Fyrrverandi starfsmenn Twitter sakaðir um njósnir fyrir Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2019 22:51 Þetta er í fyrsta sinn sem Sádar eru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Ríkin eru miklir bandamenn til margra ára. Vísir/getty Tveir fyrrverandi starfsmenn Twitter í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir njósnir á vegum Sádi-Arabíu. Þeir eru sagðir hafa fylgst með Twitter-síðum gagnrýnenda konungsfjölskyldu ríkisins. Annar mannanna, Ahmad, Abouammo, sem er bandarískur ríkisborgari, var handtekinn í gær. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa falsað kvittun með því markmiði að hindra rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Hinum manninum, Ali Alzabarahd, frá Sádi Arabíu, er gert að hafa nálgast persónuupplýsingar rúmlega sex þúsund notenda Twitter árið 2015 og það á vegum ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. Auk þeirra hefur einn maður verið ákærður. Hann heitir Ahmed Almutairi og var milliliður mannanna og embættismanna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt frétt Washington Post er talið að þeir Alzabarah og Almutairi séu staddir í Sádi-Arabíu. Mennirnir þrír eru þar að auki sagðir hafa starfað með embættismanni sem rekur góðgerðasamtök í eigu Mohammed bin-Salmann, krónprins og í raun leiðtoga Sádi-Arabíu. Salmann, sem er iðulega kallaður MBS, er sakaður af leyniþjónustum Bandaríkjanna um að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í fyrra.Þetta er í fyrsta sinn sem Sádar eru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Ríkin eru miklir bandamenn til margra ára.Twitter er vígvöllur í Sádi-Arabíu Sérfræðingur mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir ákærurnar sérstaklega merkilegar með tilliti til þess að Sádar séu yfir höfuð mjög virkir á Twitter og noti samfélagsmiðilinn til að ræða hin ýmsu málefni. Yfirvöld ríkisins eru sögð reka nokkurs konar „tröllaverksmiðju“ þar sem hundruð manna vinna við það að dreifa áróðri og ógna gagnrýnendum konungsfjölskyldunnar, svo eitthvað sé nefnt. Markmið þeirra er að þagga í gagnrýnisröddum fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Þá segir sérfræðingurinn ljóst að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi lengi reynt að svipta hulunni af vinsælum Twitter-síðum þar sem notendur koma ekki fram undir nafni. Í ákærunni kemur til dæmis fram að Abouammo hafi nálgast persónuupplýsingar notanda sem gengur undir nafninu @Mujtahidd. Hann er með rúmlega milljón fylgjendur og hefur varpað ljósi á spillingu í Sádi-Arabíu. Alzabarah nálgaðist þar að auki persónuupplýsingar Abdulaziz, sem er vel þekktur gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar og vinur Khashoggi. Abdulaziz býr í Kanada en tveir bræður hans í Sádi-Arabíu hafa verið handteknir. Hann höfðaði mál gegn Twitter í síðasta mánuði á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi ekki látið hann vita af því að persónuupplýsingar hans hafi verið skoðaðar og þeim dreift. Aðrir starfsmenn Twitter spurðu Alzabarah þann 2. desember út í af hverju hann hefði verið að skoða persónuupplýsingar notenda og sagðist hann hafa gert það fyrir forvitnisakir. Hann var settur í leyfi frá störfum og degi seinna flaug hann til Sádi-Arabíu. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Twitter Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn Twitter í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir njósnir á vegum Sádi-Arabíu. Þeir eru sagðir hafa fylgst með Twitter-síðum gagnrýnenda konungsfjölskyldu ríkisins. Annar mannanna, Ahmad, Abouammo, sem er bandarískur ríkisborgari, var handtekinn í gær. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa falsað kvittun með því markmiði að hindra rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Hinum manninum, Ali Alzabarahd, frá Sádi Arabíu, er gert að hafa nálgast persónuupplýsingar rúmlega sex þúsund notenda Twitter árið 2015 og það á vegum ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. Auk þeirra hefur einn maður verið ákærður. Hann heitir Ahmed Almutairi og var milliliður mannanna og embættismanna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt frétt Washington Post er talið að þeir Alzabarah og Almutairi séu staddir í Sádi-Arabíu. Mennirnir þrír eru þar að auki sagðir hafa starfað með embættismanni sem rekur góðgerðasamtök í eigu Mohammed bin-Salmann, krónprins og í raun leiðtoga Sádi-Arabíu. Salmann, sem er iðulega kallaður MBS, er sakaður af leyniþjónustum Bandaríkjanna um að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í fyrra.Þetta er í fyrsta sinn sem Sádar eru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Ríkin eru miklir bandamenn til margra ára.Twitter er vígvöllur í Sádi-Arabíu Sérfræðingur mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir ákærurnar sérstaklega merkilegar með tilliti til þess að Sádar séu yfir höfuð mjög virkir á Twitter og noti samfélagsmiðilinn til að ræða hin ýmsu málefni. Yfirvöld ríkisins eru sögð reka nokkurs konar „tröllaverksmiðju“ þar sem hundruð manna vinna við það að dreifa áróðri og ógna gagnrýnendum konungsfjölskyldunnar, svo eitthvað sé nefnt. Markmið þeirra er að þagga í gagnrýnisröddum fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Þá segir sérfræðingurinn ljóst að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi lengi reynt að svipta hulunni af vinsælum Twitter-síðum þar sem notendur koma ekki fram undir nafni. Í ákærunni kemur til dæmis fram að Abouammo hafi nálgast persónuupplýsingar notanda sem gengur undir nafninu @Mujtahidd. Hann er með rúmlega milljón fylgjendur og hefur varpað ljósi á spillingu í Sádi-Arabíu. Alzabarah nálgaðist þar að auki persónuupplýsingar Abdulaziz, sem er vel þekktur gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar og vinur Khashoggi. Abdulaziz býr í Kanada en tveir bræður hans í Sádi-Arabíu hafa verið handteknir. Hann höfðaði mál gegn Twitter í síðasta mánuði á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi ekki látið hann vita af því að persónuupplýsingar hans hafi verið skoðaðar og þeim dreift. Aðrir starfsmenn Twitter spurðu Alzabarah þann 2. desember út í af hverju hann hefði verið að skoða persónuupplýsingar notenda og sagðist hann hafa gert það fyrir forvitnisakir. Hann var settur í leyfi frá störfum og degi seinna flaug hann til Sádi-Arabíu.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Twitter Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira