Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum, eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag. Faðir konu, sem Kristján er einnig grunaður um að hafa brotið gegn, daginn áður, og flutt var af heimili hans í annarlegu ástandi, er mjög ósáttur við vinnubrögð lögreglu. Fjallað verður ítarlega um málið og meðal annars rætt við föðurinn, í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar verður einnig fjallað um mál tæplega eins árs gamals barns sem flutt var í alvarlegu ástandi á spítala um jólin. Fíkniefni greindust í barninu og voru foreldrar þess handteknir.

Í kvöldfréttum förum við líka yfir væntanlegar gjaldahækkanir sem taka gildi um áramótin, en meðal þess sem hækkar í verði er bensín og áfengi, strætó- og sundferðir og leikskólagjöld.

Loks hittum við fólk sem skilaði jólagjöfum í dag og spjöllum við Sigrúnu Hermannsdóttur, elsta hjúkrunarfræðing landsins, en Sigrún fagnaði hundrað ára afmæli sínu í dag.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×