Dorian nálgast: „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 22:29 Gangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. Vísir/epa Veðurfræðingar í Bandaríkjunum gera nú ráð fyrir að fellibylurinn Dorian muni ganga á land einhvers staðar á austurströnd Flórída um hádegisbilið á þriðjudag þótt erfitt sé að segja til um hvar nákvæmlega óveðrið skellur á. Sumir veðurfræðingar telja afar líklegt að Dorian gangi á land fyrir miðju ríkisins á meðan aðrir gera fremur ráð fyrir því að hann lendi ýmist norðan við miðju eða sunnan. „Það veltur allt á þessum dansi háþrýsti- og lágþrýstisvæða,“ segir Hugh Willoughby, veðurfræðingur við háskólann í Flórída á Miami í samtali við New York Times.Íbúar í Flórída eru í óða önn að undirbúa sig fyrir komu Dorians.Vísir/epaGangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. Í kvöld efldist Dorian að styrk. Hann flokkast sem þriðja stigs fellibylur en meðalvindhraði í bylnum er 51 metri á sekúndu „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar,“ segir Dennis Feltgen, sérfræðingur hjá fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna. Því hægfara sem Dorian verður eftir helgi þeim mun verri verða afleiðingarnar fyrir íbúa Flórída segir Feltgen sem varar við tilheyrandi aftakaroki og flóðahættu. Ron DeSantis lýsti á dögunum yfir neyðarástandi í Flórída en íbúar ríkisins hafa undanfarna tvo daga verið að birgja sig upp af matvælum, vatni og lyfjum.“Mar-a-Lago can handle itself. That's a very powerful place,” Trump says as Hurricane Dorian approaches Florida https://t.co/vRgN1QYf0t pic.twitter.com/T2E8w2yynO— CBS News (@CBSNews) August 30, 2019 Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Veður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Veðurfræðingar í Bandaríkjunum gera nú ráð fyrir að fellibylurinn Dorian muni ganga á land einhvers staðar á austurströnd Flórída um hádegisbilið á þriðjudag þótt erfitt sé að segja til um hvar nákvæmlega óveðrið skellur á. Sumir veðurfræðingar telja afar líklegt að Dorian gangi á land fyrir miðju ríkisins á meðan aðrir gera fremur ráð fyrir því að hann lendi ýmist norðan við miðju eða sunnan. „Það veltur allt á þessum dansi háþrýsti- og lágþrýstisvæða,“ segir Hugh Willoughby, veðurfræðingur við háskólann í Flórída á Miami í samtali við New York Times.Íbúar í Flórída eru í óða önn að undirbúa sig fyrir komu Dorians.Vísir/epaGangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. Í kvöld efldist Dorian að styrk. Hann flokkast sem þriðja stigs fellibylur en meðalvindhraði í bylnum er 51 metri á sekúndu „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar,“ segir Dennis Feltgen, sérfræðingur hjá fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna. Því hægfara sem Dorian verður eftir helgi þeim mun verri verða afleiðingarnar fyrir íbúa Flórída segir Feltgen sem varar við tilheyrandi aftakaroki og flóðahættu. Ron DeSantis lýsti á dögunum yfir neyðarástandi í Flórída en íbúar ríkisins hafa undanfarna tvo daga verið að birgja sig upp af matvælum, vatni og lyfjum.“Mar-a-Lago can handle itself. That's a very powerful place,” Trump says as Hurricane Dorian approaches Florida https://t.co/vRgN1QYf0t pic.twitter.com/T2E8w2yynO— CBS News (@CBSNews) August 30, 2019
Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Veður Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira