Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Stjórnvöld spá níu prósenta samdrætti á árinu samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Þá er því spáð að atvinnuleysi gæti farið yfir tíu prósent. Á næsta ári er svo gert ráð fyrir fimm prósenta vexti í þjóðarbúinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður fjallað um að stöndug fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til þess að greiða laun. Félagsmálaráðherra segir óþolandi að fyrirtæki skuli misnota þetta úrræði stjórnvalda.

Í fréttatímanum verður rætt við skólastjóra og félagsráðgjafa í Kópavogi sem hafa áhyggjur af stöðu barna vegna verkfalls félagsmanna Eflingar. Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu nú til fundar hjá ríkissáttasemjara vegna kjaradeildunnar.

Þá segjum við frá því að Grænlendingum hefur verið hleypt í sund aftur eftir að tilslakanir vegna kórónuveirunnar tóku gildi, tveimur vikum áður en Íslendingar fá að sækja laugarnar á ný.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×