Óútskýrð ítrekuð kattadráp í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2019 12:15 Kattarmálið í Hveragerði er undarlegt en nokkrir kettir hafa drepist í bæjarfélaginu án skýringa. Grunurinn beinist að frostlegi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kettir halda áfram að drepast í Hveragerði án nokkurra skýringa en helsti dettur mönnum í hug að kettirnir drepist af völdum frostlögs. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir málið ótrúlega leiðinlegt og vill ekki trúa því að einhver sé að drepa ketti viljandi. Nokkrir kettir hafa drepist í Hveragerði á árinu á dularfullan hátt án skýringa. Bæjaryfirvöld hafa fengið nóg af málinu og hafa tekið það í sínar hendur. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri í Hveragerði. „Við höfum ákveðið hér hjá Hveragerðisbæ að kortleggja þetta mál með frostlögseitranir og erum búin að biðja þá sem að geta með óhyggjandi hætti sýnt fram á það að dýrin þeirra hafi dáið af þeim völdum að hafa samband við okkur svo við getum kortlagt það svæði sem um er að ræða“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri. Og hún bætir við. „Ef við sjáum að þetta sé algengara á einu svæði en öðru þá ætlum við að fara að kemba það svæði með það fyrir augun að kanna hvort það geti verið að frostlögur sé að leka úr bílum eða jafnvel úr snjóbræðslum til þess að geta allavega útilokað þann möguleika“. „Jú, þetta er ekkert skemmtilegt. Það vill engin standa í svona. En það er alveg ljós að við viljum gera allt sem við getum til að uppræta þetta og ætlum að gera það)“. Aldís Hafsteindsóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.En eru kettir ekki velkomnir í Hveragerði eins og önnur dýr? „Jú, ég er sjálf mjög hrifin af köttum og hef átt nokkra. Þeir eru að sjálfsögðu velkomnir hér og við munum ekki líða svona, samfélagið vill þetta ekki, þetta er ólöglegt. Lögreglan gerir það sem hún getur til að uppræta svona hegðun en við þurfum fyrst og fremst að kanna hvort þetta geti verið einhverskonar óviljaverk, að það sé að leka einhversstaðar frá“, segir Aldís. B réf sem Aldís skrifaði til bæjarbúa inn á Facbookarsíðu Hvergerðinga: „Í ljósi umræðunnar varðandi ketti vil ég koma eftirfarandi á framfæri við bæjarbúa: Ég hef rætt þetta mál enn og aftur við lögregluna. Lögreglan vill koma því á framfæri að ef að fólk hefur rökstuddan grun um að eitrað hafi verið fyrir dýrum þá verður viðkomandi eigandi/forráðamaður að hafa samband og tilkynna atburðinn strax til lögreglu. Þannig er hægt að skrá málin og vinna með þau í framhaldinu. Við ræddum þetta einnig hér á bæjarskrifstofunni og nú viljum við gjarnan að þeir eigendur sem misst hafa dýrin sín og staðfest hefur verið að sé af völdum frostlögs hafi samband við bæjarskrifstofu og tilkynni málið og gefi jafnframt upp nafn og heimilisfang og hvar dýrið fannst ef það fannst utan heimilis. EKki tilkynna sögusagnir því við viljum heyra frá eigendum. Við höfum hug á að kortleggja svæðið sem um ræðir og kanna hvort eitthvað finnist með því sem leitt getur okkur á rétt spor. Einnig viljum við gjarnan beina því til húseigenda í Hveragerði og þá sérstaklega í kringum Laufskóga, Dynskóga, Frumskóga og Bláskóga að fara vel yfir alla bíla og farartæki sem mögulega geta lekið frostlegi og einnig allar snjóbræðslur á svæðinu. Ef að fylla þarf frostlegi ítrekað á kerfi getur það bent til leka. Þegar við höfum kortlagt svæðið munum við grípa til frekari aðgerða og þá sérstaklega ef að eitthvað mynstur kemur í ljós. Einnig hefur okkur verið sagt frá því að mögulegt er að setja staðsetningartæki á gæludýr og með því skrá ferðir dýranna. Þannig væri auðveldlega hægt að skrá ferðir þeirra og finna út hvar þau komast í óþerra ef það gerist. Það mætti sjálfsagt reyna það en ég veit þó ekki hvar maður fær þannig græju. En sem sagt: senda upplýsingar á mottaka@hveragerdi. Yfirfara alla bíla og snjóbræðslur og aðra staði sem mögulega gætu lekið frostlegi“. Dýr Hveragerði Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Kettir halda áfram að drepast í Hveragerði án nokkurra skýringa en helsti dettur mönnum í hug að kettirnir drepist af völdum frostlögs. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir málið ótrúlega leiðinlegt og vill ekki trúa því að einhver sé að drepa ketti viljandi. Nokkrir kettir hafa drepist í Hveragerði á árinu á dularfullan hátt án skýringa. Bæjaryfirvöld hafa fengið nóg af málinu og hafa tekið það í sínar hendur. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri í Hveragerði. „Við höfum ákveðið hér hjá Hveragerðisbæ að kortleggja þetta mál með frostlögseitranir og erum búin að biðja þá sem að geta með óhyggjandi hætti sýnt fram á það að dýrin þeirra hafi dáið af þeim völdum að hafa samband við okkur svo við getum kortlagt það svæði sem um er að ræða“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri. Og hún bætir við. „Ef við sjáum að þetta sé algengara á einu svæði en öðru þá ætlum við að fara að kemba það svæði með það fyrir augun að kanna hvort það geti verið að frostlögur sé að leka úr bílum eða jafnvel úr snjóbræðslum til þess að geta allavega útilokað þann möguleika“. „Jú, þetta er ekkert skemmtilegt. Það vill engin standa í svona. En það er alveg ljós að við viljum gera allt sem við getum til að uppræta þetta og ætlum að gera það)“. Aldís Hafsteindsóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.En eru kettir ekki velkomnir í Hveragerði eins og önnur dýr? „Jú, ég er sjálf mjög hrifin af köttum og hef átt nokkra. Þeir eru að sjálfsögðu velkomnir hér og við munum ekki líða svona, samfélagið vill þetta ekki, þetta er ólöglegt. Lögreglan gerir það sem hún getur til að uppræta svona hegðun en við þurfum fyrst og fremst að kanna hvort þetta geti verið einhverskonar óviljaverk, að það sé að leka einhversstaðar frá“, segir Aldís. B réf sem Aldís skrifaði til bæjarbúa inn á Facbookarsíðu Hvergerðinga: „Í ljósi umræðunnar varðandi ketti vil ég koma eftirfarandi á framfæri við bæjarbúa: Ég hef rætt þetta mál enn og aftur við lögregluna. Lögreglan vill koma því á framfæri að ef að fólk hefur rökstuddan grun um að eitrað hafi verið fyrir dýrum þá verður viðkomandi eigandi/forráðamaður að hafa samband og tilkynna atburðinn strax til lögreglu. Þannig er hægt að skrá málin og vinna með þau í framhaldinu. Við ræddum þetta einnig hér á bæjarskrifstofunni og nú viljum við gjarnan að þeir eigendur sem misst hafa dýrin sín og staðfest hefur verið að sé af völdum frostlögs hafi samband við bæjarskrifstofu og tilkynni málið og gefi jafnframt upp nafn og heimilisfang og hvar dýrið fannst ef það fannst utan heimilis. EKki tilkynna sögusagnir því við viljum heyra frá eigendum. Við höfum hug á að kortleggja svæðið sem um ræðir og kanna hvort eitthvað finnist með því sem leitt getur okkur á rétt spor. Einnig viljum við gjarnan beina því til húseigenda í Hveragerði og þá sérstaklega í kringum Laufskóga, Dynskóga, Frumskóga og Bláskóga að fara vel yfir alla bíla og farartæki sem mögulega geta lekið frostlegi og einnig allar snjóbræðslur á svæðinu. Ef að fylla þarf frostlegi ítrekað á kerfi getur það bent til leka. Þegar við höfum kortlagt svæðið munum við grípa til frekari aðgerða og þá sérstaklega ef að eitthvað mynstur kemur í ljós. Einnig hefur okkur verið sagt frá því að mögulegt er að setja staðsetningartæki á gæludýr og með því skrá ferðir dýranna. Þannig væri auðveldlega hægt að skrá ferðir þeirra og finna út hvar þau komast í óþerra ef það gerist. Það mætti sjálfsagt reyna það en ég veit þó ekki hvar maður fær þannig græju. En sem sagt: senda upplýsingar á mottaka@hveragerdi. Yfirfara alla bíla og snjóbræðslur og aðra staði sem mögulega gætu lekið frostlegi“.
Dýr Hveragerði Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira