Fornleifauppgröftur fer vel af stað á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2019 19:45 Forleifafræðingarnir munu vinna í fimm daga í þessari skorpu við fornleifauppgröftinn á Eyrarbakka. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fornleifauppgröftur er nú hafinn á Eyrarbakka þar sem stendur til að endurbyggja svokallaða Vesturbúð en þar var verslunarhúsnæði danskra kaupmanna. Húsin voruð byggð á árunum 1750 til 1892 og stóðu á opnu svæði við samkomuhúsið Stað. Húsin voru rifin 1959 af þáverandi eigenda þeirra, Kaupfélagi Árnesinga. Þrír fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands vinna nú að uppgreftinum á Eyrarbakka þar sem Vesturbúðin stóð. Það er áhugamannafélag um uppbyggingu búðarinnar sem stendur að verkefninu en um var að ræða húsaþyrpingu nokkurra húsa. „Við höfum hug á því að fá fjármagn í það að byggja upp húsin í sinni upprennilegustu mynd hér á þessum stað það sem þau sannarlega stóðu og koma í þau starfsemi, sem gæti þá lýst þessari sögu og tengingu Íslands við Eyrarbakka við útlönd í gegnum aldirnar“, segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson áhugamaður um verkefnið. Ragnheiður Gló og Sigurjón Vídalín, ásamt Elfu Dögg Þórðardóttir, áhugamanneskju um verkefnið og tveimur fornleifafræðingum, sem vinna verkið með Ragnheiði.Magnús HlynurFornleifafræðingarnir eru mjög spenntir fyrir uppgreftinum á Eyrarbakka. En hafa þeir fundið eitthvað? „Já, já, við erum búin að finna eitthvað. Við erum búin að vinna vegg, sem við vissum nánast hvar var. Þá eru komnar í ljós viðgerðir og mögulega eldri veggur líka, þannig að við erum að finna hluti af óskrifaðri sögu þessara húsa“, segir Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur og verkefnisstjóri uppgraftarins. Húsin voru um þrjú þúsund fermetrar að stærð enda mikil mannvirki síns tíma. Ragnheiður Gló segir að mikilvægi Eyrarbakka sem verslunarþorps hafi verið mjög mikil á sínum tíma, miklu meiri en margir átti sig á í dag. „Já, hér er verslunarsaga Íslands, allar leiðir lágu til Eyrarbakka, á Suðurlandi allavega. Ég er mjög bjartsýn á verkefnið enda er það mjög þarft finnst mér persónulega. Við munum reyna að finna fjármagn í þetta eftir fremsta megni, það vona ég allavega“. Árborg Fornminjar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Fornleifauppgröftur er nú hafinn á Eyrarbakka þar sem stendur til að endurbyggja svokallaða Vesturbúð en þar var verslunarhúsnæði danskra kaupmanna. Húsin voruð byggð á árunum 1750 til 1892 og stóðu á opnu svæði við samkomuhúsið Stað. Húsin voru rifin 1959 af þáverandi eigenda þeirra, Kaupfélagi Árnesinga. Þrír fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands vinna nú að uppgreftinum á Eyrarbakka þar sem Vesturbúðin stóð. Það er áhugamannafélag um uppbyggingu búðarinnar sem stendur að verkefninu en um var að ræða húsaþyrpingu nokkurra húsa. „Við höfum hug á því að fá fjármagn í það að byggja upp húsin í sinni upprennilegustu mynd hér á þessum stað það sem þau sannarlega stóðu og koma í þau starfsemi, sem gæti þá lýst þessari sögu og tengingu Íslands við Eyrarbakka við útlönd í gegnum aldirnar“, segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson áhugamaður um verkefnið. Ragnheiður Gló og Sigurjón Vídalín, ásamt Elfu Dögg Þórðardóttir, áhugamanneskju um verkefnið og tveimur fornleifafræðingum, sem vinna verkið með Ragnheiði.Magnús HlynurFornleifafræðingarnir eru mjög spenntir fyrir uppgreftinum á Eyrarbakka. En hafa þeir fundið eitthvað? „Já, já, við erum búin að finna eitthvað. Við erum búin að vinna vegg, sem við vissum nánast hvar var. Þá eru komnar í ljós viðgerðir og mögulega eldri veggur líka, þannig að við erum að finna hluti af óskrifaðri sögu þessara húsa“, segir Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur og verkefnisstjóri uppgraftarins. Húsin voru um þrjú þúsund fermetrar að stærð enda mikil mannvirki síns tíma. Ragnheiður Gló segir að mikilvægi Eyrarbakka sem verslunarþorps hafi verið mjög mikil á sínum tíma, miklu meiri en margir átti sig á í dag. „Já, hér er verslunarsaga Íslands, allar leiðir lágu til Eyrarbakka, á Suðurlandi allavega. Ég er mjög bjartsýn á verkefnið enda er það mjög þarft finnst mér persónulega. Við munum reyna að finna fjármagn í þetta eftir fremsta megni, það vona ég allavega“.
Árborg Fornminjar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira