Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2019 14:45 Guðni forseti ávarpaði þingmenn við þingsetningu í dag. Vísir/Vilhelm Það er ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hafa hæst og láta formælingar fjúka. Þetta sagði Guðni Th. Jóhanesson, forseti, þegar hann setti Alþingi í dag. Varaði hann við því hvernig hófstilltur málflutningur getur umhverfst í öfgar. Eftir að forsetinn hafði boðið þingmenn velkomna gerði hann ágreining að umræðuefni í ræðu sinni. Sagði hann ágreining einkenni á öflugu þingi og samfélagi og bann við honum væri haldreipi þeirra þröngsýnu og kúgunartól harðstjóra. Bjartsýni ríki einnig í öflugum samfélögum, ekki biturð, beiskja, ólund eða ótti. Virtist hann síðan vísa óbeint til harðra deilna sem geisuðu á síðasta þingi, fyrst og fremst um þriðja orkupakkann sem Guðni nefndi þó aldrei á nafn. „Við megum varast þá andvaralausu og kærulausu, það sanna dæmin. En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að við höfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði Guðni.Forsetinn í þinghúsinu með Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis.Vísir/VilhelmVitnaði í Carly Simon Talaði hann um vægi vonar í heimi sem væri sífellt við það að farast og lagði áherslu á bjartsýni og hugrekki. Spurði forsetinn hvað hugrekki þýddi á Alþingi og á vettvangi þjóðmálanna. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst, þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað, hvernig hófstilltur og röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. Vildi forsetinn þó koma í veg fyrir að ákveðnir þingmenn eða landsmenn tækju orð hans sérstaklega til sín og bað þá um að minnast speki sem fælist í þekktu lagi bandarísku söngkonunnar Carly Simon. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ sagði forsetinn sem uppskar hlátur þingmanna. Vísaði hann þar til lagsins „You‘re so vain“ með Simon.„Lýðræðishefð er best varin með rökræðu og hlustun og endurmati. Ekki með yfirgangi, þótta og skoðanahroka,“ sagði forsetinn. Varaði hann þingmenn ennfremur við því að gera fólk og flokka að svörnum óvinum. Málamiðlun væri aðalsmerki öflugs þings og samfélags. Stundum þurfi flokkar og stjórnmálamenn að gera fleira en gott þykir og annað en vonir stóðu til. Alþingi Forseti Íslands Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Það er ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hafa hæst og láta formælingar fjúka. Þetta sagði Guðni Th. Jóhanesson, forseti, þegar hann setti Alþingi í dag. Varaði hann við því hvernig hófstilltur málflutningur getur umhverfst í öfgar. Eftir að forsetinn hafði boðið þingmenn velkomna gerði hann ágreining að umræðuefni í ræðu sinni. Sagði hann ágreining einkenni á öflugu þingi og samfélagi og bann við honum væri haldreipi þeirra þröngsýnu og kúgunartól harðstjóra. Bjartsýni ríki einnig í öflugum samfélögum, ekki biturð, beiskja, ólund eða ótti. Virtist hann síðan vísa óbeint til harðra deilna sem geisuðu á síðasta þingi, fyrst og fremst um þriðja orkupakkann sem Guðni nefndi þó aldrei á nafn. „Við megum varast þá andvaralausu og kærulausu, það sanna dæmin. En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að við höfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði Guðni.Forsetinn í þinghúsinu með Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis.Vísir/VilhelmVitnaði í Carly Simon Talaði hann um vægi vonar í heimi sem væri sífellt við það að farast og lagði áherslu á bjartsýni og hugrekki. Spurði forsetinn hvað hugrekki þýddi á Alþingi og á vettvangi þjóðmálanna. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst, þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað, hvernig hófstilltur og röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. Vildi forsetinn þó koma í veg fyrir að ákveðnir þingmenn eða landsmenn tækju orð hans sérstaklega til sín og bað þá um að minnast speki sem fælist í þekktu lagi bandarísku söngkonunnar Carly Simon. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ sagði forsetinn sem uppskar hlátur þingmanna. Vísaði hann þar til lagsins „You‘re so vain“ með Simon.„Lýðræðishefð er best varin með rökræðu og hlustun og endurmati. Ekki með yfirgangi, þótta og skoðanahroka,“ sagði forsetinn. Varaði hann þingmenn ennfremur við því að gera fólk og flokka að svörnum óvinum. Málamiðlun væri aðalsmerki öflugs þings og samfélags. Stundum þurfi flokkar og stjórnmálamenn að gera fleira en gott þykir og annað en vonir stóðu til.
Alþingi Forseti Íslands Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent