Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2020 23:41 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Stöð 2 Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. Flugfreyjur höfnuðu tilboði Icelandair um samning á rafrænum fundi í dag. Sá samningur var sagður hljóða upp á 18-35% launaskerðingu auk breyting á vaktar- og hvíldartíma. Þá standa yfir viðræður við flugmenn en samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands féllst á kjaraskerðingu á sunnudag. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um þann samning. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að mikilvægt væri að fyrirtækið gæti sýnt fram á samkeppnishæfni í því sem það hafi stjórn á í sínum rekstri í aðdraganda hlutafjárútboðs síðar í mánuðinum þar sem stefnt er að því að afla allt að 29 milljarða króna. „Það er algerlega sameiginlegt verkefni okkar starfsmanna Icelandair að ganga frá langtímasamningum því að við erum að fara fram á það við fjárfesta, eða óska eftir því að þeir fjárfesti í félaginu á þessu stigi í mikilli óvissu,“ sagði Bogi og lýsti bjartsýni um að það verkefni gengi eftir. Samningar við flugstéttir félagsins ættu sér langa sögu. Í þeim væru flókin ákvæði sem takmarki vinnuframlag. „Við erum aðallega að vinna með að breyta því þannig að við getum aukið vinnuframlag starfsmanna og verja í rauninni ráðstöfunartekjur, að þær lækki lítið eða jafnvel hækki,“ sagði hann. Bogi Nils svaraði ekki beint hvort að yfirstjórn Icelandair tæki á sig viðlíka kjaraskerðingu og reynt er að semja um við starfsfólks. „Auðvitað er allt undir í okkar rekstri á þessu stigi,“ sagði hann. Sölu- og markaðsdeildin þegar komin af stað eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á ferðatakmörkunum til landsins um miðjan júní. Þá yrði ferðamönnum sem koma til landsins gert kleift að sleppa við tveggja vikna sóttkví, meðal annars með skimun á Keflavíkurflugvelli. Bogi Nils sagði áformin ánægjulegar fréttir. Sölu- og markaðsdeild Icelandair hafi þegar farið af stað að útbúa áætlanir og pakka í dag. Grannt yrði fylgst með hvaða markaðir opna fyrst og hvar eftirspurn verður til staðar. „Þetta var mjög ánægjulegt og blés lífi í ákveðna hluti hérna hjá okkur sem hafa ekki alveg verið á fullu síðustu daga,“ sagði forstjórinn. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir „Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37 Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04 Höfnuðu því að bera tilboð Icelandair undir flugmenn Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. 12. maí 2020 07:14 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. Flugfreyjur höfnuðu tilboði Icelandair um samning á rafrænum fundi í dag. Sá samningur var sagður hljóða upp á 18-35% launaskerðingu auk breyting á vaktar- og hvíldartíma. Þá standa yfir viðræður við flugmenn en samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands féllst á kjaraskerðingu á sunnudag. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um þann samning. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að mikilvægt væri að fyrirtækið gæti sýnt fram á samkeppnishæfni í því sem það hafi stjórn á í sínum rekstri í aðdraganda hlutafjárútboðs síðar í mánuðinum þar sem stefnt er að því að afla allt að 29 milljarða króna. „Það er algerlega sameiginlegt verkefni okkar starfsmanna Icelandair að ganga frá langtímasamningum því að við erum að fara fram á það við fjárfesta, eða óska eftir því að þeir fjárfesti í félaginu á þessu stigi í mikilli óvissu,“ sagði Bogi og lýsti bjartsýni um að það verkefni gengi eftir. Samningar við flugstéttir félagsins ættu sér langa sögu. Í þeim væru flókin ákvæði sem takmarki vinnuframlag. „Við erum aðallega að vinna með að breyta því þannig að við getum aukið vinnuframlag starfsmanna og verja í rauninni ráðstöfunartekjur, að þær lækki lítið eða jafnvel hækki,“ sagði hann. Bogi Nils svaraði ekki beint hvort að yfirstjórn Icelandair tæki á sig viðlíka kjaraskerðingu og reynt er að semja um við starfsfólks. „Auðvitað er allt undir í okkar rekstri á þessu stigi,“ sagði hann. Sölu- og markaðsdeildin þegar komin af stað eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á ferðatakmörkunum til landsins um miðjan júní. Þá yrði ferðamönnum sem koma til landsins gert kleift að sleppa við tveggja vikna sóttkví, meðal annars með skimun á Keflavíkurflugvelli. Bogi Nils sagði áformin ánægjulegar fréttir. Sölu- og markaðsdeild Icelandair hafi þegar farið af stað að útbúa áætlanir og pakka í dag. Grannt yrði fylgst með hvaða markaðir opna fyrst og hvar eftirspurn verður til staðar. „Þetta var mjög ánægjulegt og blés lífi í ákveðna hluti hérna hjá okkur sem hafa ekki alveg verið á fullu síðustu daga,“ sagði forstjórinn.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir „Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37 Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04 Höfnuðu því að bera tilboð Icelandair undir flugmenn Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. 12. maí 2020 07:14 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
„Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37
Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04
Höfnuðu því að bera tilboð Icelandair undir flugmenn Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. 12. maí 2020 07:14
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent