Trump sakar Trudeau ranglega um að hafa klippt sig úr Home Alone 2 Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 08:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist saka Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í gær um að hafa fyrirskipað að Trump yrði klipptur úr útgáfu af Home Alone 2: Lost in New York, sem sýnd var í Kanada. Forsetinn gefur í skyn á Twitter að Trudeau sé ósáttur því Trump hafi þvingað hann til að greiða meira til Atlantshafsbandalagsins og í viðskiptum ríkjanna á milli. Mögulega er forsetinn að slá á létta strengi en það gerði Donald Trump Jr., sonur forsetans, ekki. Hann vakti athygli á því í gær að Trump eldri hefði ekki verið í þeirri útgáfu Home Alone 2 sem sýnd hafi verið á CBC í Kanada um jólin. Deildi hann grein um málið og sagði það ömurlegt. CBC ætti í vök að verjast fyrir að klippa forsetann út úr myndinni. Hann var harðorður út í CBC á Instagram þar sem hann sagði málið til marks um andúð fjölmiðla á föður sínum og sagði þá sannarlega vera óvini fólksins, eins og Trump eldri hefur ítrekað haldið fram. Þá notaði hann tækifærið til að auglýsa bók sína, „Triggered“. Hún fjallar um það hvernig vinstri sinnað fólk á að missa vitið yfir hinum smávægilegustu hlutum.Þeir hafa þó báðir rangt fyrir sér enda var umrætt atriði, og önnur, klippt úr myndinni árið 2014, þegar CBC keypti sýningarrétt myndarinnar í Kanada, til að rýma fyrir auglýsingum eins og sé iðulega gert við kvikmyndir fyrir útsendingar í sjónvarpi. Það hefur verið staðfest af CBC en Trump tilkynnti forsetaframboð sitt í júní 2015 og var kjörinn í nóvember 2016.Það væri því til marks um þó nokkra forsjárhyggju hjá Justin Trudeau, sem var sjálfur ekki orðinn forsætisráðherra, að einhvern veginn tryggja að ríkisútvarp Kanada klippti Donald Trump úr myndinni. I guess Justin T doesn’t much like my making him pay up on NATO or Trade! https://t.co/sndS7YvIGR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 27, 2019 Í frétt BBC er bent á að Trump virðist annt um hlutverk sitt í myndinni og nefndi hann það sérstaklega í símtali við hermenn Bandaríkjanna um jólin. Í óklipptri útgáfu Home Alone 2 birtist forsetinn í nokkrar sekúndur í anddyri Plaza hótelsins í New York og spyr persóna Macauley Culkin Trump vegar. Trump átti hótelið á þeim tíma. Trump og Trudeau hafa deilt opinberlega á undanförnum árum vegna ýmissa málefna. Í byrjun mánaðarins sagði Trump að forsætisráðherrann kanadíski væri tvöfaldur í roðinu, eftir að myndband sem sýndi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta gera grín á kostnað Trump varð opinbert. Bandaríkin Donald Trump Kanada Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist saka Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í gær um að hafa fyrirskipað að Trump yrði klipptur úr útgáfu af Home Alone 2: Lost in New York, sem sýnd var í Kanada. Forsetinn gefur í skyn á Twitter að Trudeau sé ósáttur því Trump hafi þvingað hann til að greiða meira til Atlantshafsbandalagsins og í viðskiptum ríkjanna á milli. Mögulega er forsetinn að slá á létta strengi en það gerði Donald Trump Jr., sonur forsetans, ekki. Hann vakti athygli á því í gær að Trump eldri hefði ekki verið í þeirri útgáfu Home Alone 2 sem sýnd hafi verið á CBC í Kanada um jólin. Deildi hann grein um málið og sagði það ömurlegt. CBC ætti í vök að verjast fyrir að klippa forsetann út úr myndinni. Hann var harðorður út í CBC á Instagram þar sem hann sagði málið til marks um andúð fjölmiðla á föður sínum og sagði þá sannarlega vera óvini fólksins, eins og Trump eldri hefur ítrekað haldið fram. Þá notaði hann tækifærið til að auglýsa bók sína, „Triggered“. Hún fjallar um það hvernig vinstri sinnað fólk á að missa vitið yfir hinum smávægilegustu hlutum.Þeir hafa þó báðir rangt fyrir sér enda var umrætt atriði, og önnur, klippt úr myndinni árið 2014, þegar CBC keypti sýningarrétt myndarinnar í Kanada, til að rýma fyrir auglýsingum eins og sé iðulega gert við kvikmyndir fyrir útsendingar í sjónvarpi. Það hefur verið staðfest af CBC en Trump tilkynnti forsetaframboð sitt í júní 2015 og var kjörinn í nóvember 2016.Það væri því til marks um þó nokkra forsjárhyggju hjá Justin Trudeau, sem var sjálfur ekki orðinn forsætisráðherra, að einhvern veginn tryggja að ríkisútvarp Kanada klippti Donald Trump úr myndinni. I guess Justin T doesn’t much like my making him pay up on NATO or Trade! https://t.co/sndS7YvIGR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 27, 2019 Í frétt BBC er bent á að Trump virðist annt um hlutverk sitt í myndinni og nefndi hann það sérstaklega í símtali við hermenn Bandaríkjanna um jólin. Í óklipptri útgáfu Home Alone 2 birtist forsetinn í nokkrar sekúndur í anddyri Plaza hótelsins í New York og spyr persóna Macauley Culkin Trump vegar. Trump átti hótelið á þeim tíma. Trump og Trudeau hafa deilt opinberlega á undanförnum árum vegna ýmissa málefna. Í byrjun mánaðarins sagði Trump að forsætisráðherrann kanadíski væri tvöfaldur í roðinu, eftir að myndband sem sýndi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Emmanuel Macron Frakklandsforseta gera grín á kostnað Trump varð opinbert.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira