Sagðist hafa fengið greitt fyrir að tala gegn þungunarrofi Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 14:04 Norma McCorvey, þekkt sem Jane Roe í dómsmálinu fræga, á bæn með kristnum klerki í Kansas árið 2007. Vísir/EPA Konan sem Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að hefði rétt á þungunarrofi og lögleiddi þannig aðgerðina á 8. áratug síðustu aldar hélt því fram að hún hefði fengið greitt til að vinda kvæði sínu í kross og tala gegn þungunarrofi. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd. Dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 1973 lögleiddi þungunarrof í landinu. Norma McCorvey, konan sem vann málið en var aðeins nafngreind sem Jane Roe í dómskjölum, vakti mikla athygli þegar hún lýsti sig andsnúna rétti kvenna til þungunarrofs árið 1995. McCorvey lést 69 ára að aldri árið 2017 en í myndefni sem birtist í heimildarmyndinni „AKA Jane Roe“ sést hún játa að kristin samtök hefðu greitt henni til þess að mótmæla þungunarrofi á sínum tíma. Viðtalið var tekið skömmu fyrir andlát McCorvey. „Ég var stóri fiskurinn. Ég held að þetta hafi verið gagnkvæmt. Ég tók við peningunum þeirra og þau settu mig fyrir framan myndavélarnar og sögðu mér hvað ég ætti að segja,“ segir McCorvey í viðtalinu og heldur því fram að um leikþátt hafi verið að ræða. „Ef ung kona vill fara í þungunarrof skiptir það mig ekki máli. Þess vegna kalla þeir þetta val,“ segir hún í því sem hún kallar „játningu á dánarbeði“. Mál McCorvey er þekkt sem Roe gegn Wade í Bandaríkjunum. Hún var 25 ára gömul einstæð móðir sem stefndi Henry Wade, dómsmálaráðherra Texas, vegna laga sem gerðu þungunarrof glæpsamlegt í ríkinu nema þegar líf móður var í hættu. McCorvey höfðaði málið þegar hún gekk með sitt þriðja barn og hélt því fram að henni hefði verið nauðgað. Henni var synjað um þungunarrof og fæddi barnið. Robert Schenck, einn af prestunum sem vann með McCorvey eftir að hún byrjaði að tala gegn þungunarrofi, viðurkennir í heimildarmyndinni að samtökin hafi greitt henni allt að hálfa milljón dollara. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Schenck hafi birt bloggfærslu þar sem hann lýsti iðrun í vikunni. Heimildarmyndin hefði grætt hann og hvatti hann alla til þess að horfa á hana. Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Konan sem Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að hefði rétt á þungunarrofi og lögleiddi þannig aðgerðina á 8. áratug síðustu aldar hélt því fram að hún hefði fengið greitt til að vinda kvæði sínu í kross og tala gegn þungunarrofi. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd. Dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 1973 lögleiddi þungunarrof í landinu. Norma McCorvey, konan sem vann málið en var aðeins nafngreind sem Jane Roe í dómskjölum, vakti mikla athygli þegar hún lýsti sig andsnúna rétti kvenna til þungunarrofs árið 1995. McCorvey lést 69 ára að aldri árið 2017 en í myndefni sem birtist í heimildarmyndinni „AKA Jane Roe“ sést hún játa að kristin samtök hefðu greitt henni til þess að mótmæla þungunarrofi á sínum tíma. Viðtalið var tekið skömmu fyrir andlát McCorvey. „Ég var stóri fiskurinn. Ég held að þetta hafi verið gagnkvæmt. Ég tók við peningunum þeirra og þau settu mig fyrir framan myndavélarnar og sögðu mér hvað ég ætti að segja,“ segir McCorvey í viðtalinu og heldur því fram að um leikþátt hafi verið að ræða. „Ef ung kona vill fara í þungunarrof skiptir það mig ekki máli. Þess vegna kalla þeir þetta val,“ segir hún í því sem hún kallar „játningu á dánarbeði“. Mál McCorvey er þekkt sem Roe gegn Wade í Bandaríkjunum. Hún var 25 ára gömul einstæð móðir sem stefndi Henry Wade, dómsmálaráðherra Texas, vegna laga sem gerðu þungunarrof glæpsamlegt í ríkinu nema þegar líf móður var í hættu. McCorvey höfðaði málið þegar hún gekk með sitt þriðja barn og hélt því fram að henni hefði verið nauðgað. Henni var synjað um þungunarrof og fæddi barnið. Robert Schenck, einn af prestunum sem vann með McCorvey eftir að hún byrjaði að tala gegn þungunarrofi, viðurkennir í heimildarmyndinni að samtökin hafi greitt henni allt að hálfa milljón dollara. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Schenck hafi birt bloggfærslu þar sem hann lýsti iðrun í vikunni. Heimildarmyndin hefði grætt hann og hvatti hann alla til þess að horfa á hana.
Þungunarrof Bandaríkin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira