Sá eini sem vildi í viðtal eftir sýningu Héraðsins á Sauðárkróki var bóndi sem aldrei hefur reitt sig á kaupfélagið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2019 19:15 Eini bíógesturinn sem gaf kost á viðtali eftir að kvikmyndin Héraðið var frumsýnd á Sauðárkróki í gær var eldri bóndi sem segist aldrei hafa þurft að reiða sig á Kaupfélag Skagfirðinga.Skagfirðingar virðast vera nokkuð spenntir fyrir myndinni sem að sögn leikstjórans er byggð á Kaupfélagi Skagfirðinga og sögum úr Skagafirði. Sigurbjörn Björnsson, framkvæmdastjóri Króksbíó var í það minnsta sáttur við viðtökurnar þegar fréttamaður ræddi við hann um sýninguna í gærkvöldi. „Þær hafa verið mjög góðar. Það var uppselt, við erum með sölu í gegnum síma og það var uppselt á fyrstu tvær sýningarnar og komið á þriðju sýninguna sem verður á sunnudaginn,“ sagði Sigurbjörn.Sigurbjörn Björnsson rekur Króksbíó með fjölskyldu sinni.Vísir/Tryggvi PállHéraðið segir af baráttu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Upphaflega átti myndin að vera heimildarmynd um Kaupfélag Skagfirðinga, en erfiðlega gekk að fá heimamenn að tjá sig opinberlega um félagið.Erfiðlega gekk að fá bíógesti í viðtal eftir sýninguna Það var sami veggur og fréttamaður rak sig á eftir sýninguna í gær, en glögglega mátti þó heyra að bíógestir könnuðust við ýmis atriði úr myndinni. Sá eini sem vildi tala við fréttamann var Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði, sem segir myndina lýsa Skagafirði nokkuð vel. „Landbúnaðurinn hér í Skagafirði er til dæmis þannig að fé er flutt utan á Fljótum, 100 kílómetra upp á fjöll og þar ber almenningur fyrir það á kostnað Landgræðslunnar. Þetta er kallaður hagvöxtur,“Hverjir bera ábyrgð á því?Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði.Vísir/Tryggvi Páll„Nú þeir sem stjórna Skagafirði.“Hverjir eru það?„Nú það var verið að draga það fram í myndinni hverjir stjórna honum,“ sagði Margeir í spjalli við fréttamenn skömmu eftir að sýningunni lauk.Hann segist þó ekki hafa kynnst raunum söguhetju myndarinnar á eigin skinni.„Í sjálfu sér ekki því að ég hef aldrei verið þannig settur að þurfa á stórfyrirgreiðslu Kaupfélagsins að halda. Og ég er þannig skoðunar að atvinnurekstur eigi vera þannig að skila eigandanum en ekki þjónustuaðilanum.“Klippa: Héraðið - sýnishorn Bíó og sjónvarp Skagafjörður Tengdar fréttir Uppselt á fyrstu tvær sýningar Héraðsins á Sauðárkróki Mér finnst þessi mynd alls ekki leggjast illa í fólk, segir rekstrarstjóri Króksbíós. 19. ágúst 2019 12:56 Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. 22. júlí 2019 12:33 Héraðið tekur þátt á Toronto kvikmyndahátíðinni Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. 13. ágúst 2019 14:45 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Eini bíógesturinn sem gaf kost á viðtali eftir að kvikmyndin Héraðið var frumsýnd á Sauðárkróki í gær var eldri bóndi sem segist aldrei hafa þurft að reiða sig á Kaupfélag Skagfirðinga.Skagfirðingar virðast vera nokkuð spenntir fyrir myndinni sem að sögn leikstjórans er byggð á Kaupfélagi Skagfirðinga og sögum úr Skagafirði. Sigurbjörn Björnsson, framkvæmdastjóri Króksbíó var í það minnsta sáttur við viðtökurnar þegar fréttamaður ræddi við hann um sýninguna í gærkvöldi. „Þær hafa verið mjög góðar. Það var uppselt, við erum með sölu í gegnum síma og það var uppselt á fyrstu tvær sýningarnar og komið á þriðju sýninguna sem verður á sunnudaginn,“ sagði Sigurbjörn.Sigurbjörn Björnsson rekur Króksbíó með fjölskyldu sinni.Vísir/Tryggvi PállHéraðið segir af baráttu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Upphaflega átti myndin að vera heimildarmynd um Kaupfélag Skagfirðinga, en erfiðlega gekk að fá heimamenn að tjá sig opinberlega um félagið.Erfiðlega gekk að fá bíógesti í viðtal eftir sýninguna Það var sami veggur og fréttamaður rak sig á eftir sýninguna í gær, en glögglega mátti þó heyra að bíógestir könnuðust við ýmis atriði úr myndinni. Sá eini sem vildi tala við fréttamann var Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði, sem segir myndina lýsa Skagafirði nokkuð vel. „Landbúnaðurinn hér í Skagafirði er til dæmis þannig að fé er flutt utan á Fljótum, 100 kílómetra upp á fjöll og þar ber almenningur fyrir það á kostnað Landgræðslunnar. Þetta er kallaður hagvöxtur,“Hverjir bera ábyrgð á því?Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði.Vísir/Tryggvi Páll„Nú þeir sem stjórna Skagafirði.“Hverjir eru það?„Nú það var verið að draga það fram í myndinni hverjir stjórna honum,“ sagði Margeir í spjalli við fréttamenn skömmu eftir að sýningunni lauk.Hann segist þó ekki hafa kynnst raunum söguhetju myndarinnar á eigin skinni.„Í sjálfu sér ekki því að ég hef aldrei verið þannig settur að þurfa á stórfyrirgreiðslu Kaupfélagsins að halda. Og ég er þannig skoðunar að atvinnurekstur eigi vera þannig að skila eigandanum en ekki þjónustuaðilanum.“Klippa: Héraðið - sýnishorn
Bíó og sjónvarp Skagafjörður Tengdar fréttir Uppselt á fyrstu tvær sýningar Héraðsins á Sauðárkróki Mér finnst þessi mynd alls ekki leggjast illa í fólk, segir rekstrarstjóri Króksbíós. 19. ágúst 2019 12:56 Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. 22. júlí 2019 12:33 Héraðið tekur þátt á Toronto kvikmyndahátíðinni Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. 13. ágúst 2019 14:45 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Uppselt á fyrstu tvær sýningar Héraðsins á Sauðárkróki Mér finnst þessi mynd alls ekki leggjast illa í fólk, segir rekstrarstjóri Króksbíós. 19. ágúst 2019 12:56
Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. 22. júlí 2019 12:33
Héraðið tekur þátt á Toronto kvikmyndahátíðinni Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. 13. ágúst 2019 14:45