Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2019 15:21 Svanhildur var meðal gesta á Degi íslenskrar tónlistar í Iðnó á dögunum. SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. Magnús Geir Þórðarson var skipaður Þjóðleikhússtjóri á dögunum og lét í framhaldinu af störfum sem útvarpsstjóri. Nokkrir hafa staðfest umsókn sína um starfið og var Svanhildur talin meðal líklegri umsækjenda. „Já það er rétt - mitt nafn hefur verið nefnt og ég hef fengið mikla hvatningu til að sækja um þetta spennandi starf. Mér hefur óneitanlega þótt vænt um það og því hugsaði ég mig vel um,“ segir Svanhildur. Hefði Svanhildur sótt um og verið skipuð útvarpsstjóri hefði önnur eftirsóknarverð staðan í menningarheiminum losnað, forstjórastaðan í Hörpu. Þar hefur Svanhildur ráðið ríkjum frá því 1. maí 2017. Svanhildur ætlar að halda uppteknum hætti í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Þar segist hún í miðju kafi með sínu frábæra fólki í mikilvægum verkefnum. Hjartað slái þar. „Við verðum að koma Hörpu á eðlilegan rekstargrundvöll svo hægt sé að hámarka tækifærin fyrir samfélagið sem felast í þessu dásamlega húsi. Ég ætla sum sé að halda áfram að einbeita mér að því - a.m.k. á næstunni.“ Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður hefur gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vildi ekki staðfesta við fréttastofu í morgun að hún hefði sótt um starfið. Stjórn RÚV hefur líst því yfir að listi yfir umsækjendur verði ekki gerður opinber.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. Magnús Geir Þórðarson var skipaður Þjóðleikhússtjóri á dögunum og lét í framhaldinu af störfum sem útvarpsstjóri. Nokkrir hafa staðfest umsókn sína um starfið og var Svanhildur talin meðal líklegri umsækjenda. „Já það er rétt - mitt nafn hefur verið nefnt og ég hef fengið mikla hvatningu til að sækja um þetta spennandi starf. Mér hefur óneitanlega þótt vænt um það og því hugsaði ég mig vel um,“ segir Svanhildur. Hefði Svanhildur sótt um og verið skipuð útvarpsstjóri hefði önnur eftirsóknarverð staðan í menningarheiminum losnað, forstjórastaðan í Hörpu. Þar hefur Svanhildur ráðið ríkjum frá því 1. maí 2017. Svanhildur ætlar að halda uppteknum hætti í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Þar segist hún í miðju kafi með sínu frábæra fólki í mikilvægum verkefnum. Hjartað slái þar. „Við verðum að koma Hörpu á eðlilegan rekstargrundvöll svo hægt sé að hámarka tækifærin fyrir samfélagið sem felast í þessu dásamlega húsi. Ég ætla sum sé að halda áfram að einbeita mér að því - a.m.k. á næstunni.“ Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður hefur gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vildi ekki staðfesta við fréttastofu í morgun að hún hefði sótt um starfið. Stjórn RÚV hefur líst því yfir að listi yfir umsækjendur verði ekki gerður opinber.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira