FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 13:34 Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. Vísir/Getty Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. Það þurfi þó að taka mið af því að flestar flugfreyjur búi á Íslandi og kjör þurfi að vera í samræmi við það. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi á félagsmenn sína þar sem farið var yfir stöðuna. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilunni klukkan tvö í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til fundarins vegna þeirrar ólgu sem ríkir í stéttinni eftir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsfólks að starfsfólkið væri helsta fyrirstaða þess að félaginu yrði bjargað. „Í ljósi þeirra upplýsinga sem komu fram í pósti frá Boga vil ég koma því á framfæri að samninganefnd FFÍ gerir sér fulla grein fyrir alvarlegri stöðu fyrirtækisins. í samningum okkar er ýmislegt sem má betrumbæta og hefur samninganefnd haft frumkvæði á þeirri endurskoðun,“ segir í bréfi félagsins. Vilja bjóða það besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn Samkvæmt Flugfreyjufélagi Íslands fela tillögur Icelandair í sér launalækkun, skerðingu á réttindum og aukið vinnuframlag til frambúðar. Þá séu einnig fleiri atriði sem feli í sér skerðingu og myndi sú breyting færa félagsmenn nær þeim kjörum sem þekkjast í öðrum vestrænum löndum. „Hins vegar búum við á Íslandi og þurfa kjör að vera í samræmi við það.“ Í bréfinu er fullyrt að samninganefnd Flugfreyjufélagsins hafi lagt fram tillögu að langtíma samningi ásamt tilslökunum á atriðum yfir ákveðið tímabil svo hægt verði að koma fyrirtækinu yfir erfiðasta hjallann. Markmiðið sé að fyrirtækinu vegni vel og haldi velli, enda sé þetta fyrirtækið þeirra. „Það þýðir að við sem starfsmenn getum gert ýmsilegt, en það þýðir ekki að við lokum kjarasamningum okkar og nánast öllu því sem í honum er til frambúðar,“ segir í bréfinu. Líkt og áður sagði hefur verið boðað til fundar milli deiluaðila í dag og hefst sá fundur klukkan tvö. Flugfreyjufélag Íslands segist mæta með samningsvilja til fundarins og samninganefndin sé viss um að hún sé að bjóða það allra besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn. Icelandair Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. 10. maí 2020 12:00 Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu 10. maí 2020 12:02 Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. Það þurfi þó að taka mið af því að flestar flugfreyjur búi á Íslandi og kjör þurfi að vera í samræmi við það. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi á félagsmenn sína þar sem farið var yfir stöðuna. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilunni klukkan tvö í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til fundarins vegna þeirrar ólgu sem ríkir í stéttinni eftir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsfólks að starfsfólkið væri helsta fyrirstaða þess að félaginu yrði bjargað. „Í ljósi þeirra upplýsinga sem komu fram í pósti frá Boga vil ég koma því á framfæri að samninganefnd FFÍ gerir sér fulla grein fyrir alvarlegri stöðu fyrirtækisins. í samningum okkar er ýmislegt sem má betrumbæta og hefur samninganefnd haft frumkvæði á þeirri endurskoðun,“ segir í bréfi félagsins. Vilja bjóða það besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn Samkvæmt Flugfreyjufélagi Íslands fela tillögur Icelandair í sér launalækkun, skerðingu á réttindum og aukið vinnuframlag til frambúðar. Þá séu einnig fleiri atriði sem feli í sér skerðingu og myndi sú breyting færa félagsmenn nær þeim kjörum sem þekkjast í öðrum vestrænum löndum. „Hins vegar búum við á Íslandi og þurfa kjör að vera í samræmi við það.“ Í bréfinu er fullyrt að samninganefnd Flugfreyjufélagsins hafi lagt fram tillögu að langtíma samningi ásamt tilslökunum á atriðum yfir ákveðið tímabil svo hægt verði að koma fyrirtækinu yfir erfiðasta hjallann. Markmiðið sé að fyrirtækinu vegni vel og haldi velli, enda sé þetta fyrirtækið þeirra. „Það þýðir að við sem starfsmenn getum gert ýmsilegt, en það þýðir ekki að við lokum kjarasamningum okkar og nánast öllu því sem í honum er til frambúðar,“ segir í bréfinu. Líkt og áður sagði hefur verið boðað til fundar milli deiluaðila í dag og hefst sá fundur klukkan tvö. Flugfreyjufélag Íslands segist mæta með samningsvilja til fundarins og samninganefndin sé viss um að hún sé að bjóða það allra besta fyrir fyrirtækið og félagsmenn.
Icelandair Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. 10. maí 2020 12:00 Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu 10. maí 2020 12:02 Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðar Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair á fund Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair til fundar klukkan tvö í dag. 10. maí 2020 12:00
Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu 10. maí 2020 12:02
Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45