Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er meðal gesta í Bítinu í dag. Víðir ræddi páskana framundan og hvaða skilaboð yfirvöld beina til almennings á þessum tímum.
Þátturinn hefst á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni klukkan 6:50 og stendur til klukkan 9. Þátturinn heldur svo áfram á Bylgjunni til klukkan 10. Horfa má á eldri þætti og klippur á sjónvarpsvef Vísis.
Þeir Heimir og Gulli rifjuðu upp gamla stund með Gissuri Sigurðssyni fréttamanni þar sem hann var tekinn upp prófandi sýndargleraugu, en Gissur lést á dögunum.
Helgi Jóhannesson lögfræðingur mætti til að ræða reynslu sína af Covid-19 þar sem hann lýsti því hvað líkaminn er lengi að taka við sér eftir smit.
Rætt verður við Erlu Rafnsdóttur sem býr til Bretlandi, en hefur safnað þúsundum undirskrifta þar sem skorað er á stjórnvöld að koma almennilega til móts við hjúkrunarfræðinga í kjaradeilu þeirra.
Tómas Guðbjartsson skurðlæknir mætti og ræddi þá staðreynd að sumum læknum þykir Covid-19 minna talsvert á háfjallaveiki og svo tengsl útbreiðslu kórónuveirunnar við sýklalyfjaónæmi.
Birgir Ómarsson, grafískur hönnuður, mætti svo og spjallaði um framleiðslu á bolum og öðrum varningi þar sem finna má Covid-19 tengd slagorð á borð við „hlýðum Víði“.
Í lokin mætti Karl Örvarsson eftirherma og lék á als oddi sem og með Kára Stefánssyni, og Geir Ólafs tók svo lagið.