Lýsa yfir neyðarástandi í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 12:09 Abiy komst til valda árið 2018 og fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðgerðir hans í að auka frelsi íbúa Eþíópíu. EPA/Stian Lysberg Solum Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ríkisstjórn hans hefur þegar gripið til umfangsmikilla aðgerða ætlað að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og til marks um það hefur skólum verið lokað og samkomubann sett á, auk annarra aðgerða. Einungis 52 smit hafa verið staðfest í Eþíópíu og tveir eru dánir. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir ekkert um hvaða viðbótaraðgerðum verði beitt en Eþíópía hefur ekki gripið til útgöngubanns eins og gert hefur verið í ýmsum öðrum ríkjum á svæðinu eins og Rúanda og Úganda. Þingmenn þurfa samkvæmt stjórnarskrá landsins að samþykkja neyðarástandið og á það að gilda í sex mánuði. Considering the gravity of the #COVID19, the Government of Ethiopia has enacted a State of Emergency according to Article 93 of the Constitution. PM @AbiyAhmedAli calls upon all to follow the ensuing measures that will further define the SOE. #PMOEthiopia https://t.co/wE93q32CLq— Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) April 8, 2020 Abiy komst til valda árið 2018 og fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðgerðir hans í að auka frelsi íbúa. Hann hefur biðlað til íbúa að fylgja tilmælum yfirvalda og varaði hann þá sem grafa undan baráttunni gegn veirunni við því að það hefði alvarlega lagalegar afleiðingar. Um helgina sagði Abiy að harðari aðgerðir eins og útgöngubann væri óraunsætt í Eþíópíu þar sem svo margir væri heimilislausir og fátækt mikil, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Sjá einnig: „Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“ Jawar Mohammed, einn forsvarsmanna stjórnarandstöðu Eþíópíu, segir að í ljósi þessa sé óljóst til hvers þurfi að lýsa yfir neyðarástandi. Stjórnarandstaðan óttast að neyðarástandið muni leiða til mannréttindabrota, sem hefur verið algengt vandamál í ríkinu á undanförnum árum og þá sérstaklega í tengslum við umfangsmikil mótmæli undanfarin ára. Þau mótmæli komu Abiy í raun til valda og fyrri ríkisstjórn barðist gegn þeim af mikilli hörku. Þar að auki stóð til að halda kosningar í ágúst. Þeim hefur þó verið frestað vegna faraldursins en ekki liggur fyrir enn hvenær þær munu fara fram. Eþíópía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ríkisstjórn hans hefur þegar gripið til umfangsmikilla aðgerða ætlað að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar og til marks um það hefur skólum verið lokað og samkomubann sett á, auk annarra aðgerða. Einungis 52 smit hafa verið staðfest í Eþíópíu og tveir eru dánir. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir ekkert um hvaða viðbótaraðgerðum verði beitt en Eþíópía hefur ekki gripið til útgöngubanns eins og gert hefur verið í ýmsum öðrum ríkjum á svæðinu eins og Rúanda og Úganda. Þingmenn þurfa samkvæmt stjórnarskrá landsins að samþykkja neyðarástandið og á það að gilda í sex mánuði. Considering the gravity of the #COVID19, the Government of Ethiopia has enacted a State of Emergency according to Article 93 of the Constitution. PM @AbiyAhmedAli calls upon all to follow the ensuing measures that will further define the SOE. #PMOEthiopia https://t.co/wE93q32CLq— Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) April 8, 2020 Abiy komst til valda árið 2018 og fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir aðgerðir hans í að auka frelsi íbúa. Hann hefur biðlað til íbúa að fylgja tilmælum yfirvalda og varaði hann þá sem grafa undan baráttunni gegn veirunni við því að það hefði alvarlega lagalegar afleiðingar. Um helgina sagði Abiy að harðari aðgerðir eins og útgöngubann væri óraunsætt í Eþíópíu þar sem svo margir væri heimilislausir og fátækt mikil, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Sjá einnig: „Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“ Jawar Mohammed, einn forsvarsmanna stjórnarandstöðu Eþíópíu, segir að í ljósi þessa sé óljóst til hvers þurfi að lýsa yfir neyðarástandi. Stjórnarandstaðan óttast að neyðarástandið muni leiða til mannréttindabrota, sem hefur verið algengt vandamál í ríkinu á undanförnum árum og þá sérstaklega í tengslum við umfangsmikil mótmæli undanfarin ára. Þau mótmæli komu Abiy í raun til valda og fyrri ríkisstjórn barðist gegn þeim af mikilli hörku. Þar að auki stóð til að halda kosningar í ágúst. Þeim hefur þó verið frestað vegna faraldursins en ekki liggur fyrir enn hvenær þær munu fara fram.
Eþíópía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira