Meistaradeildin fjarlægur draumur fyrir Jón Guðna og félaga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2019 20:45 Jón Guðni lék allan leikinn í vörn Krasnodar. vísir/getty Draumur Jóns Guðna Fjólusonar og félaga í Krasnodar um að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er afar fjarlægur eftir 4-0 tap fyrir Olympiacos í fyrri leik liðanna í umspili í kvöld. Jón Guðni var í byrjunarliði Krasnodar og lék allan leikinn. Miguel Guerrero kom Olympiacos yfir eftir hálftíma leik. Á 78. mínútu bætti Serbinn Lazar Randjelovic öðru marki við. Hann fékk þá boltann frá Frakkanum reynslumikla, Mathieu Valbuena, og skoraði með skoti sem hafði viðkomu í Jóni Guðna á leiðinni í markið. Randjelovic skoraði annað mark sitt og þriðja mark Olympiacos með góðu skoti utan vítateigs á 85. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Daniel Podence fjórða markið og stórsigur Olympiacos staðreynd. Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Krasnodar næsta þriðjudag. Dinamo Zagreb er í góðum málum eftir 2-0 sigur á Rosenborg á heimavelli og Young Boys og Rauða stjarnan skildu jöfn, 2-2. Meistaradeild Evrópu
Draumur Jóns Guðna Fjólusonar og félaga í Krasnodar um að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er afar fjarlægur eftir 4-0 tap fyrir Olympiacos í fyrri leik liðanna í umspili í kvöld. Jón Guðni var í byrjunarliði Krasnodar og lék allan leikinn. Miguel Guerrero kom Olympiacos yfir eftir hálftíma leik. Á 78. mínútu bætti Serbinn Lazar Randjelovic öðru marki við. Hann fékk þá boltann frá Frakkanum reynslumikla, Mathieu Valbuena, og skoraði með skoti sem hafði viðkomu í Jóni Guðna á leiðinni í markið. Randjelovic skoraði annað mark sitt og þriðja mark Olympiacos með góðu skoti utan vítateigs á 85. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Daniel Podence fjórða markið og stórsigur Olympiacos staðreynd. Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Krasnodar næsta þriðjudag. Dinamo Zagreb er í góðum málum eftir 2-0 sigur á Rosenborg á heimavelli og Young Boys og Rauða stjarnan skildu jöfn, 2-2.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti