Jarðskjálfti af stærð 3,2 varð um fimm kílómetra norðvestur af Grindavík rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Skjálftinn fannst vel í Grindavíkurbæ.
Þrír aðrir skjálftar hafa orðið á svæðinu frá um klukkan hálf tíu í morgun. Nokkuð mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjaneshrygg síðustu misseri í tengslum við landris undir Þorbirni. Líklegt er talið að ástæða landrissins sé myndun kvikuinnskots í jarðskorpunni undir Þorbirni.