Gagnrýna „söguleg mistök“ Evrópusambandsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. nóvember 2019 19:15 Bandaríkjastjórn er ósátt við þá afstöðu Evrópusambandsins að opna ekki aðildarviðræður við Norður-Makedóníu og Albaníu. Búist var við því að aðildarviðræður yrðu opnaðar en leiðtogaráð ESB tók afstöðu gegn því á fundi sínum í október. Leiðtogar Frakklands, Danmerkur og Hollands stóðu gegn því á leiðtogaráðsfundi októbermánaðar að hefja aðildarviðræður við ríkin tvö á Balkanskaga. Franski forsetinn Emmanuel Macron er sagður hafa farið fremst í flokki. Niðurstaðan olli vonbrigðum, bæði innan ríkjanna tveggja sem og innan sambandsins sjálfs. The Guardian fjallaði á sínum tíma um fordæmingu ákvörðunarinnar. Haft var eftir Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, að um söguleg mistök væri að ræða. Evrópusambandið þyrfti að standa við gefin loforð. Norður-Makedónar bjuggust fastlega við því að leiðin yrði greið að Evrópusambandsaðild eftir að áratugalöng deila við Grikki um nafn ríkisins var leyst í febrúar. Grikkir höfðu staðið gegn aðild ríkisins að Evrópusambandinu en horfið frá þeirri andstöðu þegar Makedónar urðu Norður-Makedónar. Matthew Palmer, bandarískur erindreki, tók í sama streng í dag, staddur á fundi með Aleksandar Vucic Serbíuforseta. Að okkar mati var um söguleg mistök að ræða. Þau senda slæm skilaboð til svæðisins alls,“ sagði Palmer og bætti við að Bandaríkin vildu sjá aukna samvinnu ríkjanna á vestanverðum Balkanskaga við Evrópusambandið. Bandaríkjastjórn myndi reyna að sannfæra Evrópusambandið um að endurskoða málið fyrir næsta leiðtogaráðsfund. Albanía Bandaríkin Evrópusambandið Norður-Makedónía Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Bandaríkjastjórn er ósátt við þá afstöðu Evrópusambandsins að opna ekki aðildarviðræður við Norður-Makedóníu og Albaníu. Búist var við því að aðildarviðræður yrðu opnaðar en leiðtogaráð ESB tók afstöðu gegn því á fundi sínum í október. Leiðtogar Frakklands, Danmerkur og Hollands stóðu gegn því á leiðtogaráðsfundi októbermánaðar að hefja aðildarviðræður við ríkin tvö á Balkanskaga. Franski forsetinn Emmanuel Macron er sagður hafa farið fremst í flokki. Niðurstaðan olli vonbrigðum, bæði innan ríkjanna tveggja sem og innan sambandsins sjálfs. The Guardian fjallaði á sínum tíma um fordæmingu ákvörðunarinnar. Haft var eftir Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, að um söguleg mistök væri að ræða. Evrópusambandið þyrfti að standa við gefin loforð. Norður-Makedónar bjuggust fastlega við því að leiðin yrði greið að Evrópusambandsaðild eftir að áratugalöng deila við Grikki um nafn ríkisins var leyst í febrúar. Grikkir höfðu staðið gegn aðild ríkisins að Evrópusambandinu en horfið frá þeirri andstöðu þegar Makedónar urðu Norður-Makedónar. Matthew Palmer, bandarískur erindreki, tók í sama streng í dag, staddur á fundi með Aleksandar Vucic Serbíuforseta. Að okkar mati var um söguleg mistök að ræða. Þau senda slæm skilaboð til svæðisins alls,“ sagði Palmer og bætti við að Bandaríkin vildu sjá aukna samvinnu ríkjanna á vestanverðum Balkanskaga við Evrópusambandið. Bandaríkjastjórn myndi reyna að sannfæra Evrópusambandið um að endurskoða málið fyrir næsta leiðtogaráðsfund.
Albanía Bandaríkin Evrópusambandið Norður-Makedónía Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira