Stefna á að klára tímabilið 20. ágúst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 14:00 Birkir Bjarnason leikur með Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni. EPA-EFE/SIMONE VENEZIA Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, gaf það út seint í gærkvöld að leiktímabilinu þar í landi verði lokið þann 20. ágúst. Þá eru aðeins tólf dagar í að næsta tímabil, 2020/2021, eigi að fara af stað en fyrsti leikur þeirrar leiktíðar er enn skráður þann 1. september næstkomandi. Ítalska deildarkeppnin hefur líkt og nær allar aðrar deildarkeppnir Evrópu, nema í Hvíta-Rússlandi, verið á ís síðan um miðjan mars þegar hlé var gert á keppni vegna kórónufaraldursins. Nú hefur FIGC gefið það út að leikið verði til þrautar í efstu þremur deildunum í karlaflokki. Enn er tólf umferðum ólokið í efstu deild, Serie A, þar sem Juventus trónir sem fyrr á toppnum og stefnir á sinn níunda meistaratitil í röð. Lazio, sem hefu rekki orðið meistari frá því um aldamótin, er hins vegar aðeins stigi á eftir í öðru sæti deildarinnar. Liðin mættu aftur til æfinga á mánudag en þá hafði verið útgöngubann í allt að níu vikur. Stefnt er að því að hefja leik að nýju þann 13. júní. Watch out Europe! Ronaldo is back in training pic.twitter.com/AHu79hWvVu— Goal (@goal) May 21, 2020 Líkt og í Þýskalandi verður leikið fyrir luktum dyrum en Ítalía hefur komið einkar illa út úr kórónufaraldrinum. Alls hafa 230 þúsund greinst með veiruna og ríflega 30 þúsund látist sökum hennar. Þá eru yfir 60 þúsund virk smit í landinu. Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, gaf það út seint í gærkvöld að leiktímabilinu þar í landi verði lokið þann 20. ágúst. Þá eru aðeins tólf dagar í að næsta tímabil, 2020/2021, eigi að fara af stað en fyrsti leikur þeirrar leiktíðar er enn skráður þann 1. september næstkomandi. Ítalska deildarkeppnin hefur líkt og nær allar aðrar deildarkeppnir Evrópu, nema í Hvíta-Rússlandi, verið á ís síðan um miðjan mars þegar hlé var gert á keppni vegna kórónufaraldursins. Nú hefur FIGC gefið það út að leikið verði til þrautar í efstu þremur deildunum í karlaflokki. Enn er tólf umferðum ólokið í efstu deild, Serie A, þar sem Juventus trónir sem fyrr á toppnum og stefnir á sinn níunda meistaratitil í röð. Lazio, sem hefu rekki orðið meistari frá því um aldamótin, er hins vegar aðeins stigi á eftir í öðru sæti deildarinnar. Liðin mættu aftur til æfinga á mánudag en þá hafði verið útgöngubann í allt að níu vikur. Stefnt er að því að hefja leik að nýju þann 13. júní. Watch out Europe! Ronaldo is back in training pic.twitter.com/AHu79hWvVu— Goal (@goal) May 21, 2020 Líkt og í Þýskalandi verður leikið fyrir luktum dyrum en Ítalía hefur komið einkar illa út úr kórónufaraldrinum. Alls hafa 230 þúsund greinst með veiruna og ríflega 30 þúsund látist sökum hennar. Þá eru yfir 60 þúsund virk smit í landinu.
Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira