Enn hafa engar borist af Hercules-flugvél frá Chile sem hvarf á leiðinni til Suðurlandsskautsins í gærkvöldi. 38 voru um borð í flugvélinni en gert er ráð fyrir að hún hafi hrapað. Fjögur skip og tíu flugvélar eru notaðar til leitarinnar og hafa yfirvöld Úrúgvæ og Argentínu einnig sent flugvélar til aðstoðar.
Í tilkynningu frá flughernum segir að vélin, sem er af Hercules gerð, hafi lagt af stað frá flugvellinum í Punta Arenas rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi að íslenskum tíma og um klukkustund síðar hafi samband rofnað við flugvélina. Þá hafði henni verið flogið rúmlega helming leiðarinnar.
Fyrstu eftirlitsflug yfir svæðið þar sem sambandið slitnaði skilaði engum árangri, þar sem engin ummerki sáust um flugvélina. Veður hefur verið gott á svæðinu.
Þá var nægt eldsneyti um borð í flugvélinni og er verið að leita á hringlaga svæði sem er með 60 sjómílna radíus frá staðnum þar sem sambandi slitnaði.
Um borð í flugvélinni voru þrír hermenn, tveir verktakar sem voru að fara til vinnu á herstöð Chile á Suðurskautinu, einn háskólanemi og aðrir um borð voru í flugher Chile. Um er að ræða 21 farþega og 17 í áhöfn.
Chile stjórnar rúmlega 1.2 milljónum ferkílómetrum á Suðurskautinu og rekur þar níu herstöðvar.
Gráfica que complementa Comunicado de Prensa #FACh pic.twitter.com/Elcbaudk48
— Fuerza Aérea de Chile (@FACh_Chile) December 10, 2019