Langtímanotkun lyfja valdið banaslysum í umferðinni: „Fólk hætti of seint að keyra“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. maí 2020 19:00 Dæmi eru um að langtímanotkun lyfja - sem venjulega eru ekki talin skerða aksturhæfni - hafi valdið alvarlegum slysum og jafnvel banaslysum í umferðinni hér á landi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur óskað eftir því að vakin sé athygli lækna á vandamálinu. Síðustu ár hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa fengið til athugunar banaslys þar sem rekja mátti orsakirnar til þess að ökumennirnir höfðu verið á lyfjum sem slævðu getu þeirra til þess að stjórna ökutæki. Þótt yfirleitt sé um að ræða lyf sem þekkt eru að því að valda skertri ökuhæfni hafa einnig borist mál þar sem hinn látni hefur verið með mjög háa blóðþéttni af lyfjum, sem venjulega eru ekki talin skerða aksturshæfni mikið. „Við lögðum það til að landlæknir tæki það til skoðunar að það séu einhver dæmi þess í þjóðfélaginu að einstaklingur eftir langvarandi notkun lyfja séu komnir með skerta getu til að vinna úr lyfjunum og uppsöfnun á umbrotsefnun geti átt sér stað,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Eitrunargildi af venlafaxíni, algengu þunglyndislyfi sem notað er hér á landi, hafa komið upp í tveimur málum hjá nefndinni upp á síðkastið. Í öðru tilvikinu var um að ræða banaslys. Í fyrra fengu 5395 manns þunglyndislyfinu ávísað og hefur notkun þess aukist nokkuð undanfarin ár. Sævar telur að þetta geti átt við um fleiri lyf, séu þau notuð í lengri tíma. Meðal annars geðlyf. „Eftir því sem við eldumst aukast líkurnar á því að við förum að kljást við ýmis heilsufarsvandamál sem að sum hver, bæði vegna lyfjanotkunar og vandamálsins sjálfs, geta skert hæfni okkar til að stjórna ökutæki. Þannig að hækkandi meðalaldur þjóðarinnar getur orðið til þess að þetta vandamál komi betur í ljós,“ segir Sævar Helgi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Embætti landlæknis myndi vekja athygli lækna á þessu. „Það getur verið mikilvægt að fylgjast með lyfjanotkun eftir langvarandi notkun að sjá hvort líkaminn sé enn að bregðast við eins og hann gerði í byrjun lyfjameðferðar,“ segir Sævar Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu slösuðust sautján manns í fyrra vegna aksturs undir áhrifum löglegrar lyfjaneyslu, fimm slösuðust alvarlega. Árið á undan slösuðust 16 manns, fjórir alvarlega og einn lést. Nefndin hefur sent frá sér tillögur til Samgöngustofu um að láta útbúa nýtt vottorðseyðublað sem ökumenn þurfa að fá frá lækni þegar sótt er um endurnýjun ökuréttinda og einnig útbúa nýjar reglur hvernig framfylgja skuli skilyrðum um andlegt og líkamlegt heilbrigði í reglugerð um ökuskírteini. „Það þarf að vera ákveðin vitundarvakning bæði meðal þjóðarinnar og heilbrigðisstarfsfólks að gæta þess að ef grunsemd er um að heilbrigðisástand fólks sé þess eðlis að mögulega ætti að skila inn ökuskírteini og hvíla akstur í einhvern tíma, að það sé þá skoðað betur,“ segir Sævar Helgi. Fylgjast þurfi betur með eldri einstaklingum. „Til eru dæmi þess að fólk hætti of seint að keyra,“ segir Sævar Helgi. Umferðaröryggi Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Dæmi eru um að langtímanotkun lyfja - sem venjulega eru ekki talin skerða aksturhæfni - hafi valdið alvarlegum slysum og jafnvel banaslysum í umferðinni hér á landi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur óskað eftir því að vakin sé athygli lækna á vandamálinu. Síðustu ár hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa fengið til athugunar banaslys þar sem rekja mátti orsakirnar til þess að ökumennirnir höfðu verið á lyfjum sem slævðu getu þeirra til þess að stjórna ökutæki. Þótt yfirleitt sé um að ræða lyf sem þekkt eru að því að valda skertri ökuhæfni hafa einnig borist mál þar sem hinn látni hefur verið með mjög háa blóðþéttni af lyfjum, sem venjulega eru ekki talin skerða aksturshæfni mikið. „Við lögðum það til að landlæknir tæki það til skoðunar að það séu einhver dæmi þess í þjóðfélaginu að einstaklingur eftir langvarandi notkun lyfja séu komnir með skerta getu til að vinna úr lyfjunum og uppsöfnun á umbrotsefnun geti átt sér stað,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Eitrunargildi af venlafaxíni, algengu þunglyndislyfi sem notað er hér á landi, hafa komið upp í tveimur málum hjá nefndinni upp á síðkastið. Í öðru tilvikinu var um að ræða banaslys. Í fyrra fengu 5395 manns þunglyndislyfinu ávísað og hefur notkun þess aukist nokkuð undanfarin ár. Sævar telur að þetta geti átt við um fleiri lyf, séu þau notuð í lengri tíma. Meðal annars geðlyf. „Eftir því sem við eldumst aukast líkurnar á því að við förum að kljást við ýmis heilsufarsvandamál sem að sum hver, bæði vegna lyfjanotkunar og vandamálsins sjálfs, geta skert hæfni okkar til að stjórna ökutæki. Þannig að hækkandi meðalaldur þjóðarinnar getur orðið til þess að þetta vandamál komi betur í ljós,“ segir Sævar Helgi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Embætti landlæknis myndi vekja athygli lækna á þessu. „Það getur verið mikilvægt að fylgjast með lyfjanotkun eftir langvarandi notkun að sjá hvort líkaminn sé enn að bregðast við eins og hann gerði í byrjun lyfjameðferðar,“ segir Sævar Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu slösuðust sautján manns í fyrra vegna aksturs undir áhrifum löglegrar lyfjaneyslu, fimm slösuðust alvarlega. Árið á undan slösuðust 16 manns, fjórir alvarlega og einn lést. Nefndin hefur sent frá sér tillögur til Samgöngustofu um að láta útbúa nýtt vottorðseyðublað sem ökumenn þurfa að fá frá lækni þegar sótt er um endurnýjun ökuréttinda og einnig útbúa nýjar reglur hvernig framfylgja skuli skilyrðum um andlegt og líkamlegt heilbrigði í reglugerð um ökuskírteini. „Það þarf að vera ákveðin vitundarvakning bæði meðal þjóðarinnar og heilbrigðisstarfsfólks að gæta þess að ef grunsemd er um að heilbrigðisástand fólks sé þess eðlis að mögulega ætti að skila inn ökuskírteini og hvíla akstur í einhvern tíma, að það sé þá skoðað betur,“ segir Sævar Helgi. Fylgjast þurfi betur með eldri einstaklingum. „Til eru dæmi þess að fólk hætti of seint að keyra,“ segir Sævar Helgi.
Umferðaröryggi Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira