Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2019 15:21 Svanhildur var meðal gesta á Degi íslenskrar tónlistar í Iðnó á dögunum. SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. Magnús Geir Þórðarson var skipaður Þjóðleikhússtjóri á dögunum og lét í framhaldinu af störfum sem útvarpsstjóri. Nokkrir hafa staðfest umsókn sína um starfið og var Svanhildur talin meðal líklegri umsækjenda. „Já það er rétt - mitt nafn hefur verið nefnt og ég hef fengið mikla hvatningu til að sækja um þetta spennandi starf. Mér hefur óneitanlega þótt vænt um það og því hugsaði ég mig vel um,“ segir Svanhildur. Hefði Svanhildur sótt um og verið skipuð útvarpsstjóri hefði önnur eftirsóknarverð staðan í menningarheiminum losnað, forstjórastaðan í Hörpu. Þar hefur Svanhildur ráðið ríkjum frá því 1. maí 2017. Svanhildur ætlar að halda uppteknum hætti í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Þar segist hún í miðju kafi með sínu frábæra fólki í mikilvægum verkefnum. Hjartað slái þar. „Við verðum að koma Hörpu á eðlilegan rekstargrundvöll svo hægt sé að hámarka tækifærin fyrir samfélagið sem felast í þessu dásamlega húsi. Ég ætla sum sé að halda áfram að einbeita mér að því - a.m.k. á næstunni.“ Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður hefur gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vildi ekki staðfesta við fréttastofu í morgun að hún hefði sótt um starfið. Stjórn RÚV hefur líst því yfir að listi yfir umsækjendur verði ekki gerður opinber.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. Magnús Geir Þórðarson var skipaður Þjóðleikhússtjóri á dögunum og lét í framhaldinu af störfum sem útvarpsstjóri. Nokkrir hafa staðfest umsókn sína um starfið og var Svanhildur talin meðal líklegri umsækjenda. „Já það er rétt - mitt nafn hefur verið nefnt og ég hef fengið mikla hvatningu til að sækja um þetta spennandi starf. Mér hefur óneitanlega þótt vænt um það og því hugsaði ég mig vel um,“ segir Svanhildur. Hefði Svanhildur sótt um og verið skipuð útvarpsstjóri hefði önnur eftirsóknarverð staðan í menningarheiminum losnað, forstjórastaðan í Hörpu. Þar hefur Svanhildur ráðið ríkjum frá því 1. maí 2017. Svanhildur ætlar að halda uppteknum hætti í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Þar segist hún í miðju kafi með sínu frábæra fólki í mikilvægum verkefnum. Hjartað slái þar. „Við verðum að koma Hörpu á eðlilegan rekstargrundvöll svo hægt sé að hámarka tækifærin fyrir samfélagið sem felast í þessu dásamlega húsi. Ég ætla sum sé að halda áfram að einbeita mér að því - a.m.k. á næstunni.“ Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður hefur gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vildi ekki staðfesta við fréttastofu í morgun að hún hefði sótt um starfið. Stjórn RÚV hefur líst því yfir að listi yfir umsækjendur verði ekki gerður opinber.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels