Nýr formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl: Samtökin verði framsækin, djörf og upplýsandi Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 14:10 Silja Yraola Eyþórsdóttir starfar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. vísir/vilhelm Silja Yraola Eyþórsdóttir er nýr formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl en aðalfundur félagsins fór fram í gærkvöldi. Silja tekur við embættinu af Birni H. Sveinssyni sem lét við sama tilefni af störfum eftir tveggja ára formennsku. Hún segist hlakka mikið til að takast á við verkefnið. „Þetta er nýr vettvangur fyrir mig og það kom reyndar svolítið óvænt upp að ég lenti í embætti formanns samtakanna. En ég er mjög spennt og bjartsýn.“Breytt samfélag Silja segir mikilvægt að rödd félagsins heyrist, enda endurspegli sjálf tilvist samtakanna breyttan veruleika og breytt samfélag. „Ég vil að samtökin verði samtök fyrir alla. Þau þjóna í raun hagsmunum allra því við öll njótum við góðs af minni bílaumferð . Ég vil sömuleiðis að samtökin verði flott fyrirmynd, gefi af sér góða orku, verði framsækin, djörf og upplýsandi. Mig langar sömuleiðis að efla samtökin og gera þau sýnilegri í þjóðfélagsumræðunni.“Með puttann á púlsinum Silja stundaði á sínum tíma nám við Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni miðlun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Áður en hún hóf störf hjá OR starfaði hún hjá upplýsingaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Ég hef verið með puttann á púlsinum þegar kemur að samgöngumálum. Nú hefur leiðin mín í vinnuna lengst verulega og ég vil að sú nýja reynsla sem ég hef aflað mér í bílleysinu geti nýst samtökunum til góðs,“ segir Silja. Á aðalfundi samtakanna voru einnig þau Einar Sigurvinsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, Arnór Bogason og Sigurður Ólafsson kosin í stjórn. Þá voru Dagur Bollason og Sesselja Traustadóttir kosin sem varamenn í stjórn og Ásbjörn Ólafsson skoðunarmaður reikninga. Samgöngur Vistaskipti Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Silja Yraola Eyþórsdóttir er nýr formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl en aðalfundur félagsins fór fram í gærkvöldi. Silja tekur við embættinu af Birni H. Sveinssyni sem lét við sama tilefni af störfum eftir tveggja ára formennsku. Hún segist hlakka mikið til að takast á við verkefnið. „Þetta er nýr vettvangur fyrir mig og það kom reyndar svolítið óvænt upp að ég lenti í embætti formanns samtakanna. En ég er mjög spennt og bjartsýn.“Breytt samfélag Silja segir mikilvægt að rödd félagsins heyrist, enda endurspegli sjálf tilvist samtakanna breyttan veruleika og breytt samfélag. „Ég vil að samtökin verði samtök fyrir alla. Þau þjóna í raun hagsmunum allra því við öll njótum við góðs af minni bílaumferð . Ég vil sömuleiðis að samtökin verði flott fyrirmynd, gefi af sér góða orku, verði framsækin, djörf og upplýsandi. Mig langar sömuleiðis að efla samtökin og gera þau sýnilegri í þjóðfélagsumræðunni.“Með puttann á púlsinum Silja stundaði á sínum tíma nám við Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni miðlun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Áður en hún hóf störf hjá OR starfaði hún hjá upplýsingaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Ég hef verið með puttann á púlsinum þegar kemur að samgöngumálum. Nú hefur leiðin mín í vinnuna lengst verulega og ég vil að sú nýja reynsla sem ég hef aflað mér í bílleysinu geti nýst samtökunum til góðs,“ segir Silja. Á aðalfundi samtakanna voru einnig þau Einar Sigurvinsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, Arnór Bogason og Sigurður Ólafsson kosin í stjórn. Þá voru Dagur Bollason og Sesselja Traustadóttir kosin sem varamenn í stjórn og Ásbjörn Ólafsson skoðunarmaður reikninga.
Samgöngur Vistaskipti Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira