Foreldrar fatlaðs drengs segja honum hafa verið vísað úr sérnámi FÁ Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. ágúst 2019 17:56 Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. FBL/Stefán Sextán ára dreng sem glímir við fötlun var í dag vikið úr sérnámsbraut Fjölbrautaskólans í Ármúla, að sögn foreldra hans, eftir að hafa slegið kennara. Drengurinn hóf nám við skólann í gær. Foreldrar drengsins skilja ekki hvernig hægt sé að gefast upp á honum á öðrum degi. Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. Vilmundur Hansen, faðir drengsins, vakti athygli á málinu á Facebook í dag. Sonur hans, sem býr á sambýli fyrir börn, fékk inngöngu í Ármúla en aðstandendur drengsins töldu sérnámsbraut skólans besta kostinn að loknu náminu í Klettaskóla. Færsla hans er í mikilli dreifingu og skilur fólk ekki upp né niður. „Hann er skólalaus,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir, móðir drengsins. Drengurinn býr á sambýli fyrir börn og móðir hans segir alla vita að það séu engir englar sem fara þangað. „Ég dreg ekkert úr því að hann á slæmar hliðar sem eru að slá og svona,“ segir Anna Guðrún. Það sé það sem gerst hafi. En möguleikinn á því að slíkt gæti gerst ætti að hafa verið öllum ljós. Mistökin hafi verið að hafa ekki betra aðlögunarferli að skólagöngunni.Hefði átt að vera þrjóskari „Ég hefði átt að vera þrjóskari í því,“ segir Anna Guðrún. Hún hafi lagt það til á fundinum í dag að hefja skólagönguna að nýju með aðlögun. „Við buðumst til þess, að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Einhver sem þekkti hann kæmi með honum og væri eins og lengi og þyrfti. Þeirra svar var að þessi skóli hentaði honum ekki.“ Ástæðan fyrir því að drengurinn fór í skólann var sú, að sögn Önnu Guðrúnar, að þarna ætti að vera besta sérdeildin. Starfsfólkið hefði mikla starfsreynslu og þar væru miklir reynsluboltar.Ættu að finna lausn Meðal samnemenda drengsins eru börn sem voru með honum í Klettaskóla. Börn sem þekki vel til hans. „Þau geta alveg verið hrædd við hann en þau þekkja hann alveg og taka honum eins og hann er,“ segir móðirin. „Hann hefur verið inni með bekknum en stundum þurft að sitja afsíðis. Það er það sem þau ættu að gera í Ármúlanum. Finna lausn á þessu.“ Hún minnir á rétt drengsins til skólagöngu í framhaldsskóla. Forsvarsmenn Fjölbrautar í Ármúla hafi lagt til að prófa Tækniskólann og hvort það hentaði betur.Skólameistarinn segir engum hafa verið vikið úr skóla „Við sem þekkjum hann teljum það ekki henta betur. Annars hefðum við sótt um þann skóla. Þetta er mjög leiðinlegt mál.“ Þau séu bara svo hissa. „Það eru allir svo hissa sem hafa unnið með honum. Að gefast upp á honum eftir tvo daga.“ Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla, segist í samtali við Vísi ekki mega tjá sig um einstaka mál. Hann áréttaði þó að engum nemanda hafi verið vikið úr skólanum það sem af er skólaári. Anna Guðrún segir það alveg hreinar línur að hennar mati að búið er að vísa syni hennar úr skólanum. „Hann var ekki velkominn í dag og ekki heldur á morgun. Það er búið að vísa honum úr skóla. Þau vildu ekki láta reyna meira á þetta,“ segir Anna. Hún segist hafa átt fund með skólayfirvöldum FÁ í dag þar sem ákveðið var að rita menntamálaráðuneytinu bréf með það að markmiði að finna syni hennar nýjan skóla sem hentar honum betur. Félagsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Sextán ára dreng sem glímir við fötlun var í dag vikið úr sérnámsbraut Fjölbrautaskólans í Ármúla, að sögn foreldra hans, eftir að hafa slegið kennara. Drengurinn hóf nám við skólann í gær. Foreldrar drengsins skilja ekki hvernig hægt sé að gefast upp á honum á öðrum degi. Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. Vilmundur Hansen, faðir drengsins, vakti athygli á málinu á Facebook í dag. Sonur hans, sem býr á sambýli fyrir börn, fékk inngöngu í Ármúla en aðstandendur drengsins töldu sérnámsbraut skólans besta kostinn að loknu náminu í Klettaskóla. Færsla hans er í mikilli dreifingu og skilur fólk ekki upp né niður. „Hann er skólalaus,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir, móðir drengsins. Drengurinn býr á sambýli fyrir börn og móðir hans segir alla vita að það séu engir englar sem fara þangað. „Ég dreg ekkert úr því að hann á slæmar hliðar sem eru að slá og svona,“ segir Anna Guðrún. Það sé það sem gerst hafi. En möguleikinn á því að slíkt gæti gerst ætti að hafa verið öllum ljós. Mistökin hafi verið að hafa ekki betra aðlögunarferli að skólagöngunni.Hefði átt að vera þrjóskari „Ég hefði átt að vera þrjóskari í því,“ segir Anna Guðrún. Hún hafi lagt það til á fundinum í dag að hefja skólagönguna að nýju með aðlögun. „Við buðumst til þess, að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Einhver sem þekkti hann kæmi með honum og væri eins og lengi og þyrfti. Þeirra svar var að þessi skóli hentaði honum ekki.“ Ástæðan fyrir því að drengurinn fór í skólann var sú, að sögn Önnu Guðrúnar, að þarna ætti að vera besta sérdeildin. Starfsfólkið hefði mikla starfsreynslu og þar væru miklir reynsluboltar.Ættu að finna lausn Meðal samnemenda drengsins eru börn sem voru með honum í Klettaskóla. Börn sem þekki vel til hans. „Þau geta alveg verið hrædd við hann en þau þekkja hann alveg og taka honum eins og hann er,“ segir móðirin. „Hann hefur verið inni með bekknum en stundum þurft að sitja afsíðis. Það er það sem þau ættu að gera í Ármúlanum. Finna lausn á þessu.“ Hún minnir á rétt drengsins til skólagöngu í framhaldsskóla. Forsvarsmenn Fjölbrautar í Ármúla hafi lagt til að prófa Tækniskólann og hvort það hentaði betur.Skólameistarinn segir engum hafa verið vikið úr skóla „Við sem þekkjum hann teljum það ekki henta betur. Annars hefðum við sótt um þann skóla. Þetta er mjög leiðinlegt mál.“ Þau séu bara svo hissa. „Það eru allir svo hissa sem hafa unnið með honum. Að gefast upp á honum eftir tvo daga.“ Magnús Ingvason, skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla, segist í samtali við Vísi ekki mega tjá sig um einstaka mál. Hann áréttaði þó að engum nemanda hafi verið vikið úr skólanum það sem af er skólaári. Anna Guðrún segir það alveg hreinar línur að hennar mati að búið er að vísa syni hennar úr skólanum. „Hann var ekki velkominn í dag og ekki heldur á morgun. Það er búið að vísa honum úr skóla. Þau vildu ekki láta reyna meira á þetta,“ segir Anna. Hún segist hafa átt fund með skólayfirvöldum FÁ í dag þar sem ákveðið var að rita menntamálaráðuneytinu bréf með það að markmiði að finna syni hennar nýjan skóla sem hentar honum betur.
Félagsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira