Vísar því á bug að fjárfestingaleið Seðlabankans hafi verið opinbert peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 17:19 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fjárfestingaleiðin var úrræði sem notast var við til að leyfa flutning á fjármagni til landsins eftir hrun en í gegnum gjaldeyrisútboð var leitast við að losa um svokallaða snjóhengju. Þórhildur Sunna vitnaði í fyrirspurn sinni til orða sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, lét falla í Silfrinu á Rúv í gær. Þar líkti hann fjárfestingaleið Seðlabankans sem sett var á fót árið 2012 við skýra birtingarmynd opinbers peningaþvættis. „Ég hlýt þó að gera ákveðna athugasemd við það orðalag að hér hafi Seðlabanki Íslands beinlínis staðið fyrir peningaþvætti,“ sagði Katrín. Fjármálaeftirlitið hafi haft eftirlit með því að þátttaka í fjárfestingaleiðinni væri í lagi. „Það er ekki hægt að tala um það að hér hafi fjármunir komið inn í landið algerlega eftirlitslaust og þetta hefur auðvitað komið fram, meðal annars í svörum ráðherra við fyrirspurnum þingmanna,“ sagði Katrín. Í seinni ræðu sinni sagði Þórhildur Sunna að í skýrslu Seðlabankans hafi komið fram að það hafi ekki verið hlutverk Seðlabankans að „útdeila réttlæti í samfélaginu með því að greina á milli æskilegra og óæskilegra fjárfesta.“ Seðlabankinn hafi viðurkennt að hafa ekki yfirsýn og hafi í raun rannsakað sjálfan sig. „Er ekki tilefni fyrir Alþingi að rannsaka þann sem rannsakaði sjálfan sig?“ spurði Þórhildur Sunna aftur. „Ég myndi eigi að síður í ljósi þess sem hv. þingmaður segir hér telja það eðlilegt að Alþingi og viðeigandi nefndir á vegum Alþingis, fari yfir skýrslu Seðlabankans og einmitt kanni það hvort Alþingi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða efnahags- og viðskiptanefnd, telji að þar sé spurningum ósvarað,“ sagði Katrín. Alþingi Gjaldeyrishöft Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir athugasemdir við ummæli sem látin hafa verið falla um að Seðlabanki Íslands hafi beinlínis staðið fyrir peningaþvætti með fjárfestingaleið bankans. Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fjárfestingaleiðin var úrræði sem notast var við til að leyfa flutning á fjármagni til landsins eftir hrun en í gegnum gjaldeyrisútboð var leitast við að losa um svokallaða snjóhengju. Þórhildur Sunna vitnaði í fyrirspurn sinni til orða sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, lét falla í Silfrinu á Rúv í gær. Þar líkti hann fjárfestingaleið Seðlabankans sem sett var á fót árið 2012 við skýra birtingarmynd opinbers peningaþvættis. „Ég hlýt þó að gera ákveðna athugasemd við það orðalag að hér hafi Seðlabanki Íslands beinlínis staðið fyrir peningaþvætti,“ sagði Katrín. Fjármálaeftirlitið hafi haft eftirlit með því að þátttaka í fjárfestingaleiðinni væri í lagi. „Það er ekki hægt að tala um það að hér hafi fjármunir komið inn í landið algerlega eftirlitslaust og þetta hefur auðvitað komið fram, meðal annars í svörum ráðherra við fyrirspurnum þingmanna,“ sagði Katrín. Í seinni ræðu sinni sagði Þórhildur Sunna að í skýrslu Seðlabankans hafi komið fram að það hafi ekki verið hlutverk Seðlabankans að „útdeila réttlæti í samfélaginu með því að greina á milli æskilegra og óæskilegra fjárfesta.“ Seðlabankinn hafi viðurkennt að hafa ekki yfirsýn og hafi í raun rannsakað sjálfan sig. „Er ekki tilefni fyrir Alþingi að rannsaka þann sem rannsakaði sjálfan sig?“ spurði Þórhildur Sunna aftur. „Ég myndi eigi að síður í ljósi þess sem hv. þingmaður segir hér telja það eðlilegt að Alþingi og viðeigandi nefndir á vegum Alþingis, fari yfir skýrslu Seðlabankans og einmitt kanni það hvort Alþingi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða efnahags- og viðskiptanefnd, telji að þar sé spurningum ósvarað,“ sagði Katrín.
Alþingi Gjaldeyrishöft Ísland á gráum lista FATF Seðlabankinn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira