Stjórnendaklíkur og alþjóðavæðing Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 12. maí 2020 12:30 Í tilefni af pistli sem María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair, skrifar og lýsir ömurlegu viðhorfi mínu í garð stjórnenda fyrirtækisins og nefnir meðal annars orðalag mitt um stjórnendaklíku, vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ekki eru færð nein rök gegn því sem ég skrifaði um feilspor stjórnenda, sem ég ætla ekki að telja upp aftur hér, eða áhrif á „samkeppnishæfni“ fyrirtækisins vegna vaxtaberandi skulda og afleiðusamninga með olíu svo eitthvað sé nefnt. Hún telur enga aðra leið í stöðunni en að skerða kjör starfsfólksins því ekki taki betra við ef félagið verði tekið yfir. Þess má geta að launakostnaður Icelandair hefur lækkað um 20%, frá áramótum, í alþjóðlegum samanburði vegna veikingar krónunnar. En til að svara þessu snýst umræðan ekki eingöngu um Icelandair heldur viðhorf æðstu stjórnenda í viðskiptalífinu sem virðast ætla, með fulltingi SA, að nýta þessa kreppu fram í fingurgóma með því að kúga fram launalækkanir og afsal mikilvægra réttinda sem tekið hefur áratugi að ná. Ég tel fullvíst að félaginu verði bjargað. Ef ríkið kemur þar að málum, sem allar líkur eru á, með mögulegri aðkomu lífeyrissjóða munum við sem skattgreiðendur og eigendur lífeyrissjóðanna aldrei sætta okkur við annað en að kjör og kjarasamningar starfsfólksins verði að fullu virt svo sómi sé af. Þegar ég skrifaði um stjórnendaklíku átti ég t.d. við þegar Björgúlfur Jóhannsson steig til hliðar til að axla ábyrgð á slæmri stöðu félagsins, á mesta góðæristíma flugsögunnar, og rétti kyndilinn yfir í vinstri höndina sem núverandi forstjóri var á þeim tíma. Björgólfur var líka formaður SA en hann hafði einmitt kippt til sín lykilmönnum úr Icelandair þeim Halldóri Benjamín og Davíð Þorlákssyni frá Icelandair til SA en þessir stjórnendur báru t.d. ábyrgð á Lindarvatns skandalnum á Landssímareitnum þar sem Icelandair keypti eigin viðskiptavild fyrir tæplega tvo milljarða sem flokksvinir þeirra högnuðust gríðarlega á. Þetta kallast klíkustjórnun í mínum bókum. Ég hefði kannski frekar átt að nota orðið spilling og biðst afsökunar á því. Ég gæti svo skrifað sérstakan pistil um klíkuna í kringum æðstu stjórnendur ef þess er sérstaklega óskað og færa frekari rök fyrir máli mínu. Það sem skín hinsvegar í gegn í pistli Maríu er mikil samkennd, einlægni og áhyggjur yfir stöðu starfsfólksins og er ég staddur á nákvæmlega sama stað og hún hvað það varðar. Hún hefur eðlilega mikla samkennd og stolt með fyrirtækinu sem hún starfar hjá og skil ég þá afstöðu mjög vel enda þekki ég mikið af frábæru starfsfólki sem vinnur hjá Icelandair og sárnar þegar vinnustaðurinn minn og starfsfélagar liggja undir ámæli. En María er stjórnandi, kannski ekki sú gerð stjórnanda sem ég átti við í pistli mínum og bið ég hana innilega afsökunar á því. Það var þó viðbúið að stjórnendur bregðist við með einhverjum hætti og get ég tekið undir orð Maríu að túlka mætti orð forstjórans á þá vegu sem hún lýsir. Og vert að taka fram að formaður VR er ekki hafin yfir gagnrýni frekar en aðrir í þjóðfélaginu og vil ég nota tækifærið og hrósa henni fyrir góðan pistil þó ég sé ekki sammála öllu sem hún skrifar. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga í þessari umræðu hvert við erum að fara, og horfa í því samhengi á stóru myndina. Getum við samþykkt það að stjórnendur Icelandair og annara fyrirtækja finni lægsta alþjóðlega samnefnarann eða viðmiðið meðal fyrirtækja og lággjaldaflugfélaga, sem stunda gerviverktöku og úthýsingu starfa, til að miða við hvað sé eðlilegt að greiða í laun og réttindi? Að fá sem mest fyrir sem minnst og nýju viðmiðin verða lökustu lífskjörin fyrir mestu vinnuna? Alveg sama hversu staðan er slæm þá megum við ekki undir nokkrum kringumstæðum beygja okkur undir hæl alþjóðavæðingarinnar. Hún verður að verða á forsendum vinnandi fólks. Endurreisnin verður að vera á forsendum okkar. Í kreppum eigum við að hlúa að okkar veikustu bræðrum og systrum, setja súrefnisgrímuna á fólkið og svo fyrirtækin. Hvað er undir? Við eigum allt undir í þessu. Framtíð okkar og lífskjör standa og falla með ákvörðunum okkar í þessu heilaga stríði. Heilaga stríði við alþjóðleg stórfyrirtæki sem leggja línurnar um hvað „samkeppnishæfni“ er og hvaða lífskjör verða í boði fyrir vinnuframlagið. Íslensk fyrirtæki eru að setja sig í stellingar enda mikið í húfi fyrir auðvaldið að fá sem mest fyrir sem minnst þegar kemur að raunverulegum verðmætum sem vinnandi hendur skapa. Þetta er stríð og nú stendur starfsfólk Icelandair í fremstu víglínu fyrir alla sem á eftir koma. Við höfum allt að vinnu en öllu að tapa, fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ég vona svo sannarlega að þetta endi allt saman vel og þar erum við hjartanlega sammála. En það mun ekki enda vel að setjast á hliðarlínuna og leyfa stjórnendum fyrirtækja að ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Icelandair Tengdar fréttir „Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29 Samkeppnishæfni! Ég velti fyrir mér málflutningi stjórnenda Icelandair um mikilvægi þess að endursemja við starfsfólk til að bjarga fyrirtækinu. 11. maí 2020 13:50 Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Í tilefni af pistli sem María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair, skrifar og lýsir ömurlegu viðhorfi mínu í garð stjórnenda fyrirtækisins og nefnir meðal annars orðalag mitt um stjórnendaklíku, vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ekki eru færð nein rök gegn því sem ég skrifaði um feilspor stjórnenda, sem ég ætla ekki að telja upp aftur hér, eða áhrif á „samkeppnishæfni“ fyrirtækisins vegna vaxtaberandi skulda og afleiðusamninga með olíu svo eitthvað sé nefnt. Hún telur enga aðra leið í stöðunni en að skerða kjör starfsfólksins því ekki taki betra við ef félagið verði tekið yfir. Þess má geta að launakostnaður Icelandair hefur lækkað um 20%, frá áramótum, í alþjóðlegum samanburði vegna veikingar krónunnar. En til að svara þessu snýst umræðan ekki eingöngu um Icelandair heldur viðhorf æðstu stjórnenda í viðskiptalífinu sem virðast ætla, með fulltingi SA, að nýta þessa kreppu fram í fingurgóma með því að kúga fram launalækkanir og afsal mikilvægra réttinda sem tekið hefur áratugi að ná. Ég tel fullvíst að félaginu verði bjargað. Ef ríkið kemur þar að málum, sem allar líkur eru á, með mögulegri aðkomu lífeyrissjóða munum við sem skattgreiðendur og eigendur lífeyrissjóðanna aldrei sætta okkur við annað en að kjör og kjarasamningar starfsfólksins verði að fullu virt svo sómi sé af. Þegar ég skrifaði um stjórnendaklíku átti ég t.d. við þegar Björgúlfur Jóhannsson steig til hliðar til að axla ábyrgð á slæmri stöðu félagsins, á mesta góðæristíma flugsögunnar, og rétti kyndilinn yfir í vinstri höndina sem núverandi forstjóri var á þeim tíma. Björgólfur var líka formaður SA en hann hafði einmitt kippt til sín lykilmönnum úr Icelandair þeim Halldóri Benjamín og Davíð Þorlákssyni frá Icelandair til SA en þessir stjórnendur báru t.d. ábyrgð á Lindarvatns skandalnum á Landssímareitnum þar sem Icelandair keypti eigin viðskiptavild fyrir tæplega tvo milljarða sem flokksvinir þeirra högnuðust gríðarlega á. Þetta kallast klíkustjórnun í mínum bókum. Ég hefði kannski frekar átt að nota orðið spilling og biðst afsökunar á því. Ég gæti svo skrifað sérstakan pistil um klíkuna í kringum æðstu stjórnendur ef þess er sérstaklega óskað og færa frekari rök fyrir máli mínu. Það sem skín hinsvegar í gegn í pistli Maríu er mikil samkennd, einlægni og áhyggjur yfir stöðu starfsfólksins og er ég staddur á nákvæmlega sama stað og hún hvað það varðar. Hún hefur eðlilega mikla samkennd og stolt með fyrirtækinu sem hún starfar hjá og skil ég þá afstöðu mjög vel enda þekki ég mikið af frábæru starfsfólki sem vinnur hjá Icelandair og sárnar þegar vinnustaðurinn minn og starfsfélagar liggja undir ámæli. En María er stjórnandi, kannski ekki sú gerð stjórnanda sem ég átti við í pistli mínum og bið ég hana innilega afsökunar á því. Það var þó viðbúið að stjórnendur bregðist við með einhverjum hætti og get ég tekið undir orð Maríu að túlka mætti orð forstjórans á þá vegu sem hún lýsir. Og vert að taka fram að formaður VR er ekki hafin yfir gagnrýni frekar en aðrir í þjóðfélaginu og vil ég nota tækifærið og hrósa henni fyrir góðan pistil þó ég sé ekki sammála öllu sem hún skrifar. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga í þessari umræðu hvert við erum að fara, og horfa í því samhengi á stóru myndina. Getum við samþykkt það að stjórnendur Icelandair og annara fyrirtækja finni lægsta alþjóðlega samnefnarann eða viðmiðið meðal fyrirtækja og lággjaldaflugfélaga, sem stunda gerviverktöku og úthýsingu starfa, til að miða við hvað sé eðlilegt að greiða í laun og réttindi? Að fá sem mest fyrir sem minnst og nýju viðmiðin verða lökustu lífskjörin fyrir mestu vinnuna? Alveg sama hversu staðan er slæm þá megum við ekki undir nokkrum kringumstæðum beygja okkur undir hæl alþjóðavæðingarinnar. Hún verður að verða á forsendum vinnandi fólks. Endurreisnin verður að vera á forsendum okkar. Í kreppum eigum við að hlúa að okkar veikustu bræðrum og systrum, setja súrefnisgrímuna á fólkið og svo fyrirtækin. Hvað er undir? Við eigum allt undir í þessu. Framtíð okkar og lífskjör standa og falla með ákvörðunum okkar í þessu heilaga stríði. Heilaga stríði við alþjóðleg stórfyrirtæki sem leggja línurnar um hvað „samkeppnishæfni“ er og hvaða lífskjör verða í boði fyrir vinnuframlagið. Íslensk fyrirtæki eru að setja sig í stellingar enda mikið í húfi fyrir auðvaldið að fá sem mest fyrir sem minnst þegar kemur að raunverulegum verðmætum sem vinnandi hendur skapa. Þetta er stríð og nú stendur starfsfólk Icelandair í fremstu víglínu fyrir alla sem á eftir koma. Við höfum allt að vinnu en öllu að tapa, fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ég vona svo sannarlega að þetta endi allt saman vel og þar erum við hjartanlega sammála. En það mun ekki enda vel að setjast á hliðarlínuna og leyfa stjórnendum fyrirtækja að ráða för.
„Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29
Samkeppnishæfni! Ég velti fyrir mér málflutningi stjórnenda Icelandair um mikilvægi þess að endursemja við starfsfólk til að bjarga fyrirtækinu. 11. maí 2020 13:50
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun