„Það er afskaplega langt í land“ Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2019 20:41 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. visir/vilhelm Samningar hafa enn ekki náðst í kjaraviðræðum Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. „Þeir lögðu fram tilboð og við lögðum fram gagntilboð en því miður sáum við ekki til lands þannig að fundi var slitið rétt fyrir klukkan sjö og við hittumst aftur á þriðjudaginn kemur,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands í samtali við fréttastofu skömmu eftir fundinn. Að sögn Hjálmars vildi samninganefnd Blaðamannafélagsins sitja fundinn lengur vegna yfirvofandi verkfalls á morgun en ekki hafi verið vilji til þess.Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störf „Við vildum sitja yfir þessu í kvöld og í nótt í ljósi þess að það er verkfall á morgun en það var ekki vilji til þess hinum megin, þeir töldu ekki ástæðu til þess og við verðum auðvitað bara að hlíta því.“ Hjálmar segir enn vera langt í land milli aðila sem sé honum óskiljanlegt þar sem kröfur Blaðamannafélagsins séu mjög hóflegar. „Við erum ekki að fara út fyrir neinn lífskjarasamning í okkar kröfugerð. Það liggur fyrir í þeim samningum sem við höfum þegar gert við smærri aðila hversu hóflegar þessar hækkanir eru og það er ekki að brjóta eitt eða neitt. Ég skil ekki að menn leggi dæmið upp með þeim hætti,“ segir Hjálmar, sem er ekki bjartsýnn eftir fund dagsins. „Það er afskaplega langt í land, því miður.“Frá fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag.Vísir/einarÖmurlegt en nauðsynlegt að stefna verkfallsbrjótum Blaðamannafélagið hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í síðustu vinnustöðvun sem var sú fyrsta í röð fyrirhugaðra verkfalla. Málið verður þingfest í Félagsdómi á þriðjudag og segir Hjálmar það ekki ánægjulegt að grípa til slíkra úrræða. „Það er náttúrulega ömurlegt að þurfa að stefna verkfallsbrjótum fyrir Félagsdóm en það var ekkert annað að gera, það er bara þannig. Við getum ekki liðið það að menn brjóti löglega boðaða vinnustöðvun og það verður bara að fylgja því til enda, jafn ömurlegt og það er,“ segir Hjálmar.Sjá einnig: Deila áfram um lífskjarasamninginnHin meintu brot snúast að fréttaskrifum blaðamanna Árvakurs á vef mbl.is á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Á meðal þeirra sem grunuð eru um verkfallsbrot eru þrír félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands en níu blaðamenn birtu fréttir á vefnum á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Fyrir Hjálmari var háttsemi starfsmanna Morgunblaðsins skýrt dæmi um verkfallsbrot. Það hafi því ekkert annað komið til greina en að vísa málinu til Félagsdóms. „Lögin eru alveg skýr að þessu leyti að mínu viti.“Flestir blaðamenn á Vísi eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Samningar hafa enn ekki náðst í kjaraviðræðum Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. „Þeir lögðu fram tilboð og við lögðum fram gagntilboð en því miður sáum við ekki til lands þannig að fundi var slitið rétt fyrir klukkan sjö og við hittumst aftur á þriðjudaginn kemur,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands í samtali við fréttastofu skömmu eftir fundinn. Að sögn Hjálmars vildi samninganefnd Blaðamannafélagsins sitja fundinn lengur vegna yfirvofandi verkfalls á morgun en ekki hafi verið vilji til þess.Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störf „Við vildum sitja yfir þessu í kvöld og í nótt í ljósi þess að það er verkfall á morgun en það var ekki vilji til þess hinum megin, þeir töldu ekki ástæðu til þess og við verðum auðvitað bara að hlíta því.“ Hjálmar segir enn vera langt í land milli aðila sem sé honum óskiljanlegt þar sem kröfur Blaðamannafélagsins séu mjög hóflegar. „Við erum ekki að fara út fyrir neinn lífskjarasamning í okkar kröfugerð. Það liggur fyrir í þeim samningum sem við höfum þegar gert við smærri aðila hversu hóflegar þessar hækkanir eru og það er ekki að brjóta eitt eða neitt. Ég skil ekki að menn leggi dæmið upp með þeim hætti,“ segir Hjálmar, sem er ekki bjartsýnn eftir fund dagsins. „Það er afskaplega langt í land, því miður.“Frá fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag.Vísir/einarÖmurlegt en nauðsynlegt að stefna verkfallsbrjótum Blaðamannafélagið hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í síðustu vinnustöðvun sem var sú fyrsta í röð fyrirhugaðra verkfalla. Málið verður þingfest í Félagsdómi á þriðjudag og segir Hjálmar það ekki ánægjulegt að grípa til slíkra úrræða. „Það er náttúrulega ömurlegt að þurfa að stefna verkfallsbrjótum fyrir Félagsdóm en það var ekkert annað að gera, það er bara þannig. Við getum ekki liðið það að menn brjóti löglega boðaða vinnustöðvun og það verður bara að fylgja því til enda, jafn ömurlegt og það er,“ segir Hjálmar.Sjá einnig: Deila áfram um lífskjarasamninginnHin meintu brot snúast að fréttaskrifum blaðamanna Árvakurs á vef mbl.is á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Á meðal þeirra sem grunuð eru um verkfallsbrot eru þrír félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands en níu blaðamenn birtu fréttir á vefnum á meðan vinnustöðvun stóð yfir. Fyrir Hjálmari var háttsemi starfsmanna Morgunblaðsins skýrt dæmi um verkfallsbrot. Það hafi því ekkert annað komið til greina en að vísa málinu til Félagsdóms. „Lögin eru alveg skýr að þessu leyti að mínu viti.“Flestir blaðamenn á Vísi eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. 11. nóvember 2019 18:46
Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31
Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49
Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36