Sólveig Anna fordæmir það sem hún segir svívirðilegan launamun Jakob Bjarnar skrifar 21. ágúst 2019 16:27 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að nú opinberist svívirðilegur launamunur í samfélaginu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir upplýsingar um tekjur ýmissa einstaklinga, sem meðal annars birtust í Tekjublað frjálsrar verslunar opinbera óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu.Vísir fjallaði sérstaklega um kjör sveitarstjórnarmanna fyrr í dag en auðvitað er af nógu að taka. Víst er að þeir deila ekki kjörum með umbjóðendum sínum. „Nei, það er auðvitað vægt til orða tekið að þeir deili ekki kjörum með fólkinu „á gólfinu“. Og þá erum við ekki aðeins að tala um launakjör heldur líka allar starfsaðstæður, þar sem kjörnu fulltrúarnir hafa aðgang að bestu mögulega vinnuaðstæðum og gögnum meðan til að mynda leikskólastarfsfólkið svo að ég taki dæmi þaðan af því að ég þekki umhverfið vel þarf að sætta sig við að hafa alls ekki aðgang að öllu sem til þarf einfaldlega vegna þess að ekki nægilega mikið fé er sett í að reka leikskólana.“Forgangsröðunin til háborinnar skammar Sólveig Anna segir forgangsröðunina sem í þessu birtir til háborinnar skammar. „Við hljótum öll að furða okkur mikið og innilega á henni. Þegar kemur svo að því að hver sjálf launin eru, upphæðin sem þú færð fyrir að vinna vinnuna er auðvitað margt sem spilar inn í þann svívirðilega launamun sem tíðkast.“ Hún bætir því við að auðvitað sé þetta bara dæmigerð stéttskipting sem við sjáum alls staðar í kringum okkur.Og svo mýtan um að alla ábyrgðina sem stjórnendur bera sem sé svo mikil að fólk verði að fá endalaust að peningum fyrir. Það hljóta allir að vera löngu búnir að sjá í gegnum þetta: Ef að ábyrgð er það sem ákvarðar það sem þú átt að fá ættu þá ekki manneskjurnar sem gæta barna samfélagsins að fá mest? Þar sem þær gegna væntanlega einu mikilvægasta starfi sem hægt er að hugsa sér?“ Kerfisbundin fyrirlitning á kvennastörfum Sólveig Anna segist jafnframt vilja nefna, fyrst þetta er til umfjöllunar, mannfyrirlitningu sem í þessu birtist. „Kerfisbundin fyrirlitning á svokölluðum kvennastörfum gegnsýra allt þegar kemur að því hvað er í lagi að borga þeim sem vinna við umönnum. Og þá er áhugavert að velta því fyrir sér að þau sem fara fremst í flokki þegar rætt er um kvenréttindi og kvennabaráttu á pólitíska sviðinu hef ég ekki séð beita sér með neinum hætti fyrir því að kerfisbundið verði farið í að laga hina kerfisbundnu fyrirlitningu á þeirri vinnu sem unnin er að starfsfólki sveitarfélaganna og Reykjavíkurborgar á þeim stöðum þar sem barna er gætt og aldrað fólk hlýtur umönnun.“Sólveig Anna skrifaði pistil um þennan anga málsins á Facebooksíðu sína sem vakið hefur mikla athygli.En, hvað er til ráða? Hvernig má bregðast við þessari misskiptingu? „Í fyrsta lagi er það til að ráða að við sem höfum unnið þessi störf og höfum verið starfsmenn tölum hátt og skýrt um hversu fáránlegt þetta er og hversu mikið okkur misbýður þetta. Við eigum ekki að láta bjóða okkur það að hér sé til dæmis alltaf verið að mæra það að öll börn komist á leikskóla án þess að það sé talað um á hverra kostnað, til dæmis: Það er á kostnað meðal annarra láglaunakvenna.“ Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir upplýsingar um tekjur ýmissa einstaklinga, sem meðal annars birtust í Tekjublað frjálsrar verslunar opinbera óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu.Vísir fjallaði sérstaklega um kjör sveitarstjórnarmanna fyrr í dag en auðvitað er af nógu að taka. Víst er að þeir deila ekki kjörum með umbjóðendum sínum. „Nei, það er auðvitað vægt til orða tekið að þeir deili ekki kjörum með fólkinu „á gólfinu“. Og þá erum við ekki aðeins að tala um launakjör heldur líka allar starfsaðstæður, þar sem kjörnu fulltrúarnir hafa aðgang að bestu mögulega vinnuaðstæðum og gögnum meðan til að mynda leikskólastarfsfólkið svo að ég taki dæmi þaðan af því að ég þekki umhverfið vel þarf að sætta sig við að hafa alls ekki aðgang að öllu sem til þarf einfaldlega vegna þess að ekki nægilega mikið fé er sett í að reka leikskólana.“Forgangsröðunin til háborinnar skammar Sólveig Anna segir forgangsröðunina sem í þessu birtir til háborinnar skammar. „Við hljótum öll að furða okkur mikið og innilega á henni. Þegar kemur svo að því að hver sjálf launin eru, upphæðin sem þú færð fyrir að vinna vinnuna er auðvitað margt sem spilar inn í þann svívirðilega launamun sem tíðkast.“ Hún bætir því við að auðvitað sé þetta bara dæmigerð stéttskipting sem við sjáum alls staðar í kringum okkur.Og svo mýtan um að alla ábyrgðina sem stjórnendur bera sem sé svo mikil að fólk verði að fá endalaust að peningum fyrir. Það hljóta allir að vera löngu búnir að sjá í gegnum þetta: Ef að ábyrgð er það sem ákvarðar það sem þú átt að fá ættu þá ekki manneskjurnar sem gæta barna samfélagsins að fá mest? Þar sem þær gegna væntanlega einu mikilvægasta starfi sem hægt er að hugsa sér?“ Kerfisbundin fyrirlitning á kvennastörfum Sólveig Anna segist jafnframt vilja nefna, fyrst þetta er til umfjöllunar, mannfyrirlitningu sem í þessu birtist. „Kerfisbundin fyrirlitning á svokölluðum kvennastörfum gegnsýra allt þegar kemur að því hvað er í lagi að borga þeim sem vinna við umönnum. Og þá er áhugavert að velta því fyrir sér að þau sem fara fremst í flokki þegar rætt er um kvenréttindi og kvennabaráttu á pólitíska sviðinu hef ég ekki séð beita sér með neinum hætti fyrir því að kerfisbundið verði farið í að laga hina kerfisbundnu fyrirlitningu á þeirri vinnu sem unnin er að starfsfólki sveitarfélaganna og Reykjavíkurborgar á þeim stöðum þar sem barna er gætt og aldrað fólk hlýtur umönnun.“Sólveig Anna skrifaði pistil um þennan anga málsins á Facebooksíðu sína sem vakið hefur mikla athygli.En, hvað er til ráða? Hvernig má bregðast við þessari misskiptingu? „Í fyrsta lagi er það til að ráða að við sem höfum unnið þessi störf og höfum verið starfsmenn tölum hátt og skýrt um hversu fáránlegt þetta er og hversu mikið okkur misbýður þetta. Við eigum ekki að láta bjóða okkur það að hér sé til dæmis alltaf verið að mæra það að öll börn komist á leikskóla án þess að það sé talað um á hverra kostnað, til dæmis: Það er á kostnað meðal annarra láglaunakvenna.“
Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07