Handteknir prinsar sagðir hafa skipulagt valdarán Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2020 20:23 Enginn getur lengur staðið í vegi Mohammed bin Salman. AP/Pavel Golovkin Þrír prinsar konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu sem hafa verið hadnteknir eru sakaðir um að hafa skipulagt valdarán þar í landi. Þeir hafi meðal annars leitað til Bandaríkjanna og annarra og leitað stuðnings. Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. Um er að ræða þá Ahmed bin Abdulaziz, yngri og eini bróður konungs ríkisins, Mohammed bin Nayef, fyrrverandi krónprins og fyrrverandi innanríkisráðherra, og Nawaf bin Nayef, yngri bróður hans. Mohammed bin Salman (MbS), núverandi krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi ríkisins, hefur lagt mikið kapp á að tryggja stöðu sína frá því hann velti Mohammad bin Nayef úr sessi árið 2017. Seinna það ár lét hann handtaka fjölda meðlima konungsfjölskyldunnar fyrir spillingu og hélt þeim föngum um mánaða skeið á Ritz-Carlton hótelinu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Heimildarmenn Reuter fréttaveitunnar segja MbS nú vera kominn með tak á krúnunni. Nú geti enginn reynt að standa í vegi hans. Opinberlega hefur ekkert verið gefið út um fyrir hvað mennirnir voru handteknir eða hvar þeim sé haldið. Reuters segir þá þó hafa verið sakaða um landráð. Mohammed bin Salman var upprunalega hylltur víða um heim fyrir endurbætur í Sádi-Arabíu en það varði stutt. Síðan þá hafa ýmis hneykslismál varðandi hann litið dagsins ljóst og þá kannski sérstaklega morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem sagður er hafa verið pyntaður og myrtur að skipan MbS. Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Þrír prinsar konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu sem hafa verið hadnteknir eru sakaðir um að hafa skipulagt valdarán þar í landi. Þeir hafi meðal annars leitað til Bandaríkjanna og annarra og leitað stuðnings. Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. Um er að ræða þá Ahmed bin Abdulaziz, yngri og eini bróður konungs ríkisins, Mohammed bin Nayef, fyrrverandi krónprins og fyrrverandi innanríkisráðherra, og Nawaf bin Nayef, yngri bróður hans. Mohammed bin Salman (MbS), núverandi krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi ríkisins, hefur lagt mikið kapp á að tryggja stöðu sína frá því hann velti Mohammad bin Nayef úr sessi árið 2017. Seinna það ár lét hann handtaka fjölda meðlima konungsfjölskyldunnar fyrir spillingu og hélt þeim föngum um mánaða skeið á Ritz-Carlton hótelinu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Heimildarmenn Reuter fréttaveitunnar segja MbS nú vera kominn með tak á krúnunni. Nú geti enginn reynt að standa í vegi hans. Opinberlega hefur ekkert verið gefið út um fyrir hvað mennirnir voru handteknir eða hvar þeim sé haldið. Reuters segir þá þó hafa verið sakaða um landráð. Mohammed bin Salman var upprunalega hylltur víða um heim fyrir endurbætur í Sádi-Arabíu en það varði stutt. Síðan þá hafa ýmis hneykslismál varðandi hann litið dagsins ljóst og þá kannski sérstaklega morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem sagður er hafa verið pyntaður og myrtur að skipan MbS.
Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira