Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 19:15 Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. Soðið grænmeti endi jafnan í ruslinu. Skólastjóri segir skólana tilbúna til að stuðla að bættum neysluvenjum en telur að bæta þurfi aðstöðu í eldhúsum samhliða því. Til skoðunar er að draga úr kjötframboði í mötuneytum borgarinnar. Samtök grænkera skoruðu nýverið á ríki og sveitarfélög um að draga úr eða hætta alveg framboði á dýraafurðum í skólamötuneytum. Þetta fellur vel að matarstefnu Reykjavíkurborgar þar sem eitt helsta markmiðið er að auka vægi grænmetisfæðis. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, segir að færri eða engir kjötdagar í mötuneytum sameini matar- og loftlagsstefnur og minnki kolefnisfótspor borgarinnar. Mátráður í grunnskóla til fjórtán ára telur þetta erfitt í framkvæmd. Börnin borði ágætlega ferskt grænmeti úr salatbar en réttirnir renna ekki eins ljúflega niður. „Ef þau fá soðið grænmeti, þá tína þau það úr og henda því. Þannig að fyrir okkur, með allan þennan fjölda, að ætla að fara kenna þeim að borða soðið grænmeti. Að það er nú meira en að segja það," segir Sigurður Karl Karlsson, matráður í Laugarnesskóla. Sé markmiðið að minnka kolefnisfótspotið þyrfti einnig að huga að innkaupum þar sem grænmetisréttirnir séu að mestu innfluttir.Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í LaugarnesskólaBæta aðstöðu ef matarsóun á ekki að aukast Í Laugarlækjaskóla, líkt og í flestum öðrum grunnskólum, er boðið upp á kjötrétti tvisvar til þrisvar í viku og fiskrétti tvisvar. Um mikla breytingu væri því að ræða.Er þetta gerlegt; að metta öll þessi börn með grænmeti? „Eins og staðan er í dag, nei, ekki í skólanum hjá okkur. Eldhúsið okkar er mjög lítið. Við erum með frábæran kokk sem gæti í raun eldað allt frá grunni, en það er ekki aðstaða til þess," segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla. Sigurður tekur undir það. „Aðstaðan í eldhúsinu býður ekki upp á það, nema þú kaupir það tilbúið og það er töluverður kostnaður í því," segir hann. Til meiri matarsóunar gæti komið verði skólaeldhúsin ekki bætt samhliða þessu. „Við getum ekki bara sagt að við ætlum að taka allt kjöt út heldur þurfum við að hugsa hvernig við lokkum þau til að borða. Ekki þannig að það endi bara í ruslinu hjá okkur," segir Sigríður. Matur Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Vegan Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann Sjá meira
Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. Soðið grænmeti endi jafnan í ruslinu. Skólastjóri segir skólana tilbúna til að stuðla að bættum neysluvenjum en telur að bæta þurfi aðstöðu í eldhúsum samhliða því. Til skoðunar er að draga úr kjötframboði í mötuneytum borgarinnar. Samtök grænkera skoruðu nýverið á ríki og sveitarfélög um að draga úr eða hætta alveg framboði á dýraafurðum í skólamötuneytum. Þetta fellur vel að matarstefnu Reykjavíkurborgar þar sem eitt helsta markmiðið er að auka vægi grænmetisfæðis. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, segir að færri eða engir kjötdagar í mötuneytum sameini matar- og loftlagsstefnur og minnki kolefnisfótspor borgarinnar. Mátráður í grunnskóla til fjórtán ára telur þetta erfitt í framkvæmd. Börnin borði ágætlega ferskt grænmeti úr salatbar en réttirnir renna ekki eins ljúflega niður. „Ef þau fá soðið grænmeti, þá tína þau það úr og henda því. Þannig að fyrir okkur, með allan þennan fjölda, að ætla að fara kenna þeim að borða soðið grænmeti. Að það er nú meira en að segja það," segir Sigurður Karl Karlsson, matráður í Laugarnesskóla. Sé markmiðið að minnka kolefnisfótspotið þyrfti einnig að huga að innkaupum þar sem grænmetisréttirnir séu að mestu innfluttir.Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í LaugarnesskólaBæta aðstöðu ef matarsóun á ekki að aukast Í Laugarlækjaskóla, líkt og í flestum öðrum grunnskólum, er boðið upp á kjötrétti tvisvar til þrisvar í viku og fiskrétti tvisvar. Um mikla breytingu væri því að ræða.Er þetta gerlegt; að metta öll þessi börn með grænmeti? „Eins og staðan er í dag, nei, ekki í skólanum hjá okkur. Eldhúsið okkar er mjög lítið. Við erum með frábæran kokk sem gæti í raun eldað allt frá grunni, en það er ekki aðstaða til þess," segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla. Sigurður tekur undir það. „Aðstaðan í eldhúsinu býður ekki upp á það, nema þú kaupir það tilbúið og það er töluverður kostnaður í því," segir hann. Til meiri matarsóunar gæti komið verði skólaeldhúsin ekki bætt samhliða þessu. „Við getum ekki bara sagt að við ætlum að taka allt kjöt út heldur þurfum við að hugsa hvernig við lokkum þau til að borða. Ekki þannig að það endi bara í ruslinu hjá okkur," segir Sigríður.
Matur Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Vegan Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann Sjá meira