Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2019 14:00 Kolbrún Halldórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa þegar sótt um og Baldvin Þór Bergsson gerði ráð fyrir að hann myndi sækja um stöðu útvarpsstjóra. Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu Bylgjunnar að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi og ekki síst vegna þess að hann starfi með frábæru fólki hjá öflugu og framsýnu fyrirtæki. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna. Svanhildur Hólm mundar símann á Degi íslenskrar tónlistar í síðustu viku.SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir Meðal fleiri nafna sem eru títtnefnd í þessu samhengi er Svanhildur Hólm aðstoðarkona fjármálaráðherra. Hún neitaði að staðfesta við fréttastofu í morgun að hún væri búin að sækja um starfið. Nafna hennar Svanhildur Konráðsdóttir hefur einnig verið orðuð við stöðuna en svaraði ekki fyrirspurn í morgun. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona svaraði ekki fyrirpurn þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Þá vildi Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir ekki gefa upp hvort hún ætli eða hefði sótt um stöðuna þegar fréttastofan hafði samband. Formaður stjórnar RÚV sendi fréttastofu svar við fyrirspurn í gær um hvort stjórnin hafi breytt afstöðu sinni um að gefa ekki upp nöfn umsækjenda um stöðuna í gær og fékk þau svör að ekkert hefði breyst í afstöðu stjórnarinnar. Stjórn RÚV hefur gefið út að ákvörðunin sé m.a. byggð á ráðleggingum fyrirtækisins Capacent. Í skriflegu svari frá Halldóri Þorkelssyni framkvæmdastjóra Capacent vegna málsins kemur fram að Capacent sé ekki og gefi sig ekki út fyrir að vera með lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningaþjónustuna. „Við erum þannig t.d ekki að veita ráðgjöf um upplýsinga- eða stjórnsýslulög. Við ráðleggjum alltaf okkar umbjóðendum að starfa innan þeirra heimilda sem þeim eru settar hverju sinni, hvort sem það er á grunni laga eða reglugerða,“ segir í svari Halldórs Þorkelssonar. Fram kemur að þegar Capacent komi að borðinu hverju sinni séu oftar en ekki ýmsir valmöguleikar reifaðir en það sé síðan umbjóðendans að taka ákvörðun. „Varðandi þetta tiltekna mál þá sögðum við einfaldlega við okkar umbjóðanda að við teldum að sennilega bærust fleiri umsóknir ef listinn yrði ekki gerður opinber,“ segir í svari Capacent. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu Bylgjunnar að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi og ekki síst vegna þess að hann starfi með frábæru fólki hjá öflugu og framsýnu fyrirtæki. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna. Svanhildur Hólm mundar símann á Degi íslenskrar tónlistar í síðustu viku.SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir Meðal fleiri nafna sem eru títtnefnd í þessu samhengi er Svanhildur Hólm aðstoðarkona fjármálaráðherra. Hún neitaði að staðfesta við fréttastofu í morgun að hún væri búin að sækja um starfið. Nafna hennar Svanhildur Konráðsdóttir hefur einnig verið orðuð við stöðuna en svaraði ekki fyrirspurn í morgun. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona svaraði ekki fyrirpurn þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Þá vildi Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir ekki gefa upp hvort hún ætli eða hefði sótt um stöðuna þegar fréttastofan hafði samband. Formaður stjórnar RÚV sendi fréttastofu svar við fyrirspurn í gær um hvort stjórnin hafi breytt afstöðu sinni um að gefa ekki upp nöfn umsækjenda um stöðuna í gær og fékk þau svör að ekkert hefði breyst í afstöðu stjórnarinnar. Stjórn RÚV hefur gefið út að ákvörðunin sé m.a. byggð á ráðleggingum fyrirtækisins Capacent. Í skriflegu svari frá Halldóri Þorkelssyni framkvæmdastjóra Capacent vegna málsins kemur fram að Capacent sé ekki og gefi sig ekki út fyrir að vera með lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningaþjónustuna. „Við erum þannig t.d ekki að veita ráðgjöf um upplýsinga- eða stjórnsýslulög. Við ráðleggjum alltaf okkar umbjóðendum að starfa innan þeirra heimilda sem þeim eru settar hverju sinni, hvort sem það er á grunni laga eða reglugerða,“ segir í svari Halldórs Þorkelssonar. Fram kemur að þegar Capacent komi að borðinu hverju sinni séu oftar en ekki ýmsir valmöguleikar reifaðir en það sé síðan umbjóðendans að taka ákvörðun. „Varðandi þetta tiltekna mál þá sögðum við einfaldlega við okkar umbjóðanda að við teldum að sennilega bærust fleiri umsóknir ef listinn yrði ekki gerður opinber,“ segir í svari Capacent.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels