Sádi-Arabía verði vinsælasta ferðamannaland heims 2030 Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. október 2019 09:00 Ráðstefnan Saudi Open Hearts Open Doors í Ríad á föstudaginn. Hún er liður í því að gera landið að mesta ferðamannastað heims. Nordicphotos/Getty Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hyggjast gera landið aðgengilegra fyrir ferðamenn og hafa þegar liðkað fyrir reglum um vegabréfsáritanir frá 49 löndum. Allir innviðir eru þegar til staðar, svo sem glæsileg hótel, ævintýragarðar, menningarverðmæti, gott veður og strendur. En stífar og afturhaldssamar reglur, ófriðsamleg landamæri og mannréttindabrot hafa fælt ferðamenn frá. Þegar ferðamannatölur frá Miðausturlöndum eru skoðaðar kemur í ljós að Sádi-Arabía er þegar í þriðja sæti, á eftir Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. En hafa ber í huga að langstærstur hluti ferðamanna er íslamskir pílagrímar, sem skylt er að heimsækja borgirnar Mekka og Medína, einu sinni á ævinni. Margir þessara pílagríma eyða eins litlum pening og hægt er meðan á dvölinni stendur. Ferðaþjónustan hefur blómstrað í Katar, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Dúbaí er þegar orðin ein vinsælasta ferðamannaborg heims. Sádi-Arabar líta nú til þessara litlu nágranna sinna sem fyrirmyndar að verkefninu Vision 2030. Á því ári er stefnt að því að ná 100 milljónum ferðamanna til landsins. Til samanburðar heimsækja árlega um 90 milljónir Frakkland, vinsælasta ferðamannaland heims. Aðeins um 16 milljónir koma til Sádi-Arabíu, og fer fækkandi. Helsta ástæðan fyrir þessu átaki er að gera Sádi-Arabíu minna háða olíunni. Í nærri heila öld hefur efnahagur landsins nær alfarið verið byggður á olíuútflutningi, og gengið vel. En vitundarvakning um loftslagsmál, hröð orkuskipti og árásir eins og gerð var á Saudi Aramco fyrir skemmstu, hafa knúið konungsfjölskylduna til þess að leita að öðrum stoðum undir efnahagslífið. Sádi-Arabar hafa undanfarið sýnt viðleitni til að auka mannréttindi, meðal annars til þess að snúa ímynd landsins við. Konur mega nú taka bílpróf, sækja tónleika með körlum og ítök trúarlögreglunnar hafa verið minnkuð. Stjórnvöld vilja þó litlu svara um hvernig þau hyggjast tryggja frið í landinu og koma í veg fyrir hryðjuverk. Einnig hefur ekkert verið rætt um að leyfa áfengi í landinu. Þess í stað einblína stjórnvöld á það sem byggt verður upp. Stærst er Rauðahafsverkefnið svokallaða, sem kynnt var til sögunnar árið 2017. Í fyrsta áfanga, sem lýkur 2022, munu 14 lúxushótel, alþjóðaflugvöllur og ótal afþreyingargarðar og búðir rísa. Þá verður landslaginu breytt að miklu leyti, og fínkorna sandstrendur lagðar. Áætlað er að verkefnið skapi 35 þúsund ársverk. Við landamæri Egyptalands mun rísa hátækniborgin NEOM, eins konar Silíkondalur á sterum, og öll erfiðisvinna verður unnin af vélmennum. Vilja stjórnvöld laða þangað allt mesta hæfileikafólk heims. Í miðju landsins, við höfuðborgina Ríad, er skemmtanaborgin Qiddiya að rísa sem mun skarta stærstu og flottustu skemmtigörðum heims og þegar hefur einn garður verið opnaður. Til að taka við svo miklum fjölda ferðamanna þarf að hafa innviðina í lagi og á næstu árum verður lesta- og samgöngukerfi landsins stórbætt. Í landinu er þegar mikið af starfsfólki sem er þjálfað til að sjá um pílagríma en einnig verður erlent vinnuafl flutt inn til að sinna ferðamönnum. Birtist í Fréttablaðinu Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Gríðarmikill eldur í nýrri háhraðalestarstöð í Sádi-Arabíu Lestarstöðin var liður í margmilljarða lestarkerfauppbyggingu í landinu. 30. september 2019 10:05 Lífvörður konungs Sádi-Arabíu skotinn til bana Takmarkað upplýsingar hafa borist um lát lífvarðarins, aðeins að vinur hans hafi skotið hann í persónulegum deilum þeirra. Vinurinn hafi fallið í skotbardaga við öryggissveitir í kjölfarið. 29. september 2019 10:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hyggjast gera landið aðgengilegra fyrir ferðamenn og hafa þegar liðkað fyrir reglum um vegabréfsáritanir frá 49 löndum. Allir innviðir eru þegar til staðar, svo sem glæsileg hótel, ævintýragarðar, menningarverðmæti, gott veður og strendur. En stífar og afturhaldssamar reglur, ófriðsamleg landamæri og mannréttindabrot hafa fælt ferðamenn frá. Þegar ferðamannatölur frá Miðausturlöndum eru skoðaðar kemur í ljós að Sádi-Arabía er þegar í þriðja sæti, á eftir Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. En hafa ber í huga að langstærstur hluti ferðamanna er íslamskir pílagrímar, sem skylt er að heimsækja borgirnar Mekka og Medína, einu sinni á ævinni. Margir þessara pílagríma eyða eins litlum pening og hægt er meðan á dvölinni stendur. Ferðaþjónustan hefur blómstrað í Katar, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Dúbaí er þegar orðin ein vinsælasta ferðamannaborg heims. Sádi-Arabar líta nú til þessara litlu nágranna sinna sem fyrirmyndar að verkefninu Vision 2030. Á því ári er stefnt að því að ná 100 milljónum ferðamanna til landsins. Til samanburðar heimsækja árlega um 90 milljónir Frakkland, vinsælasta ferðamannaland heims. Aðeins um 16 milljónir koma til Sádi-Arabíu, og fer fækkandi. Helsta ástæðan fyrir þessu átaki er að gera Sádi-Arabíu minna háða olíunni. Í nærri heila öld hefur efnahagur landsins nær alfarið verið byggður á olíuútflutningi, og gengið vel. En vitundarvakning um loftslagsmál, hröð orkuskipti og árásir eins og gerð var á Saudi Aramco fyrir skemmstu, hafa knúið konungsfjölskylduna til þess að leita að öðrum stoðum undir efnahagslífið. Sádi-Arabar hafa undanfarið sýnt viðleitni til að auka mannréttindi, meðal annars til þess að snúa ímynd landsins við. Konur mega nú taka bílpróf, sækja tónleika með körlum og ítök trúarlögreglunnar hafa verið minnkuð. Stjórnvöld vilja þó litlu svara um hvernig þau hyggjast tryggja frið í landinu og koma í veg fyrir hryðjuverk. Einnig hefur ekkert verið rætt um að leyfa áfengi í landinu. Þess í stað einblína stjórnvöld á það sem byggt verður upp. Stærst er Rauðahafsverkefnið svokallaða, sem kynnt var til sögunnar árið 2017. Í fyrsta áfanga, sem lýkur 2022, munu 14 lúxushótel, alþjóðaflugvöllur og ótal afþreyingargarðar og búðir rísa. Þá verður landslaginu breytt að miklu leyti, og fínkorna sandstrendur lagðar. Áætlað er að verkefnið skapi 35 þúsund ársverk. Við landamæri Egyptalands mun rísa hátækniborgin NEOM, eins konar Silíkondalur á sterum, og öll erfiðisvinna verður unnin af vélmennum. Vilja stjórnvöld laða þangað allt mesta hæfileikafólk heims. Í miðju landsins, við höfuðborgina Ríad, er skemmtanaborgin Qiddiya að rísa sem mun skarta stærstu og flottustu skemmtigörðum heims og þegar hefur einn garður verið opnaður. Til að taka við svo miklum fjölda ferðamanna þarf að hafa innviðina í lagi og á næstu árum verður lesta- og samgöngukerfi landsins stórbætt. Í landinu er þegar mikið af starfsfólki sem er þjálfað til að sjá um pílagríma en einnig verður erlent vinnuafl flutt inn til að sinna ferðamönnum.
Birtist í Fréttablaðinu Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Gríðarmikill eldur í nýrri háhraðalestarstöð í Sádi-Arabíu Lestarstöðin var liður í margmilljarða lestarkerfauppbyggingu í landinu. 30. september 2019 10:05 Lífvörður konungs Sádi-Arabíu skotinn til bana Takmarkað upplýsingar hafa borist um lát lífvarðarins, aðeins að vinur hans hafi skotið hann í persónulegum deilum þeirra. Vinurinn hafi fallið í skotbardaga við öryggissveitir í kjölfarið. 29. september 2019 10:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13
Gríðarmikill eldur í nýrri háhraðalestarstöð í Sádi-Arabíu Lestarstöðin var liður í margmilljarða lestarkerfauppbyggingu í landinu. 30. september 2019 10:05
Lífvörður konungs Sádi-Arabíu skotinn til bana Takmarkað upplýsingar hafa borist um lát lífvarðarins, aðeins að vinur hans hafi skotið hann í persónulegum deilum þeirra. Vinurinn hafi fallið í skotbardaga við öryggissveitir í kjölfarið. 29. september 2019 10:57