Ætlar að mylja Kúrda yfirgefi þeir ekki öryggissvæðið Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2019 14:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Sergei Chirikov Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki „öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar (YPG) leiða SDF en þeir sökuðu Tyrki í dag um að brjóta gegn vopnahléi á svæðinu. Yfirvöld Rússa, sem hafa tekið að sér að tryggja að Kúrdar fari af svæðinu, segja þó að vopnahléið hafi ekki verið rofið. Í ræðu í dag sagði Erdogan að fari meðlimir YPG ekki frá öryggissvæðinu muni árásir Tyrkja halda áfram. Tyrkir líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og segja þá vera hryðjuverkamenn. Erdogan gagnrýndi sömuleiðis þjóðarleiðtoga sem fundað hafa með leiðtogum YPG. Hann sagði slíka fundi gera baráttuna gegn hryðjuverkum erfiðari.Nýr kafli í Sýrlandi Nýr kafli var opnaður í áralöngum átökum í Sýrlandi á undanförnum dögum. Það hófst með því að eftir símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Erdogan þann 13. október, tilkynnti Trump óvænt að hann myndi kalla hermenn Bandaríkjanna frá norðausturhluta Sýrlands þar sem Tyrkir ætluðu að gera innrás á svæðið. Bandarísku hermennirnir voru í Sýrlandi til að aðstoða SDF gegn Íslamska ríkinu og hafði samstarf það staðið yfir um árabil. SDF missti meira en tíu þúsund menn í átökunum gegn ISIS og felldi í raun kalífadæmi samtakanna. Innrás Tyrkja hófst tveimur dögum eftir símtalið eða þann 15. október. Innrásin hefur verið leidd af hópum sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir hafa stutt með loft- og stórskotaliðsárásum. Uppreisnarmenn þessir hafa verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum og tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið svæðið.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Kúrdar leituðu fljótt á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi. Í millitíðinni höfðu Bandaríkjamenn milligöngu um vopnahlé á milli Tyrkja og Kúrda.Fyrr í þessari viku gerðu Erdogan og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, samkomulag sem felur í sér að Tyrkir munu stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð völdum á í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. 23. október 2019 14:31 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. 23. október 2019 18:45 Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23. október 2019 23:42 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki „öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar (YPG) leiða SDF en þeir sökuðu Tyrki í dag um að brjóta gegn vopnahléi á svæðinu. Yfirvöld Rússa, sem hafa tekið að sér að tryggja að Kúrdar fari af svæðinu, segja þó að vopnahléið hafi ekki verið rofið. Í ræðu í dag sagði Erdogan að fari meðlimir YPG ekki frá öryggissvæðinu muni árásir Tyrkja halda áfram. Tyrkir líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og segja þá vera hryðjuverkamenn. Erdogan gagnrýndi sömuleiðis þjóðarleiðtoga sem fundað hafa með leiðtogum YPG. Hann sagði slíka fundi gera baráttuna gegn hryðjuverkum erfiðari.Nýr kafli í Sýrlandi Nýr kafli var opnaður í áralöngum átökum í Sýrlandi á undanförnum dögum. Það hófst með því að eftir símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Erdogan þann 13. október, tilkynnti Trump óvænt að hann myndi kalla hermenn Bandaríkjanna frá norðausturhluta Sýrlands þar sem Tyrkir ætluðu að gera innrás á svæðið. Bandarísku hermennirnir voru í Sýrlandi til að aðstoða SDF gegn Íslamska ríkinu og hafði samstarf það staðið yfir um árabil. SDF missti meira en tíu þúsund menn í átökunum gegn ISIS og felldi í raun kalífadæmi samtakanna. Innrás Tyrkja hófst tveimur dögum eftir símtalið eða þann 15. október. Innrásin hefur verið leidd af hópum sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir hafa stutt með loft- og stórskotaliðsárásum. Uppreisnarmenn þessir hafa verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum og tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið svæðið.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Kúrdar leituðu fljótt á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi. Í millitíðinni höfðu Bandaríkjamenn milligöngu um vopnahlé á milli Tyrkja og Kúrda.Fyrr í þessari viku gerðu Erdogan og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, samkomulag sem felur í sér að Tyrkir munu stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð völdum á í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. 23. október 2019 14:31 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. 23. október 2019 18:45 Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23. október 2019 23:42 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. 23. október 2019 14:31
Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47
Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. 23. október 2019 18:45
Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23. október 2019 23:42