Samgöngusáttmálinn setji lífskjarasamninginn í uppnám Stefán Ó. Jónsson og Sylvía Hall skrifa 28. september 2019 15:14 Hugmyndir samgöngusáttmálans mæta litlum skilningi meðal forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar. Vísir/Vilhelm Formenn verkalýðshreyfingarinnar gagnrýna tekjuöflunarleiðir nýs samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem þeir telja ekki í anda Lífskjarasamninganna sem undirritaðir voru í vor. Forseti ASÍ telur réttar að breiðari bök beri fjármögnun samgöngubótanna, frekar en lágtekjufólk sem hrakist hefur af höfuðborgarsvæðinu. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru til samgöngusáttmálans mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Þá er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum krónum. Andvirðið á sölu á Keldnalands í Reykjavík mun þannig renna til samgöngubótanna, rétt eins og aukin áhersla á gjaldtöku í umferðinni eins og fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær. „Ég sé fyrir mér að við gerum mikla breytingu á kerfunum yfir tíma samhliða þeim tæknibreytingum sem eru að verða. Að við hættum að tolla svona ríkulega bíla við innflutning til landsins og treystum meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjunum,“ segir Bjarni. Þessar hugmyndir mæta þó litlum skilningi meðal forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gjalda þannig bæði varhug við því að sala Keldnalandsins sé hugsuð í þessum tilgangi, landið ætti að nýta til uppbyggingar ódýrs húsnæðis, sem skortir á höfuðborgarsvæðinu. fremur en að nýta það til tekjuöflunar. „Ef að Keldnalandið verði selt hæstbjóðanda eru mjög miklar líkur á því að það verði enn eitt land- og lóðabraskið sem mun eiga sér stað á húsnæðismarkaði sem síðan skilar sér líklegast, og að öllum líkindum, í allt of háu húsnæðisverði til almennings,“ segir Ragnar Þór og Drífa tekur í sama streng. „Það er búið að breyta tilganginum frá því sem var, úr því að vera til stuðnings auknum húsnæðisúrræðum í það að vera fjármögnun fyrir samgöngubætur.“ Þetta vinni þannig gegn markmiðum lífskjarasamninganna svokölluðu, sem undirritaðir voru í aprílbyrjun. Þar hafi markmiðið verið að draga úr útgjöldum launafólks, og því sé erfitt að sjá að fyrirhugaðir vegatollar geti samrýmst samningunum. „Þessar hugmyndir um veggjöld fyrst og fremst vinna klárlega gegn þessu markmiði og stefna lífskjarasamningnum í sjálfu sér í algjört uppnám,“ segir Ragnar Þór. ASÍ vill því líta til annarra fjármögnunarleiða. „Það er hægt að sækja peningana þar sem þeir eru, það er hægt að setja hátekjuskatt, það er hægt hækka fjármagnstekjuskattinn, það er hægt að skoða auðlindagjöldin frekar og þá erum við að tala um í víðu samhengi, ferðaþjónustuna og fleira. Það væri nú nær að byrja þar heldur en að skattleggja venjulegt fólk sem er að reyna að komast til og frá vinnu,“ segir Drífa. Kjaramál Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. 28. september 2019 12:45 Stefnir í átök borgar og landsbyggðar Samgöngumál, veggjöld, landbúnaðarmál, sameiningar sveitarfélaga. Stærstu mál nýhafins þings eru þekkt átakamál byggðapólitíkur hér á landi. Fréttablaðið ræddi við formenn fastanefnda Alþingis. 23. september 2019 08:00 Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung. 27. september 2019 20:57 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Formenn verkalýðshreyfingarinnar gagnrýna tekjuöflunarleiðir nýs samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem þeir telja ekki í anda Lífskjarasamninganna sem undirritaðir voru í vor. Forseti ASÍ telur réttar að breiðari bök beri fjármögnun samgöngubótanna, frekar en lágtekjufólk sem hrakist hefur af höfuðborgarsvæðinu. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru til samgöngusáttmálans mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Þá er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum krónum. Andvirðið á sölu á Keldnalands í Reykjavík mun þannig renna til samgöngubótanna, rétt eins og aukin áhersla á gjaldtöku í umferðinni eins og fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær. „Ég sé fyrir mér að við gerum mikla breytingu á kerfunum yfir tíma samhliða þeim tæknibreytingum sem eru að verða. Að við hættum að tolla svona ríkulega bíla við innflutning til landsins og treystum meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjunum,“ segir Bjarni. Þessar hugmyndir mæta þó litlum skilningi meðal forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gjalda þannig bæði varhug við því að sala Keldnalandsins sé hugsuð í þessum tilgangi, landið ætti að nýta til uppbyggingar ódýrs húsnæðis, sem skortir á höfuðborgarsvæðinu. fremur en að nýta það til tekjuöflunar. „Ef að Keldnalandið verði selt hæstbjóðanda eru mjög miklar líkur á því að það verði enn eitt land- og lóðabraskið sem mun eiga sér stað á húsnæðismarkaði sem síðan skilar sér líklegast, og að öllum líkindum, í allt of háu húsnæðisverði til almennings,“ segir Ragnar Þór og Drífa tekur í sama streng. „Það er búið að breyta tilganginum frá því sem var, úr því að vera til stuðnings auknum húsnæðisúrræðum í það að vera fjármögnun fyrir samgöngubætur.“ Þetta vinni þannig gegn markmiðum lífskjarasamninganna svokölluðu, sem undirritaðir voru í aprílbyrjun. Þar hafi markmiðið verið að draga úr útgjöldum launafólks, og því sé erfitt að sjá að fyrirhugaðir vegatollar geti samrýmst samningunum. „Þessar hugmyndir um veggjöld fyrst og fremst vinna klárlega gegn þessu markmiði og stefna lífskjarasamningnum í sjálfu sér í algjört uppnám,“ segir Ragnar Þór. ASÍ vill því líta til annarra fjármögnunarleiða. „Það er hægt að sækja peningana þar sem þeir eru, það er hægt að setja hátekjuskatt, það er hægt hækka fjármagnstekjuskattinn, það er hægt að skoða auðlindagjöldin frekar og þá erum við að tala um í víðu samhengi, ferðaþjónustuna og fleira. Það væri nú nær að byrja þar heldur en að skattleggja venjulegt fólk sem er að reyna að komast til og frá vinnu,“ segir Drífa.
Kjaramál Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. 28. september 2019 12:45 Stefnir í átök borgar og landsbyggðar Samgöngumál, veggjöld, landbúnaðarmál, sameiningar sveitarfélaga. Stærstu mál nýhafins þings eru þekkt átakamál byggðapólitíkur hér á landi. Fréttablaðið ræddi við formenn fastanefnda Alþingis. 23. september 2019 08:00 Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung. 27. september 2019 20:57 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
„Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. 28. september 2019 12:45
Stefnir í átök borgar og landsbyggðar Samgöngumál, veggjöld, landbúnaðarmál, sameiningar sveitarfélaga. Stærstu mál nýhafins þings eru þekkt átakamál byggðapólitíkur hér á landi. Fréttablaðið ræddi við formenn fastanefnda Alþingis. 23. september 2019 08:00
Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung. 27. september 2019 20:57
Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05