Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar

Aðstæður til leitar hafa verið mjög erfiðar í Núpá í Sölvadal þar sem unglingspiltur varð fyrir krapaflóði í gærkvöldi.

Leit að honum hefur staðið yfir sleitulaust frá því fyrir miðnætti í gær. Fréttamaður Stöðvar 2 var á vettvangi í dag og ræddi við björgunarsveitarfólk.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í beinni útsendingu en hún boðaði til fundar í þjóðaröryggisráði nú síðdegis vegna alvarlegrar stöðu eftir ofsaveðrið sem gekk yfir landið.

Víða er enn rafmagnslaust og margir hafast við í fjöldahjálpastöðvum Rauða krossins vegna kulda á heimilum sínum. Rætt verður við iðnaðarráðherra og aðstoðarforstjóra Landsnets um úrbætur sem þarf að gera á dreifikerfi rafmagns.

Einnig verður fjallað um verðmætar gullæðar sem Íslendingar hafa fundið á Grænlandi og mögulegar úrbætur í fangelsismálum til að draga úr endurkomum fanga.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×