Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox deila Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 22:45 Shepard Smith og Tucker Carlson. Vísir/Getty Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox News deila nú sín á milli og það fyrir allra augum í útsendingu frétta og þátta. Mikil spenna er sögð ríkja á milli aðila innan veggja Fox vegna ákæruferlis á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna meintra embættisbrota og samskipta Trump við erlenda þjóðarleiðtoga. Samband Trump og fréttastofu Fox hefur versnað á undanförnum vikum og hefur forsetinn margsinnis gagnrýnt stöðina harðlega og þá sérstaklega vegna skoðanakannana sem sýna Trump með minna fylgi en helstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins. Á sama tíma standa stjórnendur vinsælustu þátta Fox, sem eru ekki skilgreindir sem fréttaþættir, þétt við bakið á forsetanum. Þar er helst um að ræða þau Sean Hannity, Lauru Inghram og Tucker Carlson. Nú í vikunni var Joe diGenova, fyrrverandi einkalögmaður Trump, gestur Tucker Carlson og kallaði hann Andrew Napolitano, sem hefur lengi starfað á fréttastofu Fox sem lagasérfræðingur, „flón“. Þá hafði Napolitano sagt fyrr um kvöldið, í fréttaþætti Shepard Smith, að það að Trump hefði beðið Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, væri mögulega glæpur.Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenNæsta dag sagði Smith að ummæli diGenova hefði verið „andstyggileg“ og gagnrýndi Carlson fyrir að mótmæla ummælunum ekki. Carlson skaut síðan á Smith seinna um kvöldið með því að segja: „Ólíkt sumum þáttastjórnendum, er ég ekki mjög flokkspólitískur“. Eins og bent er á í umfjöllun New York Times hafa stuðningsmenn Trump lengi sakað Shepard Smith um að vera hliðhollur Demókrataflokknum. Þá er Trump sjálfur sagður slökkva á sjónvarpi sínu þegar þáttur Smith er í sýningu.Sjá einnig: Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular FoxChris Wallace, annar fréttamaður Fox, virtist gagnrýna þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar í útsendingu á dögunum þegar hann sagði spuna „verjenda Trump“ ekki koma sér á óvart. Hann væri hins vegar „undraverður“ og „villandi“. Vanity Fair birti nýverið ítarlega umfjöllun um hvað gengi á á bakvið tjöldin hjá Fox þessa dagana. Sean Hannity, sem er einhver dyggasti stuðningsmaður Trump og hefur komið með beinum hætti að framboði hans, er sagður hafa sagt vinum sínum að ásakanirnar gegn forsetanum væru „mjög slæmar“. Þá er Lachlan Murdoch, forstjóri Fox Corp, sagður vera byrjaður að undirbúa stöðina fyrir það að Trump verði vikið úr embætti.Meðal þeirra sem hefur verið að hvetja Murdoch til að gefast upp á Trump er Paul Ryan, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og fyrrverandi þingmaður Repúblikanaflokksins. Ryan er nú í stjórn Fox Corp. Einn heimildarmaður VF sagði Ryan lengi hafa verið pirraðan út í Trump og „…nú hefur hann vald til að gera eitthvað í því“. Tucker Carlson mocks Shep Smith after Smith called it "repugnant" for a Tucker guest to call Judge Napolitano "a fool" on Tuckers show last night pic.twitter.com/CBxx7LruMF— Andrew Lawrence (@ndrew_lawrence) September 26, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox News deila nú sín á milli og það fyrir allra augum í útsendingu frétta og þátta. Mikil spenna er sögð ríkja á milli aðila innan veggja Fox vegna ákæruferlis á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna meintra embættisbrota og samskipta Trump við erlenda þjóðarleiðtoga. Samband Trump og fréttastofu Fox hefur versnað á undanförnum vikum og hefur forsetinn margsinnis gagnrýnt stöðina harðlega og þá sérstaklega vegna skoðanakannana sem sýna Trump með minna fylgi en helstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins. Á sama tíma standa stjórnendur vinsælustu þátta Fox, sem eru ekki skilgreindir sem fréttaþættir, þétt við bakið á forsetanum. Þar er helst um að ræða þau Sean Hannity, Lauru Inghram og Tucker Carlson. Nú í vikunni var Joe diGenova, fyrrverandi einkalögmaður Trump, gestur Tucker Carlson og kallaði hann Andrew Napolitano, sem hefur lengi starfað á fréttastofu Fox sem lagasérfræðingur, „flón“. Þá hafði Napolitano sagt fyrr um kvöldið, í fréttaþætti Shepard Smith, að það að Trump hefði beðið Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, væri mögulega glæpur.Sjá einnig: Trump bað Zelensky um að rannsaka BidenNæsta dag sagði Smith að ummæli diGenova hefði verið „andstyggileg“ og gagnrýndi Carlson fyrir að mótmæla ummælunum ekki. Carlson skaut síðan á Smith seinna um kvöldið með því að segja: „Ólíkt sumum þáttastjórnendum, er ég ekki mjög flokkspólitískur“. Eins og bent er á í umfjöllun New York Times hafa stuðningsmenn Trump lengi sakað Shepard Smith um að vera hliðhollur Demókrataflokknum. Þá er Trump sjálfur sagður slökkva á sjónvarpi sínu þegar þáttur Smith er í sýningu.Sjá einnig: Áhorfendur kalla eftir brottrekstri sannsöguls fréttaþular FoxChris Wallace, annar fréttamaður Fox, virtist gagnrýna þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar í útsendingu á dögunum þegar hann sagði spuna „verjenda Trump“ ekki koma sér á óvart. Hann væri hins vegar „undraverður“ og „villandi“. Vanity Fair birti nýverið ítarlega umfjöllun um hvað gengi á á bakvið tjöldin hjá Fox þessa dagana. Sean Hannity, sem er einhver dyggasti stuðningsmaður Trump og hefur komið með beinum hætti að framboði hans, er sagður hafa sagt vinum sínum að ásakanirnar gegn forsetanum væru „mjög slæmar“. Þá er Lachlan Murdoch, forstjóri Fox Corp, sagður vera byrjaður að undirbúa stöðina fyrir það að Trump verði vikið úr embætti.Meðal þeirra sem hefur verið að hvetja Murdoch til að gefast upp á Trump er Paul Ryan, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og fyrrverandi þingmaður Repúblikanaflokksins. Ryan er nú í stjórn Fox Corp. Einn heimildarmaður VF sagði Ryan lengi hafa verið pirraðan út í Trump og „…nú hefur hann vald til að gera eitthvað í því“. Tucker Carlson mocks Shep Smith after Smith called it "repugnant" for a Tucker guest to call Judge Napolitano "a fool" on Tuckers show last night pic.twitter.com/CBxx7LruMF— Andrew Lawrence (@ndrew_lawrence) September 26, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira