Skólayfirvöld og foreldrar þurfi að taka á matarvenjum barna Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2019 19:49 Ragga segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við það að mörg börn séu með slæmar matarvenjur. Vísir/Vilhelm Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem flestir þekkja sem Röggu Nagla, segir ríka ástæðu til þess að vekja athygli á offitu barna á Íslandi. Íslendingar þurfi að horfast í augu við þær lausnir sem séu fyrir hendi svo börnum líði betur í eigin skinni og eigi í heilbrigðu sambandi við mat. Í færslu á Facebook-síðu sinni setur Ragga fram nokkrar lausnir sem hægt sé að taka til skoðunar til þess að sporna við óheilbrigðum matarvenjum. Hún ítrekar þó að mikilvægast sé að skoða hvernig börn borði, frekar en hvað þau borði. Mikil umræða hefur skapast um offitu hjá íslenskum börnum eftir að málið var tekið fyrir í fréttaskýringarþættinum Kompás. Þar kom fram að íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung og að samkvæmt nýjustu mælingum sé fjórðungur íslenskra grunnskólabarna í ofþyngd. Sjá einnig: Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“„Ef börn eiga að skófla niður matnum á kortéri þá velja þau mat sem uppfyllir þau skilyrði eins og samlokur, snúða, skinkuhorn og ostaslaufur. Mat sem þau geta mokað upp í túlann með höndunum á innan við fimm og málið er dautt,“ skrifar Ragga og bætir við að í þessu samhengi megi draga skólayfirvöld og foreldra til ábyrgðar. Hún segir endurteknar máltíðir á hlaupum eða í kapphlaupi við klukkuna valda því að líkaminn sé ekki klár í að melta fæðuna. Blóðið sé enn í útlimum sem þýði minna blóðflæði í magann og slíkt geti valdið meltingartruflunum til lengri tíma. „Hámað í sófanum í kaffistofunni yfir símanum og hausinn er ekki með í partýinu í munninum því hann er á fullu að skoða myndir á instagram. Það verður engin upplifun af matnum. Engin nautn. Engin tenging. Engin skráning á máltíðinni í minninu.“Ragga segir mikilvægt að börn fái góðan tíma í að næra sig en ekki eiga að þurfa að velja mat sem þau geti borðað á fimm mínútum.Vísir/GettyAllir elska mat en fæstir borða þannig Ragga bendir á að rannsóknir sýni fram á það að þegar fjölskyldur borði saman og sitji saman þar til matartíma sé lokið séu grennri en aðrar fjölskyldur þar sem fjölskyldumeðlimir fari frá borðinu þegar þeir hafa lokið sér af. Núvitund sé líka hjálpleg í þessu samhengi og segir hún fólk sem nærast í núvitund fara að velja hollari kosti. „Allir elska að borða. Allir elska mat. Enn fæstir borða eins og þeir elski mat.“ Þær lausnir sem Ragga setur fram snúa að matartímanum sjálfum. Fyrsta lausnin sé að útrýma sjónvarpsglápi og símahangsi á meðan matartíma stendur enda þurfi einbeitingin að vera á máltíðina sjálfa en ekki annað afþreyingarefni. „Við viljum að heilinn sé í partýinu sem er í munninum en ekki límdur á hvað er að gerast á skjánum á Jútjúb eða Instagramm,“ skrifar Ragga. Næstu lausnir miða að frekari samvinnu foreldra og barna þegar kemur að matargerðinni og matartímanum sjálfum. Það að foreldrar leyfi börnum að taka þátt í eldamennskunni, brýni fyrir þeim að taka sér góðan tíma í máltíðina og hvetji þau til þess að velja fjölbreyttara mataræði geti skipt sköpum. „Því ást er að veita óskipta athygli og ef við kennum unglingum að borða hægar, í fullkominni ró og með öll skilningarvit galopin verða þau sáttari í sálinni eftir hverja máltíð sem minnkar líkur á árás á nammibarinn í Hagkaup í næstu frímínútum.“Pistil Röggu má lesa í heild sinni hér að neðan. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Markmiðið með því að nærast í núvitund er að líða jafn vel fyrir og eftir máltíðina Ragga nagli hvetur fólk til að sleppa megrunarkúrum, borða hægar og njóta máltíðanna betur. 11. febrúar 2018 07:00 „Eigum að löðra okkur upp úr fitu og passa okkur á því að borða ekki banana“ Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari sem búsett er í Danmörku þar sem hún starfar sem sálfræðingur. 12. maí 2019 10:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem flestir þekkja sem Röggu Nagla, segir ríka ástæðu til þess að vekja athygli á offitu barna á Íslandi. Íslendingar þurfi að horfast í augu við þær lausnir sem séu fyrir hendi svo börnum líði betur í eigin skinni og eigi í heilbrigðu sambandi við mat. Í færslu á Facebook-síðu sinni setur Ragga fram nokkrar lausnir sem hægt sé að taka til skoðunar til þess að sporna við óheilbrigðum matarvenjum. Hún ítrekar þó að mikilvægast sé að skoða hvernig börn borði, frekar en hvað þau borði. Mikil umræða hefur skapast um offitu hjá íslenskum börnum eftir að málið var tekið fyrir í fréttaskýringarþættinum Kompás. Þar kom fram að íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung og að samkvæmt nýjustu mælingum sé fjórðungur íslenskra grunnskólabarna í ofþyngd. Sjá einnig: Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“„Ef börn eiga að skófla niður matnum á kortéri þá velja þau mat sem uppfyllir þau skilyrði eins og samlokur, snúða, skinkuhorn og ostaslaufur. Mat sem þau geta mokað upp í túlann með höndunum á innan við fimm og málið er dautt,“ skrifar Ragga og bætir við að í þessu samhengi megi draga skólayfirvöld og foreldra til ábyrgðar. Hún segir endurteknar máltíðir á hlaupum eða í kapphlaupi við klukkuna valda því að líkaminn sé ekki klár í að melta fæðuna. Blóðið sé enn í útlimum sem þýði minna blóðflæði í magann og slíkt geti valdið meltingartruflunum til lengri tíma. „Hámað í sófanum í kaffistofunni yfir símanum og hausinn er ekki með í partýinu í munninum því hann er á fullu að skoða myndir á instagram. Það verður engin upplifun af matnum. Engin nautn. Engin tenging. Engin skráning á máltíðinni í minninu.“Ragga segir mikilvægt að börn fái góðan tíma í að næra sig en ekki eiga að þurfa að velja mat sem þau geti borðað á fimm mínútum.Vísir/GettyAllir elska mat en fæstir borða þannig Ragga bendir á að rannsóknir sýni fram á það að þegar fjölskyldur borði saman og sitji saman þar til matartíma sé lokið séu grennri en aðrar fjölskyldur þar sem fjölskyldumeðlimir fari frá borðinu þegar þeir hafa lokið sér af. Núvitund sé líka hjálpleg í þessu samhengi og segir hún fólk sem nærast í núvitund fara að velja hollari kosti. „Allir elska að borða. Allir elska mat. Enn fæstir borða eins og þeir elski mat.“ Þær lausnir sem Ragga setur fram snúa að matartímanum sjálfum. Fyrsta lausnin sé að útrýma sjónvarpsglápi og símahangsi á meðan matartíma stendur enda þurfi einbeitingin að vera á máltíðina sjálfa en ekki annað afþreyingarefni. „Við viljum að heilinn sé í partýinu sem er í munninum en ekki límdur á hvað er að gerast á skjánum á Jútjúb eða Instagramm,“ skrifar Ragga. Næstu lausnir miða að frekari samvinnu foreldra og barna þegar kemur að matargerðinni og matartímanum sjálfum. Það að foreldrar leyfi börnum að taka þátt í eldamennskunni, brýni fyrir þeim að taka sér góðan tíma í máltíðina og hvetji þau til þess að velja fjölbreyttara mataræði geti skipt sköpum. „Því ást er að veita óskipta athygli og ef við kennum unglingum að borða hægar, í fullkominni ró og með öll skilningarvit galopin verða þau sáttari í sálinni eftir hverja máltíð sem minnkar líkur á árás á nammibarinn í Hagkaup í næstu frímínútum.“Pistil Röggu má lesa í heild sinni hér að neðan.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Markmiðið með því að nærast í núvitund er að líða jafn vel fyrir og eftir máltíðina Ragga nagli hvetur fólk til að sleppa megrunarkúrum, borða hægar og njóta máltíðanna betur. 11. febrúar 2018 07:00 „Eigum að löðra okkur upp úr fitu og passa okkur á því að borða ekki banana“ Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari sem búsett er í Danmörku þar sem hún starfar sem sálfræðingur. 12. maí 2019 10:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Markmiðið með því að nærast í núvitund er að líða jafn vel fyrir og eftir máltíðina Ragga nagli hvetur fólk til að sleppa megrunarkúrum, borða hægar og njóta máltíðanna betur. 11. febrúar 2018 07:00
„Eigum að löðra okkur upp úr fitu og passa okkur á því að borða ekki banana“ Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari sem búsett er í Danmörku þar sem hún starfar sem sálfræðingur. 12. maí 2019 10:00