaf verið,“ segir leiðtogi Grænlendinga. Hér má sjá viðtalið: Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, þetta sé bara byrjunin en Grænlendingar áforma jafnframt gerð átta annarra flugvalla. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þar sem Grænland er án vegakerfis og óraunhæft að byggja það upp telja grænlensk stjórnvöld flugvallagerðina vera mikilvægustu innviðauppbyggingu landsins.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Staða innviðanna núna er ekki allt of góð. Með þessu erum við að hugsa um framtíðina,“ segir Kim Kielsen um flugvallaverkefnið í viðtali við Stöð 2. Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er sá eini á Grænlandi fyrir stórar farþegaþotur en hann hefur þann stóra ókost að vera fjarri þéttbýlisstöðum. Með samningum við dönsk stjórnvöld í fyrrahaust tryggði Kim fjármögnun nýrra millilandaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, sem Grænlendingar telja lykilinn að aukinni ferðaþjónustu og fiskútflutningi með flugi.Flugvöllurinn í Nuuk eftir stækkun, samkvæmt teikningu. Flugbrautin fer úr 950 metrum upp í 2.200 metra.Grafík/Kalaalit Airports.„Við viljum gjarnan að fleiri ferðamenn komi til okkar. Við viljum fá fleiri tækifæri til að selja fisk til umheimsins með hraðari hætti. Og við viljum gjarnan að það verði auðveldara fyrir okkur að komast á milli hinna ýmsu búsvæða á Grænlandi,“ segir Kim. Gerð 2.200 metra flugbrauta í Nuuk og Ilulissat verða í fyrsta áfanga og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í haust og fljótlega hefst jafnframt gerð nýs innanlandsvallar í Qaqortoq.Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Ef grannt er skoðað sést að Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.„Þetta verða ekki síðustu flugvellir sem verða byggðir á Grænlandi. Við erum einnig að skoða byggingu nokkurra smærri flugvalla.“ Grænlendingar stefna þannig að gerð átta annarra innanlandsvalla, eða alls ellefu flugvalla, vítt og breytt um landið. Auk vallanna þriggja er verið að skoða flugvallagerð í Tasiilaq og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, í Nanortalik og Narsaq á Suður-Grænlandi, og loks gerð fjögurra valla á svæðinu í kringum Diskó-flóa á vesturströndinni; í Kangaatsiaq, Qasigiannguit, Qeqertarsuaq og Uummannaq.Í fyrsta áfanga verður gerð flugvalla í Ilulissat, Nuuk og Qaqortoq, sem merktir eru með bláum lit. Jafnframt er verið að skoða gerð átta annarra flugvalla á stöðum sem merktir eru með rauðum lit.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Kim Kielsen er bjartsýnn á framtíð Grænlands. „Hún er björt og það hefur hún alltaf verið,“ segir leiðtogi Grænlendinga. Hér má sjá viðtalið:
Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45